„Bleikur fíll í herberginu sem enginn þorði að anda á“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2023 14:30 Karina Konstantinova hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Val og líklega þann síðasta á Íslandi. Vísir/Vilhelm Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds eru sammála þeirri stóru ákvörðun Valsmanna að láta búlgarska leikstjórnandann sinn fara. Íslandsmeistarar Vals í Subway deild kvenna í körfubolta hafa verið langt frá því að vera sannfærandi í titilvörn sinni í vetur eins og fjögur töp í níu leikjum segja til um. Margir af þessum fimm sigrum hafa líka verið tæpir og leikur liðsins því ollið mörgum vonbrigðum. Körfuboltakvöld hefur rætt áður erlendu leikmenn liðsins í vetur og nú er svo komið að Valsmenn hafa ákveðið að látið hina búlgörsku Karinu Konstantinovu fara. Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, vildi fá álit sérfræðinga sína á því að Hjalti Þór Vilhjálmsson hafi látið Karinu fara. „Ég held að þetta sé hárrétt ákvörðun og ég held að ég hafi verið harðasti gagnrýnandi Karinu í úrslitakeppninni í fyrra. Ég gagnrýndi hana mikið um hvernig hún spilaði með Keflavíkurliðinu. Hvað hún var mikill eiginhagsmunaseggur. Ég held að það sé rétta lýsingarorðið yfir hana,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Frábær í körfubolta en vægast sagt ekki góður karakter,“ sagði Pálína. „Þetta er hárrétt ákvörðun. Ég væri til í að tapa fimm leikjum og hafa góða stemmningu í liðinu í staðinn fyrir að vinna þá alla og það er einhver bleikur fíll í herberginu sem enginn þorði að anda á,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Ég held að þetta eigi bara eftir að styrkja þær og ég held að þetta eigi eftir að styrkja íslensku leikmennina. Þær eiga bara eftir að fá meira sjálfstraust. Við sáum það ekki í dag,“ sagði Berglind en Valur tapaði með 22 stigum á móti Njarðvík í síðustu umferð Subway deildarinnar. „Ég er spennt að sjá nýjan leikmann koma inn í Valsliðið. Vonandi ná þau einhvern veginn að starta þessu tímabili,“ sagði Berglind. Næsti leikur Valsliðsins er á móti Breiðabliki á heimavelli í kvöld. „Að mínu mati er Valsliðið rosalega vel mannað,“ sagði Pálína og fór yfir leikmenn Valsliðsins. Það má horfa á alla umfjöllunina um Valsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hvað gera íslensku leikmennirnir eftir að Valur rak Karinu? Subway-deild kvenna Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals í Subway deild kvenna í körfubolta hafa verið langt frá því að vera sannfærandi í titilvörn sinni í vetur eins og fjögur töp í níu leikjum segja til um. Margir af þessum fimm sigrum hafa líka verið tæpir og leikur liðsins því ollið mörgum vonbrigðum. Körfuboltakvöld hefur rætt áður erlendu leikmenn liðsins í vetur og nú er svo komið að Valsmenn hafa ákveðið að látið hina búlgörsku Karinu Konstantinovu fara. Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, vildi fá álit sérfræðinga sína á því að Hjalti Þór Vilhjálmsson hafi látið Karinu fara. „Ég held að þetta sé hárrétt ákvörðun og ég held að ég hafi verið harðasti gagnrýnandi Karinu í úrslitakeppninni í fyrra. Ég gagnrýndi hana mikið um hvernig hún spilaði með Keflavíkurliðinu. Hvað hún var mikill eiginhagsmunaseggur. Ég held að það sé rétta lýsingarorðið yfir hana,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Frábær í körfubolta en vægast sagt ekki góður karakter,“ sagði Pálína. „Þetta er hárrétt ákvörðun. Ég væri til í að tapa fimm leikjum og hafa góða stemmningu í liðinu í staðinn fyrir að vinna þá alla og það er einhver bleikur fíll í herberginu sem enginn þorði að anda á,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Ég held að þetta eigi bara eftir að styrkja þær og ég held að þetta eigi eftir að styrkja íslensku leikmennina. Þær eiga bara eftir að fá meira sjálfstraust. Við sáum það ekki í dag,“ sagði Berglind en Valur tapaði með 22 stigum á móti Njarðvík í síðustu umferð Subway deildarinnar. „Ég er spennt að sjá nýjan leikmann koma inn í Valsliðið. Vonandi ná þau einhvern veginn að starta þessu tímabili,“ sagði Berglind. Næsti leikur Valsliðsins er á móti Breiðabliki á heimavelli í kvöld. „Að mínu mati er Valsliðið rosalega vel mannað,“ sagði Pálína og fór yfir leikmenn Valsliðsins. Það má horfa á alla umfjöllunina um Valsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hvað gera íslensku leikmennirnir eftir að Valur rak Karinu?
Subway-deild kvenna Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti