Innlent

Búið að hafa sam­band við þá 78 í­búa sem fá að fara heim í dag

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
78 íbúar fá að fara heim í dag.
78 íbúar fá að fara heim í dag. Vísir/Vilhelm

Haft hefur verið samband við 78 íbúa Grindavíkur sem fá að fara inn í bæinn í dag og vitja um heimili sín og persónulega muni. Líkt og undanfarna daga hefjast aðgerðir klukkan 9 en forsvarsmönnum fyrirtækja verður hleypt inn klukkan 15.

Aðeins þeir sem þegar er búið að ræða við fá að fara inn í bæinn, aðrir ekki.

Aðkomuleið verður um Suðurstrandaveg.

„Íbúar eru upplýstir um framkvæmdina og hvenær þeir eiga að mæta við gatnamót Grindavíkurvegar og Krýsuvíkurvegar. Íbúar verða fluttir með viðbragðsaðilum frá söfnunarstað utan Grindavíkur og frá heimilum í Grindavík til baka,“ segir í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

„Til athugunar fyrir íbúa:

  •  Ekki fara ef þú þarft ekki nauðsynlega að fara
  •  Skráið niður á lista það sem þið hyggist sækja áður en lagt er af stað
  •  Munið eftir húslykli
  •  Poka eða annað undir muni
  •  Íbúar hafa stuttan tíma inni á heimilum“

Hægt er að sækja um að fara heim á island.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×