Eiginkonurnar orðnar umsvifamiklir fjárfestar á Spáni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. nóvember 2023 12:13 Magnús Guðmundsson og Hreiðar Már Sigurðsson voru í aðalhlutverki hjá Kaupþingi sem féll haustið 2008. Eiginkonur fyrrverandi stjórnenda hins fallna Kaupþings banka eru umsvifamiklir fjárfestar í fasteignaverkefnum, meðal annars á Spáni. Peningar sem geymdir eru í aflandsfélögum á Tortóla og Kýpur eru notaðir til að byggja lúxusíbúðir. Þetta kemur fram í forsíðufrétt Heimildarinnar sem kemur út í dag. Þar segir að hundruð milljóna króna hagnaður hafi orðið til í þessum aflandsfélögum. Konurnar eru Anna Lísa Sigurjónsdóttir, eiginkona Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi bankastjóra Kaupþings; Lovísa María Gunnarsdóttir, eiginkona Magnúsar Guðmundssonar sem var bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg; og Þórhildur Einarsdóttir, eiginkona Steingríms Páls Kárasonar, fyrrverandi forstöðumanns áhættustýringar Kaupþings. Heiðar Már og Magnús fengu þunga fangelsisdóma í kjölfar hrunsins og Steingrímur Páll var dæmdur til að endurgreiða himinhá lán frá Kaupþingi á árunum fyrir hrun. Lán hans árið 2008 námu 2,3 milljörðum króna. Heimildin vísar til gagna sem láku frá kýpverskri fyrirtækjaþjónustu sem sérhæfir sig í að fara með daglegan rekstur skúffufyrirtækja fyrir erlenda aðila. Gögnunum var lekið til alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna. Í frétt Heimildarinnar sýna gögnin hvernig hópur fólks, sem tengist í gegnum hinn fallna banka Kaupþing, hefur getað fjárfest fyrir háar upphæðir víða um heim með því að geyma auð sinn á erlendum reikningum á eyjum á borð við Tortóla og Kýpur. Um félögin hafi streymt hundruð milljóna króna sem hagnaður eða lán. Hreiðar Már hefur eftir hrun og fangelsisvist haslað sér völl í ferðamannabransanum á Íslandi. Þar er hann orðinn umsvifamikill í hótelrekstri á Snæfellsnesi. Nánar má lesa um fjárfestingaklúbb Kaupþingskvenna í Heimildinni. Kýpur Spánn Hrunið Íslenskir bankar Íslendingar erlendis Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Þetta kemur fram í forsíðufrétt Heimildarinnar sem kemur út í dag. Þar segir að hundruð milljóna króna hagnaður hafi orðið til í þessum aflandsfélögum. Konurnar eru Anna Lísa Sigurjónsdóttir, eiginkona Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi bankastjóra Kaupþings; Lovísa María Gunnarsdóttir, eiginkona Magnúsar Guðmundssonar sem var bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg; og Þórhildur Einarsdóttir, eiginkona Steingríms Páls Kárasonar, fyrrverandi forstöðumanns áhættustýringar Kaupþings. Heiðar Már og Magnús fengu þunga fangelsisdóma í kjölfar hrunsins og Steingrímur Páll var dæmdur til að endurgreiða himinhá lán frá Kaupþingi á árunum fyrir hrun. Lán hans árið 2008 námu 2,3 milljörðum króna. Heimildin vísar til gagna sem láku frá kýpverskri fyrirtækjaþjónustu sem sérhæfir sig í að fara með daglegan rekstur skúffufyrirtækja fyrir erlenda aðila. Gögnunum var lekið til alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna. Í frétt Heimildarinnar sýna gögnin hvernig hópur fólks, sem tengist í gegnum hinn fallna banka Kaupþing, hefur getað fjárfest fyrir háar upphæðir víða um heim með því að geyma auð sinn á erlendum reikningum á eyjum á borð við Tortóla og Kýpur. Um félögin hafi streymt hundruð milljóna króna sem hagnaður eða lán. Hreiðar Már hefur eftir hrun og fangelsisvist haslað sér völl í ferðamannabransanum á Íslandi. Þar er hann orðinn umsvifamikill í hótelrekstri á Snæfellsnesi. Nánar má lesa um fjárfestingaklúbb Kaupþingskvenna í Heimildinni.
Kýpur Spánn Hrunið Íslenskir bankar Íslendingar erlendis Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira