Bíó og sjónvarp

Balti leik­stýrir Norton og Coster-Waldau í miðaldaþáttum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Baltasar heldur áfram að gera garðinn frægan. 
Baltasar heldur áfram að gera garðinn frægan.  Hulda Margrét/EPA

Kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur mun leikstýra fyrsta þætti þáttaseríunnar King and Conqueror sem framleidd verður af framleiðslufyrirtækinu CBS Studios. Þekktir leikarar fara með hlutverk í þáttunum. 

Frá þessu var greint í dag. Þættirnir King and Conqueror munu fjalla um orrustuna við Hastings á elleftu öld. James Norton, sem er þekktastur fyrir leik sinn í Little Women, Mr. Jones og Happy Walley, fer með hlutverk Haraldar Guðinasonar, síðasta engilsaxneska konungs Englands. Þá fer Nikolaj Coster-Waldau, sem lék í Game of Thrones, Mama og Oblivion, með hlutverk Vilhjálms 1. Englandskonungs. 

Báðir gegna þeir að auki hlutverki aðalframleiðenda. Þættirnir eru skrifaðir af Michael Robert Johnson, sem skrifaði meðal annars sjónvarpsþættina Sherlock Holmes. 

Tökur á sjónvarpsþáttunum eiga að hefjast á næsta ári hér á landi. Rvk Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars mun sjá um framleiðsluþjónustu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×