Innlent

Land rís hratt við Svarts­engi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Orkuver HS Orku er í Svartsengi.
Orkuver HS Orku er í Svartsengi. Vísir/Vilhelm

Bylgjuvíxlmynd Veðurstofu Íslands sýnir aukin hraða í landrisi á svæðinu umhverfis Svartsengi. Myndir sýna landris allt að 30 mm á einum sólarhring á milli dagana 18.-19. nóvember.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands, þar sem segir að landrisið megi einnig sjá á GPS-mælum á svæðinu. 

„Einnig má nefna það landris sem hefur staðið yfir í Öskju frá september 2021 hefur verið um 30 mm á mánuði eða um 1 mm á dag,“ segir í tilkynningu. 

Land rís hratt við Svartsengi. Veðurstofa Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×