Enn kvikuþrýstingur og hrinan kom á óvart Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. nóvember 2023 18:52 Biðin eftir að kvikugangurinn róist gæti tekið mun lengri tíma. Þessi mynd var tekin í dag skammt frá Grindavík. Fáir nýttu daginn til að kíkja heim nema helst viðgerðarmenn. vísir/vilhelm Kvikugangurinn við Grindavík gæti verið breiðari en áður var áætlað og storknun hans gæti tekið mun lengri tíma, miðað við nýjustu líkön. Jarðskjálftafræðingur segir nýjustu jarðskjálftahrinu sýna að enn sé kvikuþrýstingur á svæðinu. Frá þessu greinir Veðurstofan og styðst við aflögunargögn frá GPS mælum og gervitunglum. „Gróft áætlað gæti storknun breiðasta hluta gangsins því tekið nokkra mánuði,“ segir í færslu Veðurstofunnar. Hrinan kom á óvart Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Kristínu Jónsdóttur fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands sem segir að enn sé kvikuþrýstingur á svæðinu. Það er í raun enn kvika á hreyfingu, á þriggja til fimm kílómetra dýpi, fyrir miðju gangsins. Almannavarnir eru enn á hættustigi og það er enn full ástæða til að vera á tánum. Það er of snemmt að segja að einhverju sé að ljúka hér,“ segir Kristín. Hún segir skjálftahrinuna hafa komið á óvart. „Við höfum séð að hver dagur er sér líkur, þessi kvikugangur minnir þarna á sig. Það er full ástæða til að fylgjast áfram vel með.“ Hún segir nýjustu líkön sýna að mest kvka sé fyrir miðju gangsins. Þar muni taka lengstan tíma fyrir kvikuna til að storkna. Fremur nokkrir mánuðir Skjálftavirkni við ganginn hefur verið stöðug síðustu daga, en skammlíf hrina smáskjalfta gekk yfir í nótt. „Mældust um 500 skjálftar á sólarhring nærri kvikuganginum. Áfram er mest virkni nærri Sýlingarfelli og Hagafelli. Um miðnætti í dag hófst jarðskjálftahviða nærri Sýlingarfelli og virkni jókst tímabundið í rúma klukkustund. Um 170 jarðskjálftar mældust í hviðunni og voru þetta mest smáskjálftar en einn skjálfti mældist 3,0 að stærð.“ Þenslan haldi áfram við Svartsengi og aflögun mælist enn nærri kvikuganginum. „Frekari líkanreikningar hafa verið gerðir til að áætla umfang kvikugangsins sem myndaðist 10. nóvember. Þeir líkanreikningar benda til þess að hluti kvikugangsins gæti verið breiðari en áætlað var í fyrstu. Gróft áætlað gæti storknun breiðasta hluta gangsins því tekið nokkra mánuði,“ segir í færslunni að lokum. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Frá þessu greinir Veðurstofan og styðst við aflögunargögn frá GPS mælum og gervitunglum. „Gróft áætlað gæti storknun breiðasta hluta gangsins því tekið nokkra mánuði,“ segir í færslu Veðurstofunnar. Hrinan kom á óvart Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Kristínu Jónsdóttur fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands sem segir að enn sé kvikuþrýstingur á svæðinu. Það er í raun enn kvika á hreyfingu, á þriggja til fimm kílómetra dýpi, fyrir miðju gangsins. Almannavarnir eru enn á hættustigi og það er enn full ástæða til að vera á tánum. Það er of snemmt að segja að einhverju sé að ljúka hér,“ segir Kristín. Hún segir skjálftahrinuna hafa komið á óvart. „Við höfum séð að hver dagur er sér líkur, þessi kvikugangur minnir þarna á sig. Það er full ástæða til að fylgjast áfram vel með.“ Hún segir nýjustu líkön sýna að mest kvka sé fyrir miðju gangsins. Þar muni taka lengstan tíma fyrir kvikuna til að storkna. Fremur nokkrir mánuðir Skjálftavirkni við ganginn hefur verið stöðug síðustu daga, en skammlíf hrina smáskjalfta gekk yfir í nótt. „Mældust um 500 skjálftar á sólarhring nærri kvikuganginum. Áfram er mest virkni nærri Sýlingarfelli og Hagafelli. Um miðnætti í dag hófst jarðskjálftahviða nærri Sýlingarfelli og virkni jókst tímabundið í rúma klukkustund. Um 170 jarðskjálftar mældust í hviðunni og voru þetta mest smáskjálftar en einn skjálfti mældist 3,0 að stærð.“ Þenslan haldi áfram við Svartsengi og aflögun mælist enn nærri kvikuganginum. „Frekari líkanreikningar hafa verið gerðir til að áætla umfang kvikugangsins sem myndaðist 10. nóvember. Þeir líkanreikningar benda til þess að hluti kvikugangsins gæti verið breiðari en áætlað var í fyrstu. Gróft áætlað gæti storknun breiðasta hluta gangsins því tekið nokkra mánuði,“ segir í færslunni að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira