Óvíst með framtíð Iceland Noir Jakob Bjarnar skrifar 20. nóvember 2023 11:05 Yrsa Sigurðardóttir segir að hún og Ragnar Jónasson standi nú frammi fyrir þeirri spurningu hvort þau eigi að nenna að vera pólitísk hvítþvottastöð. Það eigi þau eftir að ræða nú þegar Icealand Noir er að baki. vísir/vilhelm Bókmenntahátíðinni Iceland Noir lauk á laugardaginn. Framkoma Hillary Clinton var síðan sérviðburður, laustengdur . Yrsa Sigurðardóttir, sem ásamt Ragnari Jónassyni, stóð fyrir hátíðinni segir framtíð hennar til athugunar. „Við erum nú undir feldi. Við eigum eftir að hittast og ræða framhaldið. Við göngum ekki um gólf í einhverju sjokki, við eigum bara eftir að ræða þetta. Þetta sem átti að vera gleðilegt en virðist sem við séum orðin talsmenn einhverra stríðsátaka. Sem við erum ekki, en það er óþægilegt að vera í þeirri stöðu. Þetta er eins og það er,“ segir Yrsa í samtali við Vísi. Eins og Vísir hefur greint frá myndaðist mikil andstaða meðal rithöfunda við hátíðina þegar spurðist að Hillary Clinton væri meðal þátttakenda. Sjötíu rithöfundar gáfu það út að þeir ætluðu að sniðganga hátíðina. Yrsa tekur það skýrt fram að þau séu ekkert sturluð út í þetta fólk. Það eru miklar tilfinningar í þessu máli og það sé ágætt. Tveir sem til stóð að kæmu fram í pallborði drógu sig út, þau María Elísabet Bragadóttir og Pedro Gunnlaugur Garcia drógu sig út sem var högg í hóp þeirra sem komu fram. Nenna varla að vera pólitísk hvítþvottastöð Yrsa sagði að það sem átti að vera gleðilegt sé nú ekki og þau Ragnar séu helst á því á þessu stigi að snúa sér að einhverju öðru. Þetta er tíunda árið sem Iceland Noir er haldið en líklega 7. skiptið, því fyrstu árin var hátíðin haldin annað hvert ár. Þó víðtæk mótmæli hafi verið, og þau hafi fyrst og fremst haft áhrif á þá sem héldu hátíðina, vill Yrsa allt ekki að þetta komi út eins og hótun. Hún hefur fullan skilning á því að miklar tilfinningar séu í málinu. Ragnar Jónasson. Þau Yrsa eiga eftir að setjast niður og fara yfir stöðuna.vísir/vilhelm „Það er nóg af hátíðum í heiminum. Það þýðir ekki að vera í neinu hatri. Við höfum ekki tekið ákvörðun um hvort þetta verði að ári. Það er ekki útaf Hillary, heldur hvort við raunverulega nennum þessu, að vera sökuð um að vera pólitísk hvítþvottastöð. Þetta er bara ákvörðun sem ég er ekki að leggja á herðar eins né neins,“ segir Yrsa. Ekkert að friðsamlegum mótmælum Þrátt fyrir mótmælin var uppselt á hátíðina. Og svo gott sem fullur salur þegar Hillary kom fram, eftir að efstu sætin voru tekin úr sölu. „Það var bara fínt.“ En hafði þetta ekki áhrif á þann hlut hátíðarinnar? „Jú, hún sá ekki mótmælin en varð vör við þau. Hún vissi hvað var að gerast. Þau fylgjast með því sem fer fram á samfélagsmiðlum. Og svo sem sláandi fyrir þá sem löbbuðu inn en þetta voru friðsamleg mótmæli og ekkert að því.“ Yrsa segir að öll þurfum við okkar pláss í þessu lífi, mismunandi skoðanir sem er af hinu góða og geti ekki leitt neitt af sér nema gott. „En okkur kom á óvart að við skyldum verða valin sem vettvangur. Maður verður bara að bera virðingu fyrir því sem öðrum finnst þó maður sé ekkert endilega alltaf sammála aðferðunum sem fólk er að.“ Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Gengu út af viðburði Clinton og mótmæltu Hópur fólks mótmælti afstöðu Hillary Clinton stjórnmálakonu á viðburði á vegum Iceland Noir í hörpu í dag. Tvær konur stóðu upp úr sætum sínum í Eldborgarsal og flögguðu palestínska fánanum í mótmælaskyni. 19. nóvember 2023 23:26 Ofbauð að Clinton fengi sviðið og afboðaði komu sína Skipuleggjendur bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir eru miður sín vegna umræðu sem skapast hefur í kringum komu bandarísku stjórnmálakonunnar Hillary Clinton á viðburð tengdan hátíðinni. Þeir benda þó á að hátíðin snúist um bókmenntir - ekki pólitík. Rithöfundur sem hætti við að koma fram á Iceland Noir vegna afstöðu Clintons til vopnahlés á Gasa segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að sniðganga hátíðina. 16. nóvember 2023 14:10 Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. 14. september 2023 23:19 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
„Við erum nú undir feldi. Við eigum eftir að hittast og ræða framhaldið. Við göngum ekki um gólf í einhverju sjokki, við eigum bara eftir að ræða þetta. Þetta sem átti að vera gleðilegt en virðist sem við séum orðin talsmenn einhverra stríðsátaka. Sem við erum ekki, en það er óþægilegt að vera í þeirri stöðu. Þetta er eins og það er,“ segir Yrsa í samtali við Vísi. Eins og Vísir hefur greint frá myndaðist mikil andstaða meðal rithöfunda við hátíðina þegar spurðist að Hillary Clinton væri meðal þátttakenda. Sjötíu rithöfundar gáfu það út að þeir ætluðu að sniðganga hátíðina. Yrsa tekur það skýrt fram að þau séu ekkert sturluð út í þetta fólk. Það eru miklar tilfinningar í þessu máli og það sé ágætt. Tveir sem til stóð að kæmu fram í pallborði drógu sig út, þau María Elísabet Bragadóttir og Pedro Gunnlaugur Garcia drógu sig út sem var högg í hóp þeirra sem komu fram. Nenna varla að vera pólitísk hvítþvottastöð Yrsa sagði að það sem átti að vera gleðilegt sé nú ekki og þau Ragnar séu helst á því á þessu stigi að snúa sér að einhverju öðru. Þetta er tíunda árið sem Iceland Noir er haldið en líklega 7. skiptið, því fyrstu árin var hátíðin haldin annað hvert ár. Þó víðtæk mótmæli hafi verið, og þau hafi fyrst og fremst haft áhrif á þá sem héldu hátíðina, vill Yrsa allt ekki að þetta komi út eins og hótun. Hún hefur fullan skilning á því að miklar tilfinningar séu í málinu. Ragnar Jónasson. Þau Yrsa eiga eftir að setjast niður og fara yfir stöðuna.vísir/vilhelm „Það er nóg af hátíðum í heiminum. Það þýðir ekki að vera í neinu hatri. Við höfum ekki tekið ákvörðun um hvort þetta verði að ári. Það er ekki útaf Hillary, heldur hvort við raunverulega nennum þessu, að vera sökuð um að vera pólitísk hvítþvottastöð. Þetta er bara ákvörðun sem ég er ekki að leggja á herðar eins né neins,“ segir Yrsa. Ekkert að friðsamlegum mótmælum Þrátt fyrir mótmælin var uppselt á hátíðina. Og svo gott sem fullur salur þegar Hillary kom fram, eftir að efstu sætin voru tekin úr sölu. „Það var bara fínt.“ En hafði þetta ekki áhrif á þann hlut hátíðarinnar? „Jú, hún sá ekki mótmælin en varð vör við þau. Hún vissi hvað var að gerast. Þau fylgjast með því sem fer fram á samfélagsmiðlum. Og svo sem sláandi fyrir þá sem löbbuðu inn en þetta voru friðsamleg mótmæli og ekkert að því.“ Yrsa segir að öll þurfum við okkar pláss í þessu lífi, mismunandi skoðanir sem er af hinu góða og geti ekki leitt neitt af sér nema gott. „En okkur kom á óvart að við skyldum verða valin sem vettvangur. Maður verður bara að bera virðingu fyrir því sem öðrum finnst þó maður sé ekkert endilega alltaf sammála aðferðunum sem fólk er að.“
Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Gengu út af viðburði Clinton og mótmæltu Hópur fólks mótmælti afstöðu Hillary Clinton stjórnmálakonu á viðburði á vegum Iceland Noir í hörpu í dag. Tvær konur stóðu upp úr sætum sínum í Eldborgarsal og flögguðu palestínska fánanum í mótmælaskyni. 19. nóvember 2023 23:26 Ofbauð að Clinton fengi sviðið og afboðaði komu sína Skipuleggjendur bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir eru miður sín vegna umræðu sem skapast hefur í kringum komu bandarísku stjórnmálakonunnar Hillary Clinton á viðburð tengdan hátíðinni. Þeir benda þó á að hátíðin snúist um bókmenntir - ekki pólitík. Rithöfundur sem hætti við að koma fram á Iceland Noir vegna afstöðu Clintons til vopnahlés á Gasa segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að sniðganga hátíðina. 16. nóvember 2023 14:10 Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. 14. september 2023 23:19 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Gengu út af viðburði Clinton og mótmæltu Hópur fólks mótmælti afstöðu Hillary Clinton stjórnmálakonu á viðburði á vegum Iceland Noir í hörpu í dag. Tvær konur stóðu upp úr sætum sínum í Eldborgarsal og flögguðu palestínska fánanum í mótmælaskyni. 19. nóvember 2023 23:26
Ofbauð að Clinton fengi sviðið og afboðaði komu sína Skipuleggjendur bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir eru miður sín vegna umræðu sem skapast hefur í kringum komu bandarísku stjórnmálakonunnar Hillary Clinton á viðburð tengdan hátíðinni. Þeir benda þó á að hátíðin snúist um bókmenntir - ekki pólitík. Rithöfundur sem hætti við að koma fram á Iceland Noir vegna afstöðu Clintons til vopnahlés á Gasa segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að sniðganga hátíðina. 16. nóvember 2023 14:10
Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. 14. september 2023 23:19