Erlent

Vopna­hlé á Gasa fram­lengt um tvo daga

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ísraelskir hermenn nærri Gasa ströndinni.
Ísraelskir hermenn nærri Gasa ströndinni. AP Photo/Ohad Zwigenberg

Vopnahlé á Gasa ströndinni hefur verið framlengt um tvo daga. Þetta tilkynna katörsk stjórnvöld sem hafa milligöngu um viðræður á milli Hamas liða og Ísrael.

Í umfjöllun BBC kemur fram að vopnahléinu hafi átt að ljúka í dag. Um var að ræða fjögurra daga vopnahlé. Hléið hefur að mestu leyti haldið en árásir hafa ekki verið gerðar frá því á föstudag.

Fram kemur í umfjöllun breska miðilsins að yfirvöld í Ísrael hafi tilkynnt fjölskyldum gísla, sem enn eru í haldi Hamas liða, um það í dag að þeim yrði sleppt úr haldi samtakanna. Ekki kemur fram hversu marga gísla er um að ræða.

Um er að ræða fjórða skiptið sem Hams liðar sleppa gíslum sem teknir voru í árás þeirra inn í suðurhluta Ísrael þann 7. október. 240 voru þar teknir til fanga en óvíst er hve margir þeirra eru enn á lífi.

Hingað til hefur 39 ísraelskum gíslum þegar verið sleppt og 117 Palestínumönnum sleppt úr ísraelskum fangelsum á móti. Rúmlega 1200 manns létust í árás Hamas liða í Ísrael þann 7. október. 14.500 manns hafa látist í árásum Ísraela á Gasaströndinni hingað til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×