Þvingaðar ófrjósemisaðgerðir íslenskra kvenna í brennidepli NY Times Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. nóvember 2023 20:55 Í umfjöllun NY Times er fjallað meðal annars um nefnd á vegum heilbrigðisráðuneytisins sem samþykkti beiðnir um ófrjósemisaðgerðir frá foreldrum. Fyrrverandi félagsráðgjafi á spítalanum segist skammast sín fyrir að hafa vísað málum til nefndarinnar. vísir/vilhelm Þrátt fyrir að þvingaðar ófrjósemisaðgerðir á fötluðu fólki teljist til mannréttindabrota, eru enn dæmi um þær í Evrópu og á Íslandi. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun bandaríska fréttamiðilsins New York Times, þar sem Ísland og sögur fatlaðra íslenskra kvenna eru í brennidepli. Þvingaðar ófrjósemisaðgerðir á fötluðu fólki eru bannaðar samkvæmt hinum ýmsu alþjóðasáttmálum. Meðal annars Istanbúl-sáttmálanum sem 38 Evrópuríki, þar á meðal Ísland, eru aðili að. Samkvæmt rannsókn NY Times hafa ýmis ríki gert undantekningar á banninu, oftast í tilfelli fólks sem er ekki talið geta veitt samþykki fyrir ófrjósemisaðgerðinni, sökum fötlunar. Niðurstaðan er sú að aðgerðirnar fara enn fram, aðallega á konum með þroskahamlanir, jafnvel þegar læknisfræðileg nauðsyn er ekki til staðar. Rætt er við Eirík Smith, réttindagæslumann fatlaðs fólks hjá velferðarráðuneytinu, sem varð þess var á síðasta ári að framkvæma ætti slíka aðgerð á fatlaðri konu við reglubundna heimsókn á sambýli í Reykjavík. Barneign yrði of erfið Fram kemur að 28 ára konan geti ekki talað eða skilið flóknar upplýsingar. „Þegar blæðingar valda henni krömpum og óþægindum stynur hún og engist um og skilur ekki hvað er að gerast,“ segir í greininni. „Veit hún yfir höfuð hvort hún vilji eignast börn síðar?“ spurði Eiríkur starfsmann sem hafi orðið steinhissa. „Hún hló upp í opið geðið á mér,“ er haft eftir Eiríki sem ræðir einnig sína sögu. Á hann systur með Downsheilkenni, Kristínu, sem gekkst undir sambærilega aðgerð að frumkvæði móður sinnar. Haft er eftir Kristínu: „Ég sagði við mömmu: „Hvað ef mig langar að eignast börn síðar meir?“ En hún sagði nei. Það yrði of erfitt.“ Skammast sín fyrir aðkomu sína Auk sögu Kristínar er rætt við móður konu með mikla þroskahömlun, Hermínu Hreiðarsdóttur, sem gaf leyfi fyrir hönd hennar til framkvæma slíka ófrjósemisaðgerð. „Ég veit að þetta er tabú, en við gerðum þetta ekki til að gera hana ófrjóa,“ er haft eftir Hermínu. „Við vildum að henni liði betur.“ Þá er rætt við fyrrverandi félagsráðgjafa á Landspítalanum sem vísaði málum til nefndar um ófrjósemisaðgerðir. Fram kemur að nefndin hafi á árunum 2013-2017 samþykkt sex ófrjósemisaðgerðir. „Það er þetta sem er svo hræðilegt: Ég hitti aldrei börnin sem átti að gera ófrjó. Aldrei,“ sagði Anna Sigrún, fyrrverandi félagsráðgjafi á spítalanum, sem sagðist skammast sín fyrir að hafa vísað málum til nefndarinnar. Nánar er fjallað um málið á vef New York Times. Heilbrigðismál Landspítalinn Málefni fatlaðs fólks Frjósemi Downs-heilkenni Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira
Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun bandaríska fréttamiðilsins New York Times, þar sem Ísland og sögur fatlaðra íslenskra kvenna eru í brennidepli. Þvingaðar ófrjósemisaðgerðir á fötluðu fólki eru bannaðar samkvæmt hinum ýmsu alþjóðasáttmálum. Meðal annars Istanbúl-sáttmálanum sem 38 Evrópuríki, þar á meðal Ísland, eru aðili að. Samkvæmt rannsókn NY Times hafa ýmis ríki gert undantekningar á banninu, oftast í tilfelli fólks sem er ekki talið geta veitt samþykki fyrir ófrjósemisaðgerðinni, sökum fötlunar. Niðurstaðan er sú að aðgerðirnar fara enn fram, aðallega á konum með þroskahamlanir, jafnvel þegar læknisfræðileg nauðsyn er ekki til staðar. Rætt er við Eirík Smith, réttindagæslumann fatlaðs fólks hjá velferðarráðuneytinu, sem varð þess var á síðasta ári að framkvæma ætti slíka aðgerð á fatlaðri konu við reglubundna heimsókn á sambýli í Reykjavík. Barneign yrði of erfið Fram kemur að 28 ára konan geti ekki talað eða skilið flóknar upplýsingar. „Þegar blæðingar valda henni krömpum og óþægindum stynur hún og engist um og skilur ekki hvað er að gerast,“ segir í greininni. „Veit hún yfir höfuð hvort hún vilji eignast börn síðar?“ spurði Eiríkur starfsmann sem hafi orðið steinhissa. „Hún hló upp í opið geðið á mér,“ er haft eftir Eiríki sem ræðir einnig sína sögu. Á hann systur með Downsheilkenni, Kristínu, sem gekkst undir sambærilega aðgerð að frumkvæði móður sinnar. Haft er eftir Kristínu: „Ég sagði við mömmu: „Hvað ef mig langar að eignast börn síðar meir?“ En hún sagði nei. Það yrði of erfitt.“ Skammast sín fyrir aðkomu sína Auk sögu Kristínar er rætt við móður konu með mikla þroskahömlun, Hermínu Hreiðarsdóttur, sem gaf leyfi fyrir hönd hennar til framkvæma slíka ófrjósemisaðgerð. „Ég veit að þetta er tabú, en við gerðum þetta ekki til að gera hana ófrjóa,“ er haft eftir Hermínu. „Við vildum að henni liði betur.“ Þá er rætt við fyrrverandi félagsráðgjafa á Landspítalanum sem vísaði málum til nefndar um ófrjósemisaðgerðir. Fram kemur að nefndin hafi á árunum 2013-2017 samþykkt sex ófrjósemisaðgerðir. „Það er þetta sem er svo hræðilegt: Ég hitti aldrei börnin sem átti að gera ófrjó. Aldrei,“ sagði Anna Sigrún, fyrrverandi félagsráðgjafi á spítalanum, sem sagðist skammast sín fyrir að hafa vísað málum til nefndarinnar. Nánar er fjallað um málið á vef New York Times.
Heilbrigðismál Landspítalinn Málefni fatlaðs fólks Frjósemi Downs-heilkenni Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira