Flugu yfir Atlantshafið á fitu og sykri Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2023 10:29 Farþegaþotunni var lent í New York í gærkvöldi. AP/Jason DeCrow Flugmenn Virgin Atlantic flugu í gær farþegaþotu yfir Atlantshafið á eingöngu fitu og sykri, ekki hefðbundnu eldsneyti. Er það í fyrsta sinn sem slíkt er gert en flugvélin losar um sjötíu prósent minna af gróðurhúsalofttegundum en hefðbundnar farþegaþotur. Flugvélinni var flogið frá Lundúnum til New York en engir farþegar voru um borð, þar sem um tilraunaflug var að ræða. Þá mun Virgin ekki bjóða upp á aðrar slíkar flugferðir á næstunni, þar sem þessari var eingöngu ætlað að sýna fram á að hægt væri að gera flugferðir vistvænni. Flogið var á Boeing 787 flugvél sem búin er Rolls-Royce Trent 1000 þotuhreyflum. Eldsneytið sem notað var í flugferðina er að mestu úr notaðri matarolíu, afgangsdýrafitu og afurðum úr úrgangskorni. Sérfræðingar segja eldsneyti sem þetta geta spilað stóra rullu í að draga úr losun flugiðnaðarins, samkvæmt frétt Washington Post. Enn sem komið er er þó mjög lítið af þessu eldsneyti framleitt og það er frekar dýrt. Þá eru þotuhreyflar ekki hannaðir til að brenna eingöngu vistvænt eldsneyti. Hægt er að blanda vistvænu eldsneyti við hefðbundið eldsneyti til að draga úr losun flugvéla og er það gert víða. Richard Branson, eigandi Virgin Galactic, er hér með sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, aðstoðarsamgönguráðherra Bandaríkjanna, og öðrum.AP/Jason DeCrow Í frétt Reuters kemur fram að um tvö til þrjú prósent allrar losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum kemur frá flugiðnaðinum. Mark Harper, samgönguráðherra Bretlands, var um borð í flugvélinni en við lendingu sagðist hann engan mun hafa fundið á þessari flugferð og öðrum. Richard Branson, eigandi Virgin, sagði við lendinguna að það myndi taka tíma að auka framleiðslu á vistvænu eldsneyti en einhversstaðar þyrfti fólk að byrja. Fréttir af flugi Umhverfismál Bretland Bandaríkin Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Flugvélinni var flogið frá Lundúnum til New York en engir farþegar voru um borð, þar sem um tilraunaflug var að ræða. Þá mun Virgin ekki bjóða upp á aðrar slíkar flugferðir á næstunni, þar sem þessari var eingöngu ætlað að sýna fram á að hægt væri að gera flugferðir vistvænni. Flogið var á Boeing 787 flugvél sem búin er Rolls-Royce Trent 1000 þotuhreyflum. Eldsneytið sem notað var í flugferðina er að mestu úr notaðri matarolíu, afgangsdýrafitu og afurðum úr úrgangskorni. Sérfræðingar segja eldsneyti sem þetta geta spilað stóra rullu í að draga úr losun flugiðnaðarins, samkvæmt frétt Washington Post. Enn sem komið er er þó mjög lítið af þessu eldsneyti framleitt og það er frekar dýrt. Þá eru þotuhreyflar ekki hannaðir til að brenna eingöngu vistvænt eldsneyti. Hægt er að blanda vistvænu eldsneyti við hefðbundið eldsneyti til að draga úr losun flugvéla og er það gert víða. Richard Branson, eigandi Virgin Galactic, er hér með sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, aðstoðarsamgönguráðherra Bandaríkjanna, og öðrum.AP/Jason DeCrow Í frétt Reuters kemur fram að um tvö til þrjú prósent allrar losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum kemur frá flugiðnaðinum. Mark Harper, samgönguráðherra Bretlands, var um borð í flugvélinni en við lendingu sagðist hann engan mun hafa fundið á þessari flugferð og öðrum. Richard Branson, eigandi Virgin, sagði við lendinguna að það myndi taka tíma að auka framleiðslu á vistvænu eldsneyti en einhversstaðar þyrfti fólk að byrja.
Fréttir af flugi Umhverfismál Bretland Bandaríkin Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira