Fagnaðarlæti á Vesturbakkanum Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2023 09:55 Frá Vesturbakkanum í gærkvöldi. AP/Majdi Mohammed Mikil fagnaðarlæti brutust út á Vesturbakkanum í gærkvöldi þegar 39 konum og börnum var sleppt úr ísraelskum fangelsum. Það var gert í skiptum fyrir þrettán konur og börn sem vígamenn Hamas og Íslamsks jíhads héldu í gíslingu á Gasaströndinni. Ríkisstjórn Ísrael hafði skipað lögreglu að halda aftur af fagnaðarlátunum og beittu lögregluþjónar minnst einu sini táragasi gegn þvögunni. Fólkinu var sleppt fyrir utan Jerúsalem en mörg þeirra höfðu setið í fangelsi fyrir litlar sakir, eða jafnvel engar. Blaðamaður AP fréttaveitunnar reyndi að ræða við hinn sautján ára gamla Jamal Brahma en hann var orðlaus. Hann hafði verið í haldi í sjö mánuði eftir að hafa verið handtekinn í Jericho á Vesturbakkanum í vor. Hann hefur þó hvorki verið ákærður né gengist réttarhöld. Fólkinu var sleppt á sama tíma og 24 gíslum var sleppt frá Gasaströndinni. Til stendur að halda frekari skipti seinnipartinn í dag. Sjá einnig: Búið að sleppa tuttugu og fjórum gíslum Eins og fram kemur í frétt Al Jazeera hafa Ísraelar samþykkt að sleppa 150 konum og börnum úr fangelsum sínum í skiptum fyrir að Hamas-liðar sleppi fimmtíu konum og börnum sem þeir handsömuðu þann 7. október. Yfirvöld í Ísrael hafa þó birt lista yfir þrjú hundruð palestínska fanga sem verið er að íhuga að sleppa úr haldi. Mögulegt þykir að með þessu vilji Ísraelar lýsa yfir vilja til frekari fangaskipta, þar sem vopnahléssamkomulagið felur í sér að hægt yrði að halda því áfram efir fjóra daga, í skiptum fyrir það að Hamas sleppi tíu manns á dag. Þúsundir í haldi og margir án ákæru Af þessum þrjú hundruð eru 33 konur. Aðrir eru drengir, milli sextán og átján ára gamlir, en þar eru einnig allt að fjórtán ára ungir drengir. Flest börnin voru handtekinn á árunum 2021 til þessa árs. Al Jazeera segir marga á listanum hafa verið dæmda og fangelsaða fyrir að búa til eggvopn, ógna öryggi, fara inn í Ísrael án leyfis, kasta grjóti, styðja hryðjuverk eða fyrir að tengjast óvinveittum samtökum. Miðillinn segir að fyrir 7. október hafi um 5.200 Palestínumenn verið í haldi Ísraela en síðan þá hafi um þrjú þúsund verið handteknir til viðbótar. AP hefur eftir hjálparsamtökum að um 2.200 Palestínumenn séu í haldi án ákæru. Talið er að rúmlega 750 þúsund Palestínumenn hafi farið í gegnum fangelsiskerfi Ísrael frá 1967. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Vopnahlé tekur gildi og fyrstu gíslunum sleppt klukkan tvö Fjögurra daga hlé á átökunum á Gasa hófst klukkan fimm í morgun og síðar í dag, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, verður þrettán ísraelskum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna sleppt. 24. nóvember 2023 06:51 Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23. nóvember 2023 06:57 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Ríkisstjórn Ísrael hafði skipað lögreglu að halda aftur af fagnaðarlátunum og beittu lögregluþjónar minnst einu sini táragasi gegn þvögunni. Fólkinu var sleppt fyrir utan Jerúsalem en mörg þeirra höfðu setið í fangelsi fyrir litlar sakir, eða jafnvel engar. Blaðamaður AP fréttaveitunnar reyndi að ræða við hinn sautján ára gamla Jamal Brahma en hann var orðlaus. Hann hafði verið í haldi í sjö mánuði eftir að hafa verið handtekinn í Jericho á Vesturbakkanum í vor. Hann hefur þó hvorki verið ákærður né gengist réttarhöld. Fólkinu var sleppt á sama tíma og 24 gíslum var sleppt frá Gasaströndinni. Til stendur að halda frekari skipti seinnipartinn í dag. Sjá einnig: Búið að sleppa tuttugu og fjórum gíslum Eins og fram kemur í frétt Al Jazeera hafa Ísraelar samþykkt að sleppa 150 konum og börnum úr fangelsum sínum í skiptum fyrir að Hamas-liðar sleppi fimmtíu konum og börnum sem þeir handsömuðu þann 7. október. Yfirvöld í Ísrael hafa þó birt lista yfir þrjú hundruð palestínska fanga sem verið er að íhuga að sleppa úr haldi. Mögulegt þykir að með þessu vilji Ísraelar lýsa yfir vilja til frekari fangaskipta, þar sem vopnahléssamkomulagið felur í sér að hægt yrði að halda því áfram efir fjóra daga, í skiptum fyrir það að Hamas sleppi tíu manns á dag. Þúsundir í haldi og margir án ákæru Af þessum þrjú hundruð eru 33 konur. Aðrir eru drengir, milli sextán og átján ára gamlir, en þar eru einnig allt að fjórtán ára ungir drengir. Flest börnin voru handtekinn á árunum 2021 til þessa árs. Al Jazeera segir marga á listanum hafa verið dæmda og fangelsaða fyrir að búa til eggvopn, ógna öryggi, fara inn í Ísrael án leyfis, kasta grjóti, styðja hryðjuverk eða fyrir að tengjast óvinveittum samtökum. Miðillinn segir að fyrir 7. október hafi um 5.200 Palestínumenn verið í haldi Ísraela en síðan þá hafi um þrjú þúsund verið handteknir til viðbótar. AP hefur eftir hjálparsamtökum að um 2.200 Palestínumenn séu í haldi án ákæru. Talið er að rúmlega 750 þúsund Palestínumenn hafi farið í gegnum fangelsiskerfi Ísrael frá 1967.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Vopnahlé tekur gildi og fyrstu gíslunum sleppt klukkan tvö Fjögurra daga hlé á átökunum á Gasa hófst klukkan fimm í morgun og síðar í dag, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, verður þrettán ísraelskum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna sleppt. 24. nóvember 2023 06:51 Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23. nóvember 2023 06:57 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Vopnahlé tekur gildi og fyrstu gíslunum sleppt klukkan tvö Fjögurra daga hlé á átökunum á Gasa hófst klukkan fimm í morgun og síðar í dag, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, verður þrettán ísraelskum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna sleppt. 24. nóvember 2023 06:51
Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23. nóvember 2023 06:57