Vaknaði við byssuskot nærri heimili sínu í Freetown Lovísa Arnardóttir skrifar 27. nóvember 2023 11:36 Útgöngubann tekur gildi öll kvöld klukkan 21 þar til búið er að handsama alla sem komu að árásunum og uppþotinu. Framkvæmdastjóri Auroru velgjörðarsjóðs í Síerra Leóne segir mesta hættuástandið í Freetown í Síerra Leóne liðið en að þau haldi áfram að meta aðstæður. Forseti landsins tilkynnti í ávarpi í gær að búið væri að handtaka flesta uppreisnarmennina. Ráðist var á vopnabirgðir hersins og fjöldi fanga frelsaður Regína Bjarnadóttir hefur búið síðustu átta árin í Freetown í Síerra Leóne með eiginmanni sínum og tveimur börnum. Hún segist á þeim tíma ekki hafa upplifað neitt eins og aðfaranótt sunnudags. „Forsetinn var með sjónvarpsávarp í gærkvöldi þar sem hann sagði að þeir hefðu náð að handtaka stóran hluta af þeim sem stóðu fyrir þessum uppþotum og þeir myndu halda áfram að leita að þeim sem eftir væru,“ segir Regína og að hann hafi beðið þjóðina að standa saman svo hægt væri að halda friðinn. Forsetinn, Julius Maada Bio, sagði seint í gær að upphafsmennirnir hefðu verði handteknir. Hann sagði uppþotin atlögu að lýðræðinu og að um væri að ræða öryggisbrest. Regína segir nóttina hafa verið rólega, ólíkt aðfaranótt sunnudags. „Maður hefur ekki heyrt af neinum uppþotum í nótt eða í morgun,“ segir Regína. Yfirvöld settu á útgöngubann um leið og ljóst var hvar væri í gangi. Því var aflétt snemma í morgun en tekur aftur gildi klukkan 21 í kvöld. „Það er engin lokadagsetning. Það er frá níu á kvöldin til sex á morgnana. En það má vera á ferðinni á daginn enda er stór hluti þjóðarinnar sem þarf að komast út til vinnu á hverjum morgni til að geta brauðfætt sig. Það er ekkert hægt að hafa allt hérna lokað.“ Hún segir að þrátt fyrir að útgöngubanninu hafi verið aflétt í morgun sé rólegt í kring og skólar sem dæmi lokaðir í dag. „Þetta hófst með því að það var ráðist á vopnabirgðir hersins og það er bara rétt ofar hérna í götunni hjá mér. Þannig við vöknuðum upp aðfaranótt sunnudags. Við héldum fyrst að það væri verið að sprengja flugelda en ég var fljót að átta mig á því að það gat ekki verið um miðja nótt. Þetta voru mikil læti í langan tíma,“ segir Regína og að þetta hafi verið afar óþægileg staða. Með Regínu á myndinni eru börnin hennar Emma Karen og Henry Benedikt. Aðsend Hún hafi strax sett sig í samband við vini og kunningja í næsta nágrenni. „Við vorum bara svona að styðja hvert annað og passa að hafa ljós slökkt og vera ekki nærri gluggum og annað slíkt. Við þurfum svo í raun bara að bíða þetta af okkur en það var bara erfitt því við vissum ekkert hvað var í gangi. Það tók tíma fyrir fyrstu fréttir að berast hvað væri raunverulega í gangi.“ Fram kom í tilkynningu utanríkisráðuneytisins í gær að ráðuneytið hafi verið í sambandi við fjórtán Íslendinga sem eru annað hvort staddir eða búsettir í Síerra Leóne. Þar á meðal er Regína, fjölskylda hennar og starfsmenn Auroru, utanríkisþjónustunnar, Barnaheilla og Sameinuðu þjóðanna. Spurð hvort hún meti aðstæður sem hættulegar í Freetown eins og stendur segir Regína að það hafi verið þannig fyrir sólarhring og þau séu enn að meta aðstæður í dag. „Við þurfum bara að sjá hvernig dagurinn spilast. Við erum heima og erum ekkert að fara út. Ekki í dag allavega. Við sjáum hvernig þetta þróast. Það virðist það versta afstaðið þannig það er allavega jákvætt.“ Regína á flug heim á miðvikudag með dóttur sinni til Íslands en fjölskyldan ætlaði að verja öllum desembermánuði hér heima. Hún segist vongóð um að komast heim með flugi vegna þess að það er hægt að fara upp á flugvöll á meðan útgöngubann er ekki í gildi á daginn. „Flugið er um kvöldið en við ættum að komast upp á flugvöll á miðvikudag og þetta ætti að ganga upp.“ Starfsfólki líði mörgum illa Regína segir að á meðan óvissa ríkir í Freetown hafi þau sett öll sín verkefni á bið en vonast til þess að pásan verði ekki of löng. Þetta hafi verið starfsfólki hennar erfitt sem margt hafi upplifað stríðið. Ekki sé langt frá því að því lauk og margir enn með áfallastreitu því tengt. „Að heyra skothvelli. Þetta vekur upp svo margar slæmar minningar og margt af því starfsfólki sem ég er með hefur liðið alveg afskaplega illa síðasta sólarhringinn,“ segir Regína. Útgöngubannið gildir um allt land. Víða er búið að setja upp slíka vegartálma.Vísir/EPA Aurora vinnur með ungu fólki í Freetown að sögn Regína. Heldur fyrir þau tölvunámskeið og styður við unga frumkvöðla. Auk þess vinna þau með handverksfólki sem vinni að því að framleiða vörur fyrir íslenska hönnuði. Stefnt sé að því að halda sýningu og selja vörurnar á Íslandi í desember. „Við erum að búa til útflutningsmarkað fyrir handverksfólk hér í Síerra Leóne,“ segir Regína og að það sé ein af ástæðunum fyrir því að hún ætli til Íslands í desember. Hún segist vonast til þess að mesta hættan sé yfirstaðin. „Vonandi fara skólar í gang og allt annað á morgun. Það verður að bíða og sjá. En það fer dálítið eftir samgöngum, hvort þær komast af stað aftur. Svo fólk komist til vinnu og annað.“ Þaulskipulagt en óvænt Regína segir uppþotin og átökin hafa komið mörgum í opna skjöldu. Það hafi verið kosningar í landinu í sumar. Í aðdraganda þeirra hafi fólk verið með varann á sér og skólum stundum lokað vegna hættu á uppþotum. En allt gengið vel síðan „Undanfarna tvo mánuði hefur verið einstaklega friðsælt og fínt. Það var enginn að búast við þessu og þetta kom mjög í bakið á fólki,“ segir Regína. Hún segir augljóst að þetta hafi verið mjög vel skipulagt þótt svo að ekkert hafi kvisast út. Þeir hafi komist bæði í vopnabirgðir hersins, sem séu vel varðar, og í fangelsið þar sem stórum hluta fanga var hleypt út. Hún á von á því að útgöngubanninu verði haldið til streitu á nóttunni þar til búið sé að handtaka alla sem tóku þátt og koma öllum föngum aftur í fangelsi. „Ég er búin að vera hérna í átta ár og hef aldrei neitt í neinu slíku áður. Yfirleitt er mjög friðsælt og afskaplega gaman að búa hérna. Það eru allskonar erfiðleikar, eins og að fá vatn og rafmagn, en rosalega lifandi og skemmtilegt umhverfi. Mikið að gerast. Börnin mín eru í skóla hérna og líður vel. Það er dásamlegt að búa hérna allajafna,“ segir Regína. Síerra Leóne Þróunarsamvinna Utanríkismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Útgöngubann í Síerra Leóne eftir árásir og frelsun fanga Útgöngubann er í gildi í Síerra Leóne eftir að vopnaðir menn ruddust inn í fangelsi í landinu og frelsuðu fanga. Samkvæmt yfirvöldum áttu árásirnar sér stað í gærmorgun, í fjölda stórra fangelsa. Fjórtán Íslendingar eru í Síerra Leóne samkvæmt tilkynningu utanríkisráðuneytisins. 27. nóvember 2023 07:00 Landlægt útgöngubann í Síerra Leóne Forseti Síerra Leóne lýsti í morgun yfir landlægu útgöngubanni eftir að þungvopnaðir menn ruddust inn í fangelsi í höfuðborginni Freetown og frelsuðu þar fanga. Skömmu áður höfðu vopnaðir menn ráðist á herstöð í borginni, sem er skammt frá forsetahöllinni, og reynt að brjótast inn, eða brotist inn, í vopnabúr herstöðvarinnar. 26. nóvember 2023 14:01 Regína ráðin til Aurora velgerðarsjóðs Regína Bjarnadóttir þróunarhagfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þróunarmála hjá Aurora velgerðarsjóði. 29. apríl 2015 10:01 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Regína Bjarnadóttir hefur búið síðustu átta árin í Freetown í Síerra Leóne með eiginmanni sínum og tveimur börnum. Hún segist á þeim tíma ekki hafa upplifað neitt eins og aðfaranótt sunnudags. „Forsetinn var með sjónvarpsávarp í gærkvöldi þar sem hann sagði að þeir hefðu náð að handtaka stóran hluta af þeim sem stóðu fyrir þessum uppþotum og þeir myndu halda áfram að leita að þeim sem eftir væru,“ segir Regína og að hann hafi beðið þjóðina að standa saman svo hægt væri að halda friðinn. Forsetinn, Julius Maada Bio, sagði seint í gær að upphafsmennirnir hefðu verði handteknir. Hann sagði uppþotin atlögu að lýðræðinu og að um væri að ræða öryggisbrest. Regína segir nóttina hafa verið rólega, ólíkt aðfaranótt sunnudags. „Maður hefur ekki heyrt af neinum uppþotum í nótt eða í morgun,“ segir Regína. Yfirvöld settu á útgöngubann um leið og ljóst var hvar væri í gangi. Því var aflétt snemma í morgun en tekur aftur gildi klukkan 21 í kvöld. „Það er engin lokadagsetning. Það er frá níu á kvöldin til sex á morgnana. En það má vera á ferðinni á daginn enda er stór hluti þjóðarinnar sem þarf að komast út til vinnu á hverjum morgni til að geta brauðfætt sig. Það er ekkert hægt að hafa allt hérna lokað.“ Hún segir að þrátt fyrir að útgöngubanninu hafi verið aflétt í morgun sé rólegt í kring og skólar sem dæmi lokaðir í dag. „Þetta hófst með því að það var ráðist á vopnabirgðir hersins og það er bara rétt ofar hérna í götunni hjá mér. Þannig við vöknuðum upp aðfaranótt sunnudags. Við héldum fyrst að það væri verið að sprengja flugelda en ég var fljót að átta mig á því að það gat ekki verið um miðja nótt. Þetta voru mikil læti í langan tíma,“ segir Regína og að þetta hafi verið afar óþægileg staða. Með Regínu á myndinni eru börnin hennar Emma Karen og Henry Benedikt. Aðsend Hún hafi strax sett sig í samband við vini og kunningja í næsta nágrenni. „Við vorum bara svona að styðja hvert annað og passa að hafa ljós slökkt og vera ekki nærri gluggum og annað slíkt. Við þurfum svo í raun bara að bíða þetta af okkur en það var bara erfitt því við vissum ekkert hvað var í gangi. Það tók tíma fyrir fyrstu fréttir að berast hvað væri raunverulega í gangi.“ Fram kom í tilkynningu utanríkisráðuneytisins í gær að ráðuneytið hafi verið í sambandi við fjórtán Íslendinga sem eru annað hvort staddir eða búsettir í Síerra Leóne. Þar á meðal er Regína, fjölskylda hennar og starfsmenn Auroru, utanríkisþjónustunnar, Barnaheilla og Sameinuðu þjóðanna. Spurð hvort hún meti aðstæður sem hættulegar í Freetown eins og stendur segir Regína að það hafi verið þannig fyrir sólarhring og þau séu enn að meta aðstæður í dag. „Við þurfum bara að sjá hvernig dagurinn spilast. Við erum heima og erum ekkert að fara út. Ekki í dag allavega. Við sjáum hvernig þetta þróast. Það virðist það versta afstaðið þannig það er allavega jákvætt.“ Regína á flug heim á miðvikudag með dóttur sinni til Íslands en fjölskyldan ætlaði að verja öllum desembermánuði hér heima. Hún segist vongóð um að komast heim með flugi vegna þess að það er hægt að fara upp á flugvöll á meðan útgöngubann er ekki í gildi á daginn. „Flugið er um kvöldið en við ættum að komast upp á flugvöll á miðvikudag og þetta ætti að ganga upp.“ Starfsfólki líði mörgum illa Regína segir að á meðan óvissa ríkir í Freetown hafi þau sett öll sín verkefni á bið en vonast til þess að pásan verði ekki of löng. Þetta hafi verið starfsfólki hennar erfitt sem margt hafi upplifað stríðið. Ekki sé langt frá því að því lauk og margir enn með áfallastreitu því tengt. „Að heyra skothvelli. Þetta vekur upp svo margar slæmar minningar og margt af því starfsfólki sem ég er með hefur liðið alveg afskaplega illa síðasta sólarhringinn,“ segir Regína. Útgöngubannið gildir um allt land. Víða er búið að setja upp slíka vegartálma.Vísir/EPA Aurora vinnur með ungu fólki í Freetown að sögn Regína. Heldur fyrir þau tölvunámskeið og styður við unga frumkvöðla. Auk þess vinna þau með handverksfólki sem vinni að því að framleiða vörur fyrir íslenska hönnuði. Stefnt sé að því að halda sýningu og selja vörurnar á Íslandi í desember. „Við erum að búa til útflutningsmarkað fyrir handverksfólk hér í Síerra Leóne,“ segir Regína og að það sé ein af ástæðunum fyrir því að hún ætli til Íslands í desember. Hún segist vonast til þess að mesta hættan sé yfirstaðin. „Vonandi fara skólar í gang og allt annað á morgun. Það verður að bíða og sjá. En það fer dálítið eftir samgöngum, hvort þær komast af stað aftur. Svo fólk komist til vinnu og annað.“ Þaulskipulagt en óvænt Regína segir uppþotin og átökin hafa komið mörgum í opna skjöldu. Það hafi verið kosningar í landinu í sumar. Í aðdraganda þeirra hafi fólk verið með varann á sér og skólum stundum lokað vegna hættu á uppþotum. En allt gengið vel síðan „Undanfarna tvo mánuði hefur verið einstaklega friðsælt og fínt. Það var enginn að búast við þessu og þetta kom mjög í bakið á fólki,“ segir Regína. Hún segir augljóst að þetta hafi verið mjög vel skipulagt þótt svo að ekkert hafi kvisast út. Þeir hafi komist bæði í vopnabirgðir hersins, sem séu vel varðar, og í fangelsið þar sem stórum hluta fanga var hleypt út. Hún á von á því að útgöngubanninu verði haldið til streitu á nóttunni þar til búið sé að handtaka alla sem tóku þátt og koma öllum föngum aftur í fangelsi. „Ég er búin að vera hérna í átta ár og hef aldrei neitt í neinu slíku áður. Yfirleitt er mjög friðsælt og afskaplega gaman að búa hérna. Það eru allskonar erfiðleikar, eins og að fá vatn og rafmagn, en rosalega lifandi og skemmtilegt umhverfi. Mikið að gerast. Börnin mín eru í skóla hérna og líður vel. Það er dásamlegt að búa hérna allajafna,“ segir Regína.
Síerra Leóne Þróunarsamvinna Utanríkismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Útgöngubann í Síerra Leóne eftir árásir og frelsun fanga Útgöngubann er í gildi í Síerra Leóne eftir að vopnaðir menn ruddust inn í fangelsi í landinu og frelsuðu fanga. Samkvæmt yfirvöldum áttu árásirnar sér stað í gærmorgun, í fjölda stórra fangelsa. Fjórtán Íslendingar eru í Síerra Leóne samkvæmt tilkynningu utanríkisráðuneytisins. 27. nóvember 2023 07:00 Landlægt útgöngubann í Síerra Leóne Forseti Síerra Leóne lýsti í morgun yfir landlægu útgöngubanni eftir að þungvopnaðir menn ruddust inn í fangelsi í höfuðborginni Freetown og frelsuðu þar fanga. Skömmu áður höfðu vopnaðir menn ráðist á herstöð í borginni, sem er skammt frá forsetahöllinni, og reynt að brjótast inn, eða brotist inn, í vopnabúr herstöðvarinnar. 26. nóvember 2023 14:01 Regína ráðin til Aurora velgerðarsjóðs Regína Bjarnadóttir þróunarhagfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þróunarmála hjá Aurora velgerðarsjóði. 29. apríl 2015 10:01 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Útgöngubann í Síerra Leóne eftir árásir og frelsun fanga Útgöngubann er í gildi í Síerra Leóne eftir að vopnaðir menn ruddust inn í fangelsi í landinu og frelsuðu fanga. Samkvæmt yfirvöldum áttu árásirnar sér stað í gærmorgun, í fjölda stórra fangelsa. Fjórtán Íslendingar eru í Síerra Leóne samkvæmt tilkynningu utanríkisráðuneytisins. 27. nóvember 2023 07:00
Landlægt útgöngubann í Síerra Leóne Forseti Síerra Leóne lýsti í morgun yfir landlægu útgöngubanni eftir að þungvopnaðir menn ruddust inn í fangelsi í höfuðborginni Freetown og frelsuðu þar fanga. Skömmu áður höfðu vopnaðir menn ráðist á herstöð í borginni, sem er skammt frá forsetahöllinni, og reynt að brjótast inn, eða brotist inn, í vopnabúr herstöðvarinnar. 26. nóvember 2023 14:01
Regína ráðin til Aurora velgerðarsjóðs Regína Bjarnadóttir þróunarhagfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þróunarmála hjá Aurora velgerðarsjóði. 29. apríl 2015 10:01