Innlent

Breyting á inn­komu í Grinda­vík vegna landriss

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Breytingarnar gætu orðið til þess að bið eftir að komast inn í bæinn lengist. 
Breytingarnar gætu orðið til þess að bið eftir að komast inn í bæinn lengist.  Vísir/Vilhelm

Vegna nýrra gagna sem sýna aukið landris við Svartsengi hefur lögreglan á Suðurnesjum ákveðið að þau sem hafa fengið skilaboð um innkomu í Grindavík á morgun vegna verðmætabjörgunar mæti við lokunarpóst við mót Krísuvíkurvegar og Suðurstrandarvegar, í stað Grindavíkurvegs og Reykjanesbrautar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum, þar sem segir að skilaboðin miðist við óbreytt ástand og gætu breyst án fyrirvara.

„Áfram standa viðbragðsaðilar vaktina á lokurnarpósti og fylgja íbúum inn í Grindavík. Áfram er öryggi viðbragðsaðila og íbúa sem fara inn í bæinn sinn, í fyrirrúmi,“ segir í tilkynningu. 

Þá kemur fram að tölvupóstur varðandi breytinguna hafi verið sendur til þeirra sem hafa fengið boð um að mæta á morgun. Gott sé að hafa í huga að við breytingarnar gæti orðið meiri bið eftir að komast inn til Grindavíkur. Viðbragðsaðilar geri þó allt til þess að svo verði ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×