Lýsir heilskimuninni sem algjöru peningaplokki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2023 16:13 Tómas lýsir þjónustu á borð við þá sem Kim Kardashian hefur mælt með við á fjórða hundrað milljón fylgjendur sem peningaplokki. Hann er meðal íslenskra lækna sem vara við heilskimun fyrir 300 þúsund krónur. Tómas Guðbjartsson hjartalæknir segir heilskimun einkafyrirtækisins Intuens eitthvað mesta peningaplokk sem kynnt hafi verið til leiks í einkarekinni íslenskri heilbrigðisþjónustu. Tómas er langt í frá fyrsti læknirinn hér á landi sem hefur varað við þjónustu Intuens sem er ný af nálinni hér á landi. Sambærileg þjónusta hefur vakið athygli í Bandaríkjunum undanfarin ár þar sem áhrifavaldar á borð við Kim Kardashian hafa dásamað þjónustuna. „Í fyrsta lagi er ekki hægt að kalla þetta skimun, enda ekki verið að leita markvisst að vel skilgreindum sjúkdómum, heldur minnir óskilvirk aðferðafræðin meira á að skjóta flugu með fallbyssu - og hitta samt ekki,“ segir Tómas í færslu á Facebook. „Í öðru lagi hefur fyrirtækið ekki haft neitt samráð um það hvert þeir sjúklingar eiga að leita sem greinast með breytingar sem ekki eru neitt (fals-jákvæðar), en þurfa skiljanlega svör við til að sefa óróleika og kvíða - sem er tilbúinn af fyrirtækinu.“ Íslenskir áhrifavaldar auglýsa þjónustuna Heilskimun hjá Intuens kostar 300 þúsund krónur og hefur fyrirtækið, líkt og Prenuvo vestan hafs sem veitir sambærilega þjónustu, nýtt sér íslenska áhrifavalda til að kynna þjónustuna. Intuenshealth deildi færslu Gerðar þar sem hún fór fögrum orðum um heilskimunina hjá fyrirtækinu. Nú síðast deildi Gerður Arinbjarnardóttir í Blush, markaðsmanneskja ársins í fyrra, því með almenningi hvernig skönnunin hefði farið fram. Í hennar tilfelli fannst ekkert alvarlegt. Ekki kemur fram í færslu Gerðar hvort hún hafi sjálf greitt 300 þúsund krónur fyrir skoðunina. Prenuvo vestan hafs segist ekki greiða áhrifavöldum fyrir heilskimun en bjóði þeim í fría skönnun og setji í þeirra hendur hvort þeir vilji deila upplifun sinni með fylgjendum sínum. Tómas hjartalæknir tekur dæmi um annars konar skimanir þar sem skimun er markvisst beitt. „Algjört rip-off“ „Skimun við leghálskrabbameini með sýnatöku, leit að brjóstakrabbameini með brjóstamyndtöku eða speglun við ristilkrabbameini er allt annar handleggur, og gerður á fyrirfram skilgreindum áhættuhópum þar sem aldur og ættarsaga skiptir hvað mestu máli.“ Þá er Tómas hneykslaður á verðinu. „Loks er þetta algjört rip-off-að borga 300 þús krónur fyrir falskt öryggi - og í mörgum tilvikum aukinn kvíða,og sorglegt dæmi þar sem verið er að nýta sér vanlíðan fólks sem á undir högg að sækja vegna veikinda.“ Hann sé sjálfur að drukkna eftir símtöl frá fólki síðustu tvær vikur. Spurningar brenni á fólki, svo sem hvort fólk megi fara í þessa rannsókn vegna fyrri aðgerðar á hjarta eða lunga. Þá hafi aðrir greinst með vægar ósértækar breytingar - sem oftar en ekki séu reykur án elds. Vinsælt hjá áhrifavöldum vestan hafs New York Times fjallaði um heilskimun bandaríska fyrirtækisins Prenuvo í september. Fyrirtækið býður meðal annars upp á samskonar klukkustundarlanga heilskimun. Stórstjörnur og áhrifavaldar hafi deilt reynslu sinni á samfélagsmiðlum og þar beri hæst Kim Kardashian með sína 364 milljónir fylgjenda. View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian) Í færslu sinni sagði hún að Prenuvo „hefur í raun og veru bjargað lífi sumra vina minna“. Þá sagði sjónvarpskonan Maria Menounos í maí að heilskimunin hefði beint sjónum sínum að vísbendingum um annars stigs krabbamein í brisi. Prenuvo hafnaði því í samtali við New York Times að greiða nokkrum fyrir að fara í heilskimun. Fyrirtækið bjóði þó stjörnum og áhrifavöldum í skimun í skiptum fyrir heiðarlega umfjöllun ef þeim sýnist svo. Efasemdir lækna vestan hafs Íslenska læknastéttin geldur varhug við starfseminni og eru áhyggjur þeirra svipaðar og kollega vestan hafs. „Líkamar okkar eru ólíkir. Það er sjaldgæft að útlit á myndrannsókn af öllum líkamanum sé algjörlega án þess að nokkuð sé frábrugðið. Því má ætla, ef margir nýta sér heilskimun, að þær leiði til allnokkurs aukins álags á heilbrigðiskerfið. Líklegt er að í kjölfarið aukist þörf á aðkomu heimilislækna, röntgenlækna, innkirtlalækna, krabbameinslækna og háls-, nef- og eyrnalækna svo eitthvað sé nefnt. Það er varhugavert að bæta með þessum hætti nýjum verkefnum inn í heilbrigðiskerfið án þess að fyrirfram hafi farið fram yfirvegað mat á því að verkefnið gagnist til að bæta heilsufar,“ sagði í skoðunargrein sex lækna í lykilstöðum í heilbrigðiskerfinu á Vísi á mánudag. Rebecca Smith-Bindman, stjórnandi rannsóknarseturs í geislafræði við University of California, segir í samtali við New York Times fullkomlega skiljanlegt að af hverju fólk vilji komast að því hvort það sé með krabbamein. Hægt sé að bregðast við flestu krabbameini greinist það snemma. En það eru fleiri leiðir til greininga, til dæmis þau úrræði sem læknirinn þinn vísar þér í og sjúkratryggingar greiði allajafna fyrir. Þá nefnir Smith-Bindman og fleiri sérfræðingar að slík heilskimun geti gert ógagn. Geislafræðiháskóli Bandaríkjanna sagði í yfirlýsingu í apríl að ekki væru komin fram nógu góð sönnunargögn til að mæla með heilskimun fyrir fólk þar sem engar vísbendingar væru um undirliggjandi sjúkdóma eða skaða. Larry Norton brjóstakrabbameinslæknir og yfirlæknir hjá Eveyn H. Lauder brjóstakrabbameinsmistöðinni í Memorial Sloan Kettering krabbameinsmiðstöðinni sagði engar vísbendingar styðja að heilbrigt fólk ætti að gangast undir heilskimun, ekki einu sinni hjá fólki úr fjölskyldum þar sem fólk hefði greinst með krabbamein. Fyrrnefnd Smith-Bindman, sem kemur úr fjölskyldu þar sem dæmi eru um krabbamein, sagðist ekki velta fyrir sér að gangast undir heilskimun. Góðkynja breytingar finnist Þá hafa læknar hérlendis bent á að algengt sé að góðkynja breytingar, „incidentaloma“, finnist gjarnan í segulómun. Oft sé um að ræða breytingar sem viðkomandi hefði annars aldrei fundið fyrir né vitað af en þegar þær finnist kalli þær á frekari inngrip og jafnvel meðferð. Þá segja þeir rannsóknina geta veitt falskt öryggi, þar sem fólk hunsi mögulega einkenni þegar það er nýbúið að gangast undir svokallaða heilskimun. Steinunn Erla Thorlacius, geislafræðingur og framkvæmdastjóri Intuens, vildi ekki svara spurningum fréttastofu þegar eftir því var leitað í morgun. Fyrirtækið hefur svarað gagnrýni á Facebook-síðu sinni. Þar segir að fyrirtækið eigi í samningaviðræðum við ónefnda heilsugæslu um að taka að sér þau tilfelli þar sem vísa þarf fólki áfram. Intuens vilji stuðla að fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu, frekar en að bíða eftir að fólk verði veikt. Forvarnagildi heilskimunar sé verulegt, samkvæmt reynslu sambærilegra fyrirtækja erlendis, til að mynda í Bandaríkjunum, Svíþjóð og Danmörku. Steinunn kynnti starfsemi Intuens í Bítinu á Bylgjunni á mánudag. „Við skiljum áhyggjur heimilislækna, sem nú þegar eru undir gríðarlegu álagi, um að þetta auki enn frekar álagið á þeim. Einstaklingur, sem áður taldist heilbrigður, er nú með eitthvað sem skoða þarf betur - og á Íslandi eiga allir rétt á að fá lækningu, sem betur fer,“ segir á Facebook-síðu Intuens. „Undanfarið höfum við unnið hörðum höndum að því að semja við heilsugæslu sem getur tekið við þessum einstaklingum frá okkur. Viðkomandi heilsugæsla hefur þá fullt aðgengi að öllum upplýsingum um viðkomandi, og getur vísað áfram og fylgt eftir. Við erum vongóð um að þessir samningar klárist hratt á næstu dögum.“ Intuens segulómun ehf. var stofnað í fyrra. Fyrirtækið er í eigu Ólafs Gauta Guðmundssonar og Torfa G. Yngvasonar. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segja aðeins um 130 á ári munu þarfnast frekari rannsókna Forsvarsmenn Intuens íhuga nú hvernig fyrirtækið hyggst svara gagnrýni fagfélaga lækna á svokallaða heilskimun, sem Intuens hefur kynnt til sögunnar hér á landi. 22. nóvember 2023 10:55 Skimun á villigötum Nýverið hóf fyrirtæki á Íslandi að auglýsa „heilskimun“ með segulómun til að skima fyrir alls kyns kvillum þar með talið krabbameinum. Greinarhöfundar hafa, fyrir hönd fagfélaga lækna, miklar áhyggjur af þessari þróun og mæla ekki með því að almenningur fari í slíka rannsókn. 20. nóvember 2023 16:00 Allar líkur á að eitthvað finnist sem hefði aldrei valdið skaða Læknar hafa töluverðar áhyggjur af nýrri rannsókn sem farið er að bjóða upp á, sem felur í sér segulómun alls líkamans. Þeir segja rangnefni að kalla rannsóknina „skimun“ og segja hana ekki munu gagnast þeim sem markaðssetningunni er miðað að. 20. nóvember 2023 10:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Tómas er langt í frá fyrsti læknirinn hér á landi sem hefur varað við þjónustu Intuens sem er ný af nálinni hér á landi. Sambærileg þjónusta hefur vakið athygli í Bandaríkjunum undanfarin ár þar sem áhrifavaldar á borð við Kim Kardashian hafa dásamað þjónustuna. „Í fyrsta lagi er ekki hægt að kalla þetta skimun, enda ekki verið að leita markvisst að vel skilgreindum sjúkdómum, heldur minnir óskilvirk aðferðafræðin meira á að skjóta flugu með fallbyssu - og hitta samt ekki,“ segir Tómas í færslu á Facebook. „Í öðru lagi hefur fyrirtækið ekki haft neitt samráð um það hvert þeir sjúklingar eiga að leita sem greinast með breytingar sem ekki eru neitt (fals-jákvæðar), en þurfa skiljanlega svör við til að sefa óróleika og kvíða - sem er tilbúinn af fyrirtækinu.“ Íslenskir áhrifavaldar auglýsa þjónustuna Heilskimun hjá Intuens kostar 300 þúsund krónur og hefur fyrirtækið, líkt og Prenuvo vestan hafs sem veitir sambærilega þjónustu, nýtt sér íslenska áhrifavalda til að kynna þjónustuna. Intuenshealth deildi færslu Gerðar þar sem hún fór fögrum orðum um heilskimunina hjá fyrirtækinu. Nú síðast deildi Gerður Arinbjarnardóttir í Blush, markaðsmanneskja ársins í fyrra, því með almenningi hvernig skönnunin hefði farið fram. Í hennar tilfelli fannst ekkert alvarlegt. Ekki kemur fram í færslu Gerðar hvort hún hafi sjálf greitt 300 þúsund krónur fyrir skoðunina. Prenuvo vestan hafs segist ekki greiða áhrifavöldum fyrir heilskimun en bjóði þeim í fría skönnun og setji í þeirra hendur hvort þeir vilji deila upplifun sinni með fylgjendum sínum. Tómas hjartalæknir tekur dæmi um annars konar skimanir þar sem skimun er markvisst beitt. „Algjört rip-off“ „Skimun við leghálskrabbameini með sýnatöku, leit að brjóstakrabbameini með brjóstamyndtöku eða speglun við ristilkrabbameini er allt annar handleggur, og gerður á fyrirfram skilgreindum áhættuhópum þar sem aldur og ættarsaga skiptir hvað mestu máli.“ Þá er Tómas hneykslaður á verðinu. „Loks er þetta algjört rip-off-að borga 300 þús krónur fyrir falskt öryggi - og í mörgum tilvikum aukinn kvíða,og sorglegt dæmi þar sem verið er að nýta sér vanlíðan fólks sem á undir högg að sækja vegna veikinda.“ Hann sé sjálfur að drukkna eftir símtöl frá fólki síðustu tvær vikur. Spurningar brenni á fólki, svo sem hvort fólk megi fara í þessa rannsókn vegna fyrri aðgerðar á hjarta eða lunga. Þá hafi aðrir greinst með vægar ósértækar breytingar - sem oftar en ekki séu reykur án elds. Vinsælt hjá áhrifavöldum vestan hafs New York Times fjallaði um heilskimun bandaríska fyrirtækisins Prenuvo í september. Fyrirtækið býður meðal annars upp á samskonar klukkustundarlanga heilskimun. Stórstjörnur og áhrifavaldar hafi deilt reynslu sinni á samfélagsmiðlum og þar beri hæst Kim Kardashian með sína 364 milljónir fylgjenda. View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian) Í færslu sinni sagði hún að Prenuvo „hefur í raun og veru bjargað lífi sumra vina minna“. Þá sagði sjónvarpskonan Maria Menounos í maí að heilskimunin hefði beint sjónum sínum að vísbendingum um annars stigs krabbamein í brisi. Prenuvo hafnaði því í samtali við New York Times að greiða nokkrum fyrir að fara í heilskimun. Fyrirtækið bjóði þó stjörnum og áhrifavöldum í skimun í skiptum fyrir heiðarlega umfjöllun ef þeim sýnist svo. Efasemdir lækna vestan hafs Íslenska læknastéttin geldur varhug við starfseminni og eru áhyggjur þeirra svipaðar og kollega vestan hafs. „Líkamar okkar eru ólíkir. Það er sjaldgæft að útlit á myndrannsókn af öllum líkamanum sé algjörlega án þess að nokkuð sé frábrugðið. Því má ætla, ef margir nýta sér heilskimun, að þær leiði til allnokkurs aukins álags á heilbrigðiskerfið. Líklegt er að í kjölfarið aukist þörf á aðkomu heimilislækna, röntgenlækna, innkirtlalækna, krabbameinslækna og háls-, nef- og eyrnalækna svo eitthvað sé nefnt. Það er varhugavert að bæta með þessum hætti nýjum verkefnum inn í heilbrigðiskerfið án þess að fyrirfram hafi farið fram yfirvegað mat á því að verkefnið gagnist til að bæta heilsufar,“ sagði í skoðunargrein sex lækna í lykilstöðum í heilbrigðiskerfinu á Vísi á mánudag. Rebecca Smith-Bindman, stjórnandi rannsóknarseturs í geislafræði við University of California, segir í samtali við New York Times fullkomlega skiljanlegt að af hverju fólk vilji komast að því hvort það sé með krabbamein. Hægt sé að bregðast við flestu krabbameini greinist það snemma. En það eru fleiri leiðir til greininga, til dæmis þau úrræði sem læknirinn þinn vísar þér í og sjúkratryggingar greiði allajafna fyrir. Þá nefnir Smith-Bindman og fleiri sérfræðingar að slík heilskimun geti gert ógagn. Geislafræðiháskóli Bandaríkjanna sagði í yfirlýsingu í apríl að ekki væru komin fram nógu góð sönnunargögn til að mæla með heilskimun fyrir fólk þar sem engar vísbendingar væru um undirliggjandi sjúkdóma eða skaða. Larry Norton brjóstakrabbameinslæknir og yfirlæknir hjá Eveyn H. Lauder brjóstakrabbameinsmistöðinni í Memorial Sloan Kettering krabbameinsmiðstöðinni sagði engar vísbendingar styðja að heilbrigt fólk ætti að gangast undir heilskimun, ekki einu sinni hjá fólki úr fjölskyldum þar sem fólk hefði greinst með krabbamein. Fyrrnefnd Smith-Bindman, sem kemur úr fjölskyldu þar sem dæmi eru um krabbamein, sagðist ekki velta fyrir sér að gangast undir heilskimun. Góðkynja breytingar finnist Þá hafa læknar hérlendis bent á að algengt sé að góðkynja breytingar, „incidentaloma“, finnist gjarnan í segulómun. Oft sé um að ræða breytingar sem viðkomandi hefði annars aldrei fundið fyrir né vitað af en þegar þær finnist kalli þær á frekari inngrip og jafnvel meðferð. Þá segja þeir rannsóknina geta veitt falskt öryggi, þar sem fólk hunsi mögulega einkenni þegar það er nýbúið að gangast undir svokallaða heilskimun. Steinunn Erla Thorlacius, geislafræðingur og framkvæmdastjóri Intuens, vildi ekki svara spurningum fréttastofu þegar eftir því var leitað í morgun. Fyrirtækið hefur svarað gagnrýni á Facebook-síðu sinni. Þar segir að fyrirtækið eigi í samningaviðræðum við ónefnda heilsugæslu um að taka að sér þau tilfelli þar sem vísa þarf fólki áfram. Intuens vilji stuðla að fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu, frekar en að bíða eftir að fólk verði veikt. Forvarnagildi heilskimunar sé verulegt, samkvæmt reynslu sambærilegra fyrirtækja erlendis, til að mynda í Bandaríkjunum, Svíþjóð og Danmörku. Steinunn kynnti starfsemi Intuens í Bítinu á Bylgjunni á mánudag. „Við skiljum áhyggjur heimilislækna, sem nú þegar eru undir gríðarlegu álagi, um að þetta auki enn frekar álagið á þeim. Einstaklingur, sem áður taldist heilbrigður, er nú með eitthvað sem skoða þarf betur - og á Íslandi eiga allir rétt á að fá lækningu, sem betur fer,“ segir á Facebook-síðu Intuens. „Undanfarið höfum við unnið hörðum höndum að því að semja við heilsugæslu sem getur tekið við þessum einstaklingum frá okkur. Viðkomandi heilsugæsla hefur þá fullt aðgengi að öllum upplýsingum um viðkomandi, og getur vísað áfram og fylgt eftir. Við erum vongóð um að þessir samningar klárist hratt á næstu dögum.“ Intuens segulómun ehf. var stofnað í fyrra. Fyrirtækið er í eigu Ólafs Gauta Guðmundssonar og Torfa G. Yngvasonar.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segja aðeins um 130 á ári munu þarfnast frekari rannsókna Forsvarsmenn Intuens íhuga nú hvernig fyrirtækið hyggst svara gagnrýni fagfélaga lækna á svokallaða heilskimun, sem Intuens hefur kynnt til sögunnar hér á landi. 22. nóvember 2023 10:55 Skimun á villigötum Nýverið hóf fyrirtæki á Íslandi að auglýsa „heilskimun“ með segulómun til að skima fyrir alls kyns kvillum þar með talið krabbameinum. Greinarhöfundar hafa, fyrir hönd fagfélaga lækna, miklar áhyggjur af þessari þróun og mæla ekki með því að almenningur fari í slíka rannsókn. 20. nóvember 2023 16:00 Allar líkur á að eitthvað finnist sem hefði aldrei valdið skaða Læknar hafa töluverðar áhyggjur af nýrri rannsókn sem farið er að bjóða upp á, sem felur í sér segulómun alls líkamans. Þeir segja rangnefni að kalla rannsóknina „skimun“ og segja hana ekki munu gagnast þeim sem markaðssetningunni er miðað að. 20. nóvember 2023 10:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Segja aðeins um 130 á ári munu þarfnast frekari rannsókna Forsvarsmenn Intuens íhuga nú hvernig fyrirtækið hyggst svara gagnrýni fagfélaga lækna á svokallaða heilskimun, sem Intuens hefur kynnt til sögunnar hér á landi. 22. nóvember 2023 10:55
Skimun á villigötum Nýverið hóf fyrirtæki á Íslandi að auglýsa „heilskimun“ með segulómun til að skima fyrir alls kyns kvillum þar með talið krabbameinum. Greinarhöfundar hafa, fyrir hönd fagfélaga lækna, miklar áhyggjur af þessari þróun og mæla ekki með því að almenningur fari í slíka rannsókn. 20. nóvember 2023 16:00
Allar líkur á að eitthvað finnist sem hefði aldrei valdið skaða Læknar hafa töluverðar áhyggjur af nýrri rannsókn sem farið er að bjóða upp á, sem felur í sér segulómun alls líkamans. Þeir segja rangnefni að kalla rannsóknina „skimun“ og segja hana ekki munu gagnast þeim sem markaðssetningunni er miðað að. 20. nóvember 2023 10:29