Boðum um að aðstoða björgunarsveitir rignir yfir aðgerðarstjórn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. nóvember 2023 19:02 Íris segir björgunarsveitir þiggja matargjafir með þökkum. Beiðnum um að koma mat til björgunarsveita rignir yfir aðgerðarstjórn björgunarsveita í Grindavík. Aðgerðarstjórnin hefur því komið á fót sérstöku netfangi þar sem hægt er að láta björgunarsveitir vita ef viðkomandi vill leggja sitt af mörkum. Íris Dögg Ásmundsdóttir, aðgerðarstjórnandi, segist í samtali við Vísi að um sé að ræða 40 til 60 manna hóp sem sinni gæslu í Grindavík en Íris stofnaði í dag netfangið matargjafir@landsbjorg.is. „Þar geta þeir sem vilja, eða hafa tök á því að gefa okkur að drekka eða borða, eða gefa okkur nammi eða bara hvað sem er, haft samband og ég get þá úthlutað því til þeirra sem eru í aðgerðum. Þetta er allt fólk sem er að vinna í Grindavík,“ segir Íris. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitum hefur beiðnum um að koma mat til björgunarsveita rignt yfir aðgerðarstjórnina. Fjölmargir vilji koma til aðstoðar. Vonast sé til að einfalda verklagið með því að koma á fót netfangi. Eins og fram hefur komið hafa Almannavarnir sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu vegna aðgerða í Grindavík. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Sagðist Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu í dag vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. „Þetta hefur bara tekið rosalega á alla og þetta hefur verið svakaleg vinna. Sem er ekki búin og ekki ljóst hvenær henni lýkur,“ segir Íris. Slysavarnardeildir skipti matarmálum á milli sín en miklu máli skiptir að fólk geti haft samband með einföldum hætti til að koma mat til aðgerðarstjórnar. „Þetta var orðið pínu krísuástand, þannig að ég tók þetta í mínar hendur að skipuleggja þetta og reyna að koma þessu á rétt ról, af því að það er náttúrulega brjálað að gera hjá Slysavarnardeildinni að gera og græja.“ Fréttin hefur verið uppfærð með ábendingum björgunarsveita um að gríðarlegur fjöldi hafi viljað leggja sitt af mörkum í þágu sveitanna. Því sé verið að einfalda verklag að baki matargjafa með því að koma þeim í farveg á netfanginu matargjafir@landsbjorg.is. Björgunarsveitir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hættusvæðið í kringum Grindavík stækkað Hættusvæðið í kringum Grindavík vegna jarðhræringa hefur verið verið stækkað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 20. nóvember 2023 17:20 Á meðan kvika er svo grunnt geti fólk ekki farið heim Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegast að gjósi nærri Hagafelli ef til eldgoss kemur. Ekki sé hægt að spá til um kvikuflæði fyrr en kvikan er komin upp. Hann segir íbúa ekki geta farið heim á meðan kvika mælist svo grunnt. 20. nóvember 2023 14:06 Grindvíkingar í Smáranum: Við erum ekkert að hugsa út í það núna Andri Már Eggertsson var á ferðinni með hljóðnemann og myndatökumann um helgina þegar Grindvíkingar héldu mikla körfuboltahátíð í Smáranum í Kópavogi. 20. nóvember 2023 12:25 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Íris Dögg Ásmundsdóttir, aðgerðarstjórnandi, segist í samtali við Vísi að um sé að ræða 40 til 60 manna hóp sem sinni gæslu í Grindavík en Íris stofnaði í dag netfangið matargjafir@landsbjorg.is. „Þar geta þeir sem vilja, eða hafa tök á því að gefa okkur að drekka eða borða, eða gefa okkur nammi eða bara hvað sem er, haft samband og ég get þá úthlutað því til þeirra sem eru í aðgerðum. Þetta er allt fólk sem er að vinna í Grindavík,“ segir Íris. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitum hefur beiðnum um að koma mat til björgunarsveita rignt yfir aðgerðarstjórnina. Fjölmargir vilji koma til aðstoðar. Vonast sé til að einfalda verklagið með því að koma á fót netfangi. Eins og fram hefur komið hafa Almannavarnir sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu vegna aðgerða í Grindavík. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Sagðist Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu í dag vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. „Þetta hefur bara tekið rosalega á alla og þetta hefur verið svakaleg vinna. Sem er ekki búin og ekki ljóst hvenær henni lýkur,“ segir Íris. Slysavarnardeildir skipti matarmálum á milli sín en miklu máli skiptir að fólk geti haft samband með einföldum hætti til að koma mat til aðgerðarstjórnar. „Þetta var orðið pínu krísuástand, þannig að ég tók þetta í mínar hendur að skipuleggja þetta og reyna að koma þessu á rétt ról, af því að það er náttúrulega brjálað að gera hjá Slysavarnardeildinni að gera og græja.“ Fréttin hefur verið uppfærð með ábendingum björgunarsveita um að gríðarlegur fjöldi hafi viljað leggja sitt af mörkum í þágu sveitanna. Því sé verið að einfalda verklag að baki matargjafa með því að koma þeim í farveg á netfanginu matargjafir@landsbjorg.is.
Björgunarsveitir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hættusvæðið í kringum Grindavík stækkað Hættusvæðið í kringum Grindavík vegna jarðhræringa hefur verið verið stækkað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 20. nóvember 2023 17:20 Á meðan kvika er svo grunnt geti fólk ekki farið heim Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegast að gjósi nærri Hagafelli ef til eldgoss kemur. Ekki sé hægt að spá til um kvikuflæði fyrr en kvikan er komin upp. Hann segir íbúa ekki geta farið heim á meðan kvika mælist svo grunnt. 20. nóvember 2023 14:06 Grindvíkingar í Smáranum: Við erum ekkert að hugsa út í það núna Andri Már Eggertsson var á ferðinni með hljóðnemann og myndatökumann um helgina þegar Grindvíkingar héldu mikla körfuboltahátíð í Smáranum í Kópavogi. 20. nóvember 2023 12:25 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Hættusvæðið í kringum Grindavík stækkað Hættusvæðið í kringum Grindavík vegna jarðhræringa hefur verið verið stækkað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 20. nóvember 2023 17:20
Á meðan kvika er svo grunnt geti fólk ekki farið heim Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegast að gjósi nærri Hagafelli ef til eldgoss kemur. Ekki sé hægt að spá til um kvikuflæði fyrr en kvikan er komin upp. Hann segir íbúa ekki geta farið heim á meðan kvika mælist svo grunnt. 20. nóvember 2023 14:06
Grindvíkingar í Smáranum: Við erum ekkert að hugsa út í það núna Andri Már Eggertsson var á ferðinni með hljóðnemann og myndatökumann um helgina þegar Grindvíkingar héldu mikla körfuboltahátíð í Smáranum í Kópavogi. 20. nóvember 2023 12:25