Viðskipti innlent

Arnar Jón til Good Good

Atli Ísleifsson skrifar
Arnar Jón Agnarsson.
Arnar Jón Agnarsson. Aðsend

Íslenska nýsköpunar- og matvælafyrirtækið GOOD GOOD hefur ráðið Arnar Jón Agnarsson í starf sölu- og markaðstjóra á Íslandi og fyrir Evrópumarkað.

Í tilkynningu segir að Arnar sé frumkvöðullinn að baki Ólafsson gininu sem kom á markað 2020. Hann hafi leitt stofnun Eyland Spirits, framleiðanda Ólafsson ginsins og verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins þar til í byrjun þessa árs. 

Hann mun leiða markaðs- og söluátak GOOD GOOD á Íslandi og í Evrópu.

Fyrirtækið sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á matvælum með náttúrulegum innihaldsefnum án viðbætts sykurs. Vörur fyrirtækisins fást í rúmlega tíu þúsund verslunum í 36 löndum, þar af þúsund Walmart verslunum. Hjá fyrirtækinu starfa sextán starfsmenn, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×