Innlent

Skrímsli í sjó og staðan á Reykja­nesi

Árni Sæberg skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Sprengisandur hefst með Þorvaldi Friðrikssyni, þeim sama og kom róti á huga Íslendinga fyrir ári með bók sinni um keltnesk áhrif á Íslandi. Nú er hann að skrifa um skrímsli í sjó og vötnum á Íslandi, fullviss um að þau séu raunveruleg.

Kristján Kristjánson heldur, eðlilega, áfram að fjalla um hinar ýmsu hliðar ástandsins á Reykjanesi. Grindavík er lokuð og næsta víst að Grindvíkingar verða að fagna jólum fjarri heimabyggð, ef marka má talsmenn Almannavarna.

Þau Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík ræða stöðuna.

Þá heyrir Kristján einnig í Finnbirni A. Hermannssyni, forseta ASÍ, og Arnari Má Ólafssyni, ferðamálastjóra sem vinnur að því hörðum höndum að setja upp Fjölmiðlastöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna mikillar umfjöllunar

Konráð Guðjónsson, hagfræðingur hjá Arion banka lýkur þættinum með því að ræða áhrif þróunar undanfarinna daga á helstu hagstærðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×