Missti ríkisborgararéttinn á sjötugsaldri Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2023 16:35 Starfsmenn utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sviptu 62 ára lækni sem hefur búið, starfað og kosið í Bandaríkjunum mest alla sína ævi ríkisborgararétti. Var það gert vegna mistaka sem gerð voru þegar hann fæddist. Getty/Celal Gunes Maður á sjötugsaldri, sem fæddist í Bandaríkjunum, stundaði nám þar og hefur starfað þar sem læknir í rúm þrjátíu ár, er nú ríkisfangslaus. Þegar hann reyndi nýverið að endurnýja vegabréf sitt fékk hann bréf um að mistök hefðu verið gerð við fæðingu hans og hann hefði aldrei átt að fá bandarískan ríkisborgararétt. Hinn 62 árs gamli Siavash Sobhani hefur um árabil starfað sem læknir í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Í samtali við blaðamann Washington Post segist Sobhani hafa sent inn umsókn um nýtt vegabréf í febrúar. Í gegnum árin hafði hann þó nokkru sinnum endurnýjað vegabréf sitt án vandræða en svo fór ekki að þessu sinni. Sobhani fékk bréf frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna þar sem honum var tjáð að mistök hafi verið gerð þegar hann fæddist og að hann hefði aldrei átt að fá bandarískt ríkisfang. Faðir hans starfaði sem erindreki við embætti Íran í Bandaríkjunum en reglur Bandaríkjanna skilja börn erindreka undan þeirri reglu að börn þeirra fái ríkisborgararétt, fæðist þau í Bandaríkjunum. Honum var tilkynnt að hann væri ekki lengur bandarískur ríkisborgari og beint að vefsvæði þar sem gat sótt um löglegt dvalarleyfi. Sobhani segir þetta mikið áfall. Hann hafi búið í Bandaríkjunum alla sína ævi, borgað skatt, kosið forseta og þjónað samfélagi sínu. „Þegar þér er sagt, eftir 61 ár að það hafi verið gerð mistök og þú sért ekki lengur ríkisborgar, er það gífurlegt áfall,“ segir Sobhani. Mörgum spurningum ósvarað Hann segir margt í lausu lofti og skortir svör við mörgum spurningum. Þeirra á meðal er hvort hann megi enn starfa sem læknir, hvað verði um lífeyri sem hann hafi aflað sér í gegnum árin og hvort hann geti farið í brúðkaup sonar síns, sem haldið verður erlendis á næsta ári. Sobhani segist ekki hafa vitað hvort hann ætti að vekja athygli á sér og eiga á hættu að reita embættismenn sem hafa líf hans í höndum sér til reiði. Hann viti þó að stjórnsýslan geti verið hægfara og óttist að búa við óvissu um árabil. Hann hefur sent þingmönnum bréf og beðið þá um aðstoð og varið meira en fjörutíu þúsund dölum (um 5,5 milljónum króna) í lögfræðikostnað og sé engu nær um að hvenær þessi flækja sem hann situr fastur í gæti verið leyst. Perspective: A doctor tried to renew his passport. Now he s no longer a citizen. https://t.co/I7utq5q3Z3— The Washington Post (@washingtonpost) November 26, 2023 Læknirinn getur ekki leitað svara hjá foreldrum sínum um aðstæður við fæðingu hans, þar sem faðir hans er látinn og móðir hans með elliglöp. Hann hefur þó komist að því að eldri bróðir hans fæddist í Kansas, þegar faðir þeirra var í hernámi þar. Bróðir hans var þó með fæðingargalla og til að lengja dvöl sína í Bandaríkjunum og tryggja að bróðirinn kæmist í læknismeðferð, sótti faðir Sobhani um tímabundna vinnu hjá sendiráði Írans í Bandaríkjunum og vann þar í október og nóvember 1961. Stjórnendur Írans voru þá bandamenn Bandaríkjanna en Sobhani fæddist í nóvember á Walter Reed-hersjúkrahúsinu. Seinna fluttu þau til Tyrklands en Sobhani sneri aftur til að sækja skóla og verða læknir og hefur hann verið í Bandaríkjunum síðan. Hann segist ekki geta farið til Íran þar sem hann hafi gagnrýnt yfirvöld þar. Staða hans ítrekað staðfest í gegnum árin Sobhani missti ekki ríkisborgararétt sinn vegna einhvers sem hann gerði, heldur vegna mistaka sem hann kom ekki að. Í bréfinu sem hann fékk segir að þar sem foreldrar hans hafi notið pólitískrar friðhelgi, hafi það sama gilt um hann. „Þess vegna fékkst þú ekki ríkisborgararétt við fæðingu,“ segir í bréfinu samkvæmt Washington Post. „En ég fékk hann. Þeir gáfu mér hann,“ segir Sobhani. Bent er á í grein WP að stjórnsýslan í Bandaríkjunum hafi ítrekað í gegnum árin staðfest að hann væri ríkisborgari. Meðal annars í hvert sinn sem hann fékk nýtt vegabréf. Bandaríkin Íran Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Hinn 62 árs gamli Siavash Sobhani hefur um árabil starfað sem læknir í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Í samtali við blaðamann Washington Post segist Sobhani hafa sent inn umsókn um nýtt vegabréf í febrúar. Í gegnum árin hafði hann þó nokkru sinnum endurnýjað vegabréf sitt án vandræða en svo fór ekki að þessu sinni. Sobhani fékk bréf frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna þar sem honum var tjáð að mistök hafi verið gerð þegar hann fæddist og að hann hefði aldrei átt að fá bandarískt ríkisfang. Faðir hans starfaði sem erindreki við embætti Íran í Bandaríkjunum en reglur Bandaríkjanna skilja börn erindreka undan þeirri reglu að börn þeirra fái ríkisborgararétt, fæðist þau í Bandaríkjunum. Honum var tilkynnt að hann væri ekki lengur bandarískur ríkisborgari og beint að vefsvæði þar sem gat sótt um löglegt dvalarleyfi. Sobhani segir þetta mikið áfall. Hann hafi búið í Bandaríkjunum alla sína ævi, borgað skatt, kosið forseta og þjónað samfélagi sínu. „Þegar þér er sagt, eftir 61 ár að það hafi verið gerð mistök og þú sért ekki lengur ríkisborgar, er það gífurlegt áfall,“ segir Sobhani. Mörgum spurningum ósvarað Hann segir margt í lausu lofti og skortir svör við mörgum spurningum. Þeirra á meðal er hvort hann megi enn starfa sem læknir, hvað verði um lífeyri sem hann hafi aflað sér í gegnum árin og hvort hann geti farið í brúðkaup sonar síns, sem haldið verður erlendis á næsta ári. Sobhani segist ekki hafa vitað hvort hann ætti að vekja athygli á sér og eiga á hættu að reita embættismenn sem hafa líf hans í höndum sér til reiði. Hann viti þó að stjórnsýslan geti verið hægfara og óttist að búa við óvissu um árabil. Hann hefur sent þingmönnum bréf og beðið þá um aðstoð og varið meira en fjörutíu þúsund dölum (um 5,5 milljónum króna) í lögfræðikostnað og sé engu nær um að hvenær þessi flækja sem hann situr fastur í gæti verið leyst. Perspective: A doctor tried to renew his passport. Now he s no longer a citizen. https://t.co/I7utq5q3Z3— The Washington Post (@washingtonpost) November 26, 2023 Læknirinn getur ekki leitað svara hjá foreldrum sínum um aðstæður við fæðingu hans, þar sem faðir hans er látinn og móðir hans með elliglöp. Hann hefur þó komist að því að eldri bróðir hans fæddist í Kansas, þegar faðir þeirra var í hernámi þar. Bróðir hans var þó með fæðingargalla og til að lengja dvöl sína í Bandaríkjunum og tryggja að bróðirinn kæmist í læknismeðferð, sótti faðir Sobhani um tímabundna vinnu hjá sendiráði Írans í Bandaríkjunum og vann þar í október og nóvember 1961. Stjórnendur Írans voru þá bandamenn Bandaríkjanna en Sobhani fæddist í nóvember á Walter Reed-hersjúkrahúsinu. Seinna fluttu þau til Tyrklands en Sobhani sneri aftur til að sækja skóla og verða læknir og hefur hann verið í Bandaríkjunum síðan. Hann segist ekki geta farið til Íran þar sem hann hafi gagnrýnt yfirvöld þar. Staða hans ítrekað staðfest í gegnum árin Sobhani missti ekki ríkisborgararétt sinn vegna einhvers sem hann gerði, heldur vegna mistaka sem hann kom ekki að. Í bréfinu sem hann fékk segir að þar sem foreldrar hans hafi notið pólitískrar friðhelgi, hafi það sama gilt um hann. „Þess vegna fékkst þú ekki ríkisborgararétt við fæðingu,“ segir í bréfinu samkvæmt Washington Post. „En ég fékk hann. Þeir gáfu mér hann,“ segir Sobhani. Bent er á í grein WP að stjórnsýslan í Bandaríkjunum hafi ítrekað í gegnum árin staðfest að hann væri ríkisborgari. Meðal annars í hvert sinn sem hann fékk nýtt vegabréf.
Bandaríkin Íran Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira