Bylgjan órafmögnuð: „Lögin verða naktari fyrir vikið“ Bylgjan 29. nóvember 2023 14:18 Ragnhildur Gísladóttir er næsti gestur Völu Eiríks í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð annað kvöld. Ragga kemur fram ásamt Besta bandi og lofar frábærum tónleikum og skemmtilegu spjalli milli laga. „Þegar þetta er svona órafmagnað eins og það er kallað er oftast notast við fá element og stundum þarf maður að sleppa mikilvægum hlekkjum í tónlistinni, hún verður því naktari fyrir vikið. Við komum til með að leika lög sem ég hef ekki verið að flytja mikið hér á landi. Þetta eru flest lög sem ég samdi með breskum gaur sem kallar sig The Pylon King. Lögin eru á Spotify á plötunni Ragga and The Jack Magic Orchestra. Það er gaman að spila þau," segir Ragga. Milli laga tyllir hún sér í sófann hjá Völu Eiríks og segir frá lögunum. „Ég valdi hluta af lögum sem hafa texta sem mér finnst gaman að ræða og eru nett pólitísk eða falla inn í hluta af því sem ég er að pæla svona í lífinu. Hlustendur eiga von á að heyra frábæran tónlistarflutning þeirra Tómasar Jónssonar, Guðna Finnssonar og Magnúsar Magnússonar sem eru með mér í hljómsveitinni Besta band,“ segir Ragga. Bylgjan órafmögnuð hófst á Bylgjunni, Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi í upphafi nóvember en þetta er þriðja árið í röð sem tónleikaröðin er haldin. Næstu tónleikar í Bylgjan órafmögnuð: 7. desember – Jónas Sig 16. desember – Jólaþáttur með öllum tónlistarmönnunum sem komið hafa fram, þau Jóhanna Guðrún, Klara Elías, Friðrik Dór, Ragga Gísla og Jónas Sig. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 á Bylgjunni, Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Framundan hjá Röggu er annasöm aðventa og meira tónleikahald. „Í desember tek ég þátt í mismunandi jólatónleikum eins og Jólagestum, Jól og Næs, Jól í Höllinni í Eyjum og Bríet í Hörpu. Stóru fréttirnar eru þær að ég og Besta band verðum með tónleika í Gamla bíói 20. janúar og það verður mikið mikið gaman, þetta er tjúllað flottur hópur. Ég hlakka til að sjá ykkur þar.“ Tónlist Menning Bylgjan Bylgjan órafmögnuð Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Opið samband fer úrskeiðis Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Sjá meira
„Þegar þetta er svona órafmagnað eins og það er kallað er oftast notast við fá element og stundum þarf maður að sleppa mikilvægum hlekkjum í tónlistinni, hún verður því naktari fyrir vikið. Við komum til með að leika lög sem ég hef ekki verið að flytja mikið hér á landi. Þetta eru flest lög sem ég samdi með breskum gaur sem kallar sig The Pylon King. Lögin eru á Spotify á plötunni Ragga and The Jack Magic Orchestra. Það er gaman að spila þau," segir Ragga. Milli laga tyllir hún sér í sófann hjá Völu Eiríks og segir frá lögunum. „Ég valdi hluta af lögum sem hafa texta sem mér finnst gaman að ræða og eru nett pólitísk eða falla inn í hluta af því sem ég er að pæla svona í lífinu. Hlustendur eiga von á að heyra frábæran tónlistarflutning þeirra Tómasar Jónssonar, Guðna Finnssonar og Magnúsar Magnússonar sem eru með mér í hljómsveitinni Besta band,“ segir Ragga. Bylgjan órafmögnuð hófst á Bylgjunni, Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi í upphafi nóvember en þetta er þriðja árið í röð sem tónleikaröðin er haldin. Næstu tónleikar í Bylgjan órafmögnuð: 7. desember – Jónas Sig 16. desember – Jólaþáttur með öllum tónlistarmönnunum sem komið hafa fram, þau Jóhanna Guðrún, Klara Elías, Friðrik Dór, Ragga Gísla og Jónas Sig. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 á Bylgjunni, Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Framundan hjá Röggu er annasöm aðventa og meira tónleikahald. „Í desember tek ég þátt í mismunandi jólatónleikum eins og Jólagestum, Jól og Næs, Jól í Höllinni í Eyjum og Bríet í Hörpu. Stóru fréttirnar eru þær að ég og Besta band verðum með tónleika í Gamla bíói 20. janúar og það verður mikið mikið gaman, þetta er tjúllað flottur hópur. Ég hlakka til að sjá ykkur þar.“
7. desember – Jónas Sig 16. desember – Jólaþáttur með öllum tónlistarmönnunum sem komið hafa fram, þau Jóhanna Guðrún, Klara Elías, Friðrik Dór, Ragga Gísla og Jónas Sig. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 á Bylgjunni, Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.
Tónlist Menning Bylgjan Bylgjan órafmögnuð Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Opið samband fer úrskeiðis Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Sjá meira