Lífið samstarf

Bylgjan órafmögnuð: „Lögin verða naktari fyrir vikið“

Bylgjan

Ragnhildur Gísladóttir er næsti gestur Völu Eiríks í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð annað kvöld. Ragga kemur fram ásamt Besta bandi og lofar frábærum tónleikum og skemmtilegu spjalli milli laga.

„Þegar þetta er svona órafmagnað eins og það er kallað er oftast notast við fá element og stundum þarf maður að sleppa mikilvægum hlekkjum í tónlistinni, hún verður því naktari fyrir vikið. Við komum til með að leika lög sem ég hef ekki verið að flytja mikið hér á landi. Þetta eru flest lög sem ég samdi með breskum gaur sem kallar sig The Pylon King. Lögin eru á Spotify á plötunni Ragga and The Jack Magic Orchestra. Það er gaman að spila þau," segir Ragga. 

Milli laga tyllir hún sér í sófann hjá Völu Eiríks og segir frá lögunum.

„Ég valdi hluta af lögum sem hafa texta sem mér finnst gaman að ræða og eru nett pólitísk eða falla inn í hluta af því sem ég er að pæla svona í lífinu. Hlustendur eiga von á að heyra frábæran tónlistarflutning þeirra Tómasar Jónssonar, Guðna Finnssonar og Magnúsar Magnússonar sem eru með mér í hljómsveitinni Besta band,“ segir Ragga.

Bylgjan órafmögnuð hófst á Bylgjunni, Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi í upphafi nóvember en þetta er þriðja árið í röð sem tónleikaröðin er haldin.

Næstu tónleikar í Bylgjan órafmögnuð:

Framundan hjá Röggu er annasöm aðventa og meira tónleikahald. „Í desember tek ég þátt í mismunandi jólatónleikum eins og Jólagestum, Jól og Næs, Jól í Höllinni í Eyjum og Bríet í Hörpu. Stóru fréttirnar eru þær að ég og Besta band verðum með tónleika í Gamla bíói 20. janúar og það verður mikið mikið gaman, þetta er tjúllað flottur hópur. Ég hlakka til að sjá ykkur þar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.