„Skiljanlegt að Grindvíkingar vilji fá meiri vissu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. nóvember 2023 20:09 Lilja segir að of snemmt sé að segja hverjar aðgerðir bankans í málum Grindvíkinga verði að svo stöddu. Stöð 2 Kallað hefur verið eftir að bankar sýni samfélagslega ábyrgð vegna bankalána Grindvíkinga. Bankastjóri Landsbankans segir að gott samtal um stöðu Grindvíkinga milli bankans og stjórnvalda eigi sér nú stað. „Það er skiljanlegt að Grindvíkingar vilji fá einhverja meiri vissu og betri svör ég skil það vel, það er mikil óvissa. Bankarnir eru með samtökum fjármálafyrirtækja í mjög góðu samtali við stjórnvöld um að koma með heildstæða lausn,“ sagði Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Og þarna þurfa margir aðilar að vinna saman,“ segir Lilja og nefnir stjórnvöld, sveitarstjórn og vátryggjendur. „Þannig að við erum sannarlega hluti af þessu samtali og viljum gera eins vel og við getum gagnvart Grindvíkingum. “ Þetta er náttúrlega mjög vítt svar. Í fljótu bragði, hvað væri hægt að gera? „Við erum bara vinna að því og það hefur auðvitað verið kallað á eftirgjöf vaxta og verðbóta. Það er auðvitað eitt af því sem kemur til greina en það þarf bara að líta í mjög mörg horn. Það þarf að vinna vel saman og við erum að því,“ segir Lilja og þakkar stjórnvöldum fyrir góðar viðtökur. „Og það skiptir öllu máli að reyna að minnka óvissuna en við erum auðvitað í miðjum náttúruhamförum líka þannig að svörin eru ekki öll til staðar,“ segir Lilja. Einhverjir Grindvíkingar hafa áhyggjur af því að eignir þeirra verði verðlausar, eiga menn að vera í bandi við ykkur eða kemur bara ein lausn sem allir njóta góðs af? „Það er alltaf gott að vera í sambandi við sinn banka en það er of snemmt að segja til um hvernig þetta verður allt. Það eru svo margir aðilar sem koma að svona málum og við erum einn af þeim og algjörlega tilbúin og erum í því samtali núna.“ Landsbankinn Íslenskir bankar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
„Það er skiljanlegt að Grindvíkingar vilji fá einhverja meiri vissu og betri svör ég skil það vel, það er mikil óvissa. Bankarnir eru með samtökum fjármálafyrirtækja í mjög góðu samtali við stjórnvöld um að koma með heildstæða lausn,“ sagði Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Og þarna þurfa margir aðilar að vinna saman,“ segir Lilja og nefnir stjórnvöld, sveitarstjórn og vátryggjendur. „Þannig að við erum sannarlega hluti af þessu samtali og viljum gera eins vel og við getum gagnvart Grindvíkingum. “ Þetta er náttúrlega mjög vítt svar. Í fljótu bragði, hvað væri hægt að gera? „Við erum bara vinna að því og það hefur auðvitað verið kallað á eftirgjöf vaxta og verðbóta. Það er auðvitað eitt af því sem kemur til greina en það þarf bara að líta í mjög mörg horn. Það þarf að vinna vel saman og við erum að því,“ segir Lilja og þakkar stjórnvöldum fyrir góðar viðtökur. „Og það skiptir öllu máli að reyna að minnka óvissuna en við erum auðvitað í miðjum náttúruhamförum líka þannig að svörin eru ekki öll til staðar,“ segir Lilja. Einhverjir Grindvíkingar hafa áhyggjur af því að eignir þeirra verði verðlausar, eiga menn að vera í bandi við ykkur eða kemur bara ein lausn sem allir njóta góðs af? „Það er alltaf gott að vera í sambandi við sinn banka en það er of snemmt að segja til um hvernig þetta verður allt. Það eru svo margir aðilar sem koma að svona málum og við erum einn af þeim og algjörlega tilbúin og erum í því samtali núna.“
Landsbankinn Íslenskir bankar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37