Matarboð með fyrirvara um eldgos Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. nóvember 2023 16:41 Hallgrímur Hjálmarsson og Geir Andersen efna til matarboðs í Grindavík með fyrirvara um eldgos. Vísir Grindvíkingarnir Hallgrímur Hjálmarson og maðurinn hans Geir Andersen neita að leyfa neikvæðninni að ráða og efna til matarboðs á heimili sínu í Grindavík í janúar næstkomandi. Hallgrímur birti færslu á Facebook þar sem hann bauð öllum Grindvíkingum nær og fjær í matarboðið og ætlar hann að draga nöfn úr hatti til að ákveða hver hlýtur sess við borðið. Hallgrímur ræddi við blaðamann um mikilvægi þess að halda höfði þegar bjátar á. „Mér finnst bara mikilvægt að hvetja Grindvíkinga áfram. Við birtum þetta á Facebook í dag. Það eru margir þungir og maður er bara að reyna að peppa fólk áfram.“ Matarboð undir öllum kringumstæðum Hallgrímur segir þá halda flottustu matarboðin í bænum. Honum finnst mikilvægt að gleðja Grindvíkinga og halda í samfélagið þrátt fyrir að þeir séu dreifðir um landið þessa stundina. Þeir Hallgrímur og Geir héldu meðal annars matarboð nýlega í miðri skjálftahrinunni og fréttamaður Vísis kíkti í heimsókn. „Við höldum flottustu matarboðin, ég og Geir. Það vilja allir koma í matarboð til okkar. Og svo ætla ég að draga út hverjir koma, tíu eða tólf manns. Þetta er bara pepp. 140 athugasemdir komnar. Ég ætlaði að taka bingókúlu og snúa en það er orðið of mikið fyrir það. Við höfum ekkert hugsað út í matseðilinn. Maður er að reyna að vera jákvæður. Ég er svo fastur á því að fara heim að ég hugsa ekki um annað,“ Fréttir dagsins gætu þó sett strik í þessar áætlanir þar sem tilkynnt var á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag að Grindvíkingar mættu búast við því að búa annars staðar í einhverja mánuði. Búa nú í sumarbústað í Grímsnesi Hallgrímur og Geir eru nú til húsa í sumarbústað í Grímsnesið en fara að flytja sig í Hafnarfjörðinn vegna þess að vinnan hans Hallgríms er „komin í gang.“ „Ég vinn í uppskipun og vinnan mín er komin í Hafnarfjörð. Það er búið að redda okkur vinnuaðstöðu í Hafnarfirði. Þannig að við munum landa þar grindvísku bátunum. Það er æðislegt. En svo veit maður ekkert hvað hún varir lengi þessi staða.“ Hallgrímur er gríðarlega spenntur að komast heim og hefur þykir ekki mikið til eldsumbrotanna koma. „Vestmannaeyingar handmokuðu upp bæinn sinn. Við erum með fimm sprungur, við hljótum að geta komist yfir þetta,“ segir hann. „Ég er búinn að heyra marga sem vilja bara ekkert flytja tilbaka til Grindavíkur. Ég fæ bara í magann við að heyra þetta. Maður verður bara að halda áfram.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Sjá meira
Hallgrímur birti færslu á Facebook þar sem hann bauð öllum Grindvíkingum nær og fjær í matarboðið og ætlar hann að draga nöfn úr hatti til að ákveða hver hlýtur sess við borðið. Hallgrímur ræddi við blaðamann um mikilvægi þess að halda höfði þegar bjátar á. „Mér finnst bara mikilvægt að hvetja Grindvíkinga áfram. Við birtum þetta á Facebook í dag. Það eru margir þungir og maður er bara að reyna að peppa fólk áfram.“ Matarboð undir öllum kringumstæðum Hallgrímur segir þá halda flottustu matarboðin í bænum. Honum finnst mikilvægt að gleðja Grindvíkinga og halda í samfélagið þrátt fyrir að þeir séu dreifðir um landið þessa stundina. Þeir Hallgrímur og Geir héldu meðal annars matarboð nýlega í miðri skjálftahrinunni og fréttamaður Vísis kíkti í heimsókn. „Við höldum flottustu matarboðin, ég og Geir. Það vilja allir koma í matarboð til okkar. Og svo ætla ég að draga út hverjir koma, tíu eða tólf manns. Þetta er bara pepp. 140 athugasemdir komnar. Ég ætlaði að taka bingókúlu og snúa en það er orðið of mikið fyrir það. Við höfum ekkert hugsað út í matseðilinn. Maður er að reyna að vera jákvæður. Ég er svo fastur á því að fara heim að ég hugsa ekki um annað,“ Fréttir dagsins gætu þó sett strik í þessar áætlanir þar sem tilkynnt var á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag að Grindvíkingar mættu búast við því að búa annars staðar í einhverja mánuði. Búa nú í sumarbústað í Grímsnesi Hallgrímur og Geir eru nú til húsa í sumarbústað í Grímsnesið en fara að flytja sig í Hafnarfjörðinn vegna þess að vinnan hans Hallgríms er „komin í gang.“ „Ég vinn í uppskipun og vinnan mín er komin í Hafnarfjörð. Það er búið að redda okkur vinnuaðstöðu í Hafnarfirði. Þannig að við munum landa þar grindvísku bátunum. Það er æðislegt. En svo veit maður ekkert hvað hún varir lengi þessi staða.“ Hallgrímur er gríðarlega spenntur að komast heim og hefur þykir ekki mikið til eldsumbrotanna koma. „Vestmannaeyingar handmokuðu upp bæinn sinn. Við erum með fimm sprungur, við hljótum að geta komist yfir þetta,“ segir hann. „Ég er búinn að heyra marga sem vilja bara ekkert flytja tilbaka til Grindavíkur. Ég fæ bara í magann við að heyra þetta. Maður verður bara að halda áfram.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Sjá meira