Reykjalundur myglaður: Stjórnvöld verði að hjálpa Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. nóvember 2023 23:01 Pétur Magnússon er forstjóri Reykjalundar. einar árnason Forstjóri Reykjalundar segir stjórnvöld verða að stíga inn í og greiða fyrir viðhald á húsnæði stofnunarinnar, en stórum hluta af húsnæðinu verður lokað á morgun. Allt verði reynt til að staðan hafi ekki áhrif á þjónustu við sjúklinga. Starfsfólki og sjúklingum Reykjalundar var í dag tilkynnt að stórum hluta af húsnæði stofnunarinnar verði lokað á morgun vegna heilsuspillandi aðstæðna. Forsvarsmenn Reykjalundar ákváðu fyrr á árinu að framkvæma úttekt á stöðu húsnæðisins vegna gruns um myglu og var niðurstaðan sú að óheilnæmt væri að dvelja í húsnæðinu. Tveimur álmum verður lokað ásamt nokkrum minni hlutum. Þá verður öllum útihúsum lokað sem hýsa sjúklinga sem þurfa að sækja þjónustuna en búa úti á landi. Forstjórinn segir að óvíst hve langan tíma taki að koma húsnæðinu í ásættanlegt horf. Allt verði gert til að staðan hafi ekki áhrif á þjónustu við sjúklinga. „Það eru 32 starfsmenn að missa sína vinnuaðstöðu við þessar breytingar af 180 og við erum í þessum töluðu orðum að púsla því saman hvernig við getum fært til fólk þannig að það verði sem allra, allra minnst skerðing á þjónustu,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar. Sorglegt SÍBS er eigandi húsnæðisins en Pétur segir samtökin ekki hafa fengið neina styrki frá ríkinu til viðhalds á húsnæðinu í gegnum árin. „Sem er mjög sorglegt og það þarf að ganga í það mál að ríkið komi að málum hér, að það greiði fyrir viðhald á þessu húsnæði eins og það gerir víða annars staðar.“ Enda segir hann óeðlilegt að viðhald á stærstu endurhæfingarstofnun landsins fari eftir því hvernig góðgerðasamtökum gengur að safna pening. „Það er sjálfsagt að þeirra fjármagn eigi að fara í að byggja fyrir okkur nýtt íþróttahús eða sundlaug eða eitthvað slíkt en daglegt viðhald á að sjálfsögðu að vera greitt af ríkinu sem við erum að þjónusta rétt eins og mjög víða annars staðar í samfélaginu þar sem ríkið greiðir fyrir húsnæði í heilbrigðisþjónustu og ýmsrar annarrar þjónustu.“ Heilbrigðismál Mosfellsbær Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Starfsfólki og sjúklingum Reykjalundar var í dag tilkynnt að stórum hluta af húsnæði stofnunarinnar verði lokað á morgun vegna heilsuspillandi aðstæðna. Forsvarsmenn Reykjalundar ákváðu fyrr á árinu að framkvæma úttekt á stöðu húsnæðisins vegna gruns um myglu og var niðurstaðan sú að óheilnæmt væri að dvelja í húsnæðinu. Tveimur álmum verður lokað ásamt nokkrum minni hlutum. Þá verður öllum útihúsum lokað sem hýsa sjúklinga sem þurfa að sækja þjónustuna en búa úti á landi. Forstjórinn segir að óvíst hve langan tíma taki að koma húsnæðinu í ásættanlegt horf. Allt verði gert til að staðan hafi ekki áhrif á þjónustu við sjúklinga. „Það eru 32 starfsmenn að missa sína vinnuaðstöðu við þessar breytingar af 180 og við erum í þessum töluðu orðum að púsla því saman hvernig við getum fært til fólk þannig að það verði sem allra, allra minnst skerðing á þjónustu,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar. Sorglegt SÍBS er eigandi húsnæðisins en Pétur segir samtökin ekki hafa fengið neina styrki frá ríkinu til viðhalds á húsnæðinu í gegnum árin. „Sem er mjög sorglegt og það þarf að ganga í það mál að ríkið komi að málum hér, að það greiði fyrir viðhald á þessu húsnæði eins og það gerir víða annars staðar.“ Enda segir hann óeðlilegt að viðhald á stærstu endurhæfingarstofnun landsins fari eftir því hvernig góðgerðasamtökum gengur að safna pening. „Það er sjálfsagt að þeirra fjármagn eigi að fara í að byggja fyrir okkur nýtt íþróttahús eða sundlaug eða eitthvað slíkt en daglegt viðhald á að sjálfsögðu að vera greitt af ríkinu sem við erum að þjónusta rétt eins og mjög víða annars staðar í samfélaginu þar sem ríkið greiðir fyrir húsnæði í heilbrigðisþjónustu og ýmsrar annarrar þjónustu.“
Heilbrigðismál Mosfellsbær Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira