Fótbolti

Mbappé á undan öllum hetjunum í þrjú hundruð mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kylian Mbappe átti frábæran leik í Nice og var bæði með markaþrennu og stoðsendingaþrennu.
Kylian Mbappe átti frábæran leik í Nice og var bæði með markaþrennu og stoðsendingaþrennu. AP/Daniel Cole

Kylian Mbappé skoraði sitt þrjú hundraðasta mark á fótboltaferlinum þegar Frakkland vann 14-0 metsigur á Gíbraltar í undankeppni EM.

Mbappé var bæði með þrjú mörk og þrjár stoðsendingar í leiknum.

Þegar tölfræði mestu markaskorara fótboltans á þessari öld er skoðuð kemur í ljós að Mbappé var á undan öllum helstu markaskorurum 21. aldarinnar í þrjú hundruð mörkin.

Í gær var franski framherjinn 24 ára og 333 daga gamall og L'Équipe skoðaði hverjir höfðu skorað flest mörk á sama aldri.

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa báðir skilað metfjölda af mörkum á glæsilegum ferlum sínum en þegar þeir voru 24 ára gamlir eins og Mbappé er núna þá voru þeir ekki komnir með svo mörg mörk.

Sá sem komst næst Mbappé var Brasilíumaðurinn Neymar með 277 mörk, Messi skoraði 274 mörk fram að þessum tíma og Cristiano Ronaldo er bara í sjöunda sætinu með 158 mörk. Mbappé hefur því skorað 142 mörkum meira en Cristiano var búinn að skora á sama aldri.

Romelu Lukaku, brasilíski Ronaldo og Harry Kane voru líka allir búnir að skora meira en CR7 á sama aldri eins og sjá má hér fyrir neðan.

Þeir sem sjá ekki Instagram færsluna frá L'Équipe geta prófað að endurhlaða fréttina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×