Fótbolti

Byrjunar­lið Ís­lands í Portúgal: Sex breytingar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Elfsborg í Svíþjóð, stendur í marki Íslands.
Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Elfsborg í Svíþjóð, stendur í marki Íslands. Elfsborg.se

Byrjunarlið Íslands fyrir lokaleik liðsins í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu er klárt. 

Åge Hareide, landsliðsþjálfari gerir sex breytingar á liðinu frá 4-2 tapinu gegn Slóvakíu á dögunum. Vitað var að einhverjar breytingar yrðu en Arnór Ingvi Traustason fór meiddur af velli í fyrri hálfleik gegn Slóvakíu sem og frammistaðan var vonbrigði.

Hákon Rafn Valdimarsson kemur í markið og spilar sinn fyrsta mótsleik fyrir A-landslið Íslands. Alls gerir Åge fimm aðrar breytingar. Byrjunarliðið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×