Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 101-97 | Njarðvíkingar mörðu meistarana Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 17. nóvember 2023 22:43 Njarðvíkingar unnu nauman sigur í dag. Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturunum frá Sauðárkrók þegar sjöunda umferð Subway deildar karla hóf göngu sína. Tindastóll mætti í Ljónagryfjuna í kvöld. Það voru Íslandsmeistararnir í Tindastól sem settu niður fyrstu stig leiksins og var þar Drungilas að verki með sterkum þrist. Leikurinn fór endanna á milli í stutta stund áður en við fengum næstu stig á töfluna og var þar Milka að verki fyrir heimamenn í Njarðvík. Fyrsti leikhlutinn var flottur varnarlega frá báðum liðum og áttu liðin í smá basli með að koma stigum á töfluna. Það voru þó gestirnir frá Sauðárkrók sem náðu að tengja saman góða sókn og komast í átta stiga forskot 10-2 um miðjan leikhluta þegar Callum Lawson setti niður góðan þrist eftir að einnig hafa sett niður gott skot í sókninni á undan. Við þetta virtust þó heimamenn aðeins ná áttum og náðu að kveikja á sér og sækja á Tindastól. Mario Matasovic átti tvær góðar blokkeringar og jafnaði leikinn auk þess í tvígang áður en leikhlutanum lauk. Njarðvíkingar komust svo yfir í leiknum í öðrum leikhluta þegar Luke Moyer setti niður fyrstu körfu annars leikhluta. Tindastóll hins vegar voru fljótir að svara og var leikurinn í járnum. Liðin skiptust á að komast yfir og þegar annað liðið setti niður þrist var yfirleitt svarað í sömu mynt hinu megin á vellinum. Það voru þó Njarðvíkingar sem náðu að finna annan gír og komast inn í hlé með sex stiga forskot, 39-33. Dominykas Milka var heimamönnum drjúgur og setti mikilvæg stig fyrir hálfleik. Njarðvíkingar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og stal Chaz Williams boltanum og setti fyrstu stig þriðja leikhlutans. Tindastóll náðu að setja niður nokkur góð skot en það var lítið að falla með þeim varnarlega og náðu aldrei að stöðva Njarðvíkinga. Njarðvíkingar náðu góðu áhlaupi og komust í tólf stiga forskot um stund en gestirnir hleyptu þeim þó aldrei of langt frá sér og náðu leiknum niður í sex stig fyrir lok leikhlutans 67-61. Fjórði leikhlutinn byrjaði af krafti þar sem gestirnir settu tóninn snemma og voru að saxa jafn og þétt að Njarðvíkingum sem þó náðu að halda sér í fjarlægð frá gestunum lengst af. Mikil barátta einkenndi þennan leikhluta það voru þó Tindastóll sem voru hægt og rólega að ná stjórn á leiknum. Tindastóll komst yfir þegar rétt rúm mínúta var eftir. Liðin skiptust á að setja niður þrista og kom Milka heimamönnum í góða stöðu undir lok leikhlutans þegar hann setti einn slíkann niður og kom Njarðvík í 88-86 og 26 sekúndur voru eftir. Þórir Þorbjarnarson jafnaði leikinn og 9 sekúndur voru eftir á klukkunni. Njarðvíkingar komu boltanum á Chaz Williams sem náði þó ekki að koma að góðu skoti og staðan jöfn 88-88 þegar flautan gall og framlenging niðurstaðan. Tindastóll byrjuðu framlenginguna á að komast yfir en Njarðvíkingar náðu að jafna og komast yfir. Eftir að Njarðvíkingar komust yfir þá létu þeir forystuna ekki af hendi og sóttu á endanum fjögurra stiga sigur 101-97 eftir framlengdan leik. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar voru heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum þrátt fyrir að þeir hefðu hleypt gestunum inn í leikinn undir lok leiks og misst leikinn í framlengingu. Það verður samt að gefa Tindastól það hrós sem þeir eiga skilið fyrir hjartað og vinnusemina í að komast aftur í leikinn og ná framlengingunni en þegar uppi var staðið áttu Njarðvíkingar bara meira á tanknum. Hverjir stóðu upp úr? Mario Matasovic var virkilega öflugur á báðum endum vallarins hjá heimamönnum. Endar leikinn með 20 stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Callum Lawson dró vagninn fyrir Stólana í kvöld. Fékk litla hjálp í fyrri hálfleik en sem betur fyrir hann og Tindastól var annað uppi á teningnum í þeim síðari. Callum Lawson endar leikinn stigahæstur á vellinum með 28 stig, sjö fráköst og þrjár stoðsendingar. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Tindastóls sérstaklega í fyrri hálfleik var frekar einsleitur og til marks um það fóru aðeins fjórir leikmenn liðsins inn í hlé búnir að setja stig á töfluna. Var allt annað uppi á teningnum í þeim síðari sem betur fer fyrir gestina og þá var varnarleikurinn á köflum ekki nægilega góður og þeir áttu í basli með að stoppa áhlaup Njarðvíkinga. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar fá Þór Þorlákshöfn í Ljónagryfjuna í næstu umferð. Tindastóll tekur á móti Haukum í Síkinu í næstu umferð. „Ég er búin að sjá það mikið sem að við getum tekið með okkur og verður í framtíðinni“ Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls.Vísir/Hulda Margrét Tindastóll tapaði fyrir Njarðvíkingum í framlengdum leik þegar sjöunda umferð Subway deildarinnar hófst núna í kvöld. Eftir flotta baráttu og eftir að hafa náð að koma leiknum í framlengju var gríðarlega súrt að tapa leiknum. „Já, mjög.“ sagði Pavel Ermolinskij þjálfari Íslandsmeistara Tindastóls. „Hann spilaðist bara svolítið fram og tilbaka fannst mér. Mér fannst þeir kannski alltaf vera svolítið skrefinu á undan og við að berjast til baka. Það var svona takturinn í leiknum en svo ertu bara kominn í þá stöðu að hvað sem er getur gerst og hvort liðið sem er getur unnið og þá spilast leikurinn bara eins og hann spilast. “ Sagði Pavel Ermolinskij um gang leiksins. „Heilt yfir voru Njarðvík kannski ekki með tök á leiknum en þeir voru skrefinu framar en við náðum alltaf að klóra okkur einhvern veginn til baka og það var takturinn.“ Tindastóll sýndu mikinn karakter að koma til baka í leiknum og sækja framlengingu sem Pavel var stoltur af. „Já, mjög en við erum í einhverri stöðu núna sem að ég get ekki endalaust komið í þessi viðtöl og talað um karakter. Ég er mjög st0ltur af strákunum. Ég held að þeir hafi ekkert til að skammast sín fyrir og á sama tíma og ég er búin að vera segja sömu ræðuna og ég er búin að vera segja. Ég er búin að vera í dálítin tíma núna að vera reyna finna nýja ræðu fyrir strákana með hvað ég get sagt við þá.“ „Við þurfum samt að vinna leiki. Við gátum það í kvöld en við gerðum það ekki. Þetta er erfið staða fyrir okkur að vera í sem lið sem að vill gera eitthvað og er í ákveðnum aðstæðum en ég vill ekki koma hérna fram og tala um karakter og baráttu og svoleiðis.“ Það eru skörð í liði Tindastóls og er Pavel ekki viss með hvenær hann endurheimtir sína menn. „Ég bara hreinlega veit það ekki. Ekki alveg á næstunni held ég nei. Hannes var veikur í dag. Það er eitthvað í Arnar og Davis.“ Tindastóll hefur nú tapað tveim leikjum í röð sem er ekki óskastaða en Pavel líður þó vel og sér samt mikið sem hægt er að taka með út úr þessum aðstæðum. „Bæði og ef þú spyrð mig. Ekki óskastaða með sigra og töp, ég vildi að þetta væri betra en fyrir mig þá er ég búin að sjá svo ótrúlega mikið frá liðinu á þessum tíma. Mér líður bara mjög vel, ég er búin að sjá það mikið sem að við getum tekið með okkur og verður í framtíðinni að menn eru búnir að vera settir bæði sem einstaklingar og sem lið settir í ákveðnar aðstæður og höfum bara dílað við það á ótrúlega flottan og frábæran hátt þannig að mér líður vel en auðvitað þarf ég að díla við að tapa leikjum og Tindastóll þarf að vinna og allt þetta svo þetta er snúin staða til að vera í. “ Subway-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll
Njarðvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturunum frá Sauðárkrók þegar sjöunda umferð Subway deildar karla hóf göngu sína. Tindastóll mætti í Ljónagryfjuna í kvöld. Það voru Íslandsmeistararnir í Tindastól sem settu niður fyrstu stig leiksins og var þar Drungilas að verki með sterkum þrist. Leikurinn fór endanna á milli í stutta stund áður en við fengum næstu stig á töfluna og var þar Milka að verki fyrir heimamenn í Njarðvík. Fyrsti leikhlutinn var flottur varnarlega frá báðum liðum og áttu liðin í smá basli með að koma stigum á töfluna. Það voru þó gestirnir frá Sauðárkrók sem náðu að tengja saman góða sókn og komast í átta stiga forskot 10-2 um miðjan leikhluta þegar Callum Lawson setti niður góðan þrist eftir að einnig hafa sett niður gott skot í sókninni á undan. Við þetta virtust þó heimamenn aðeins ná áttum og náðu að kveikja á sér og sækja á Tindastól. Mario Matasovic átti tvær góðar blokkeringar og jafnaði leikinn auk þess í tvígang áður en leikhlutanum lauk. Njarðvíkingar komust svo yfir í leiknum í öðrum leikhluta þegar Luke Moyer setti niður fyrstu körfu annars leikhluta. Tindastóll hins vegar voru fljótir að svara og var leikurinn í járnum. Liðin skiptust á að komast yfir og þegar annað liðið setti niður þrist var yfirleitt svarað í sömu mynt hinu megin á vellinum. Það voru þó Njarðvíkingar sem náðu að finna annan gír og komast inn í hlé með sex stiga forskot, 39-33. Dominykas Milka var heimamönnum drjúgur og setti mikilvæg stig fyrir hálfleik. Njarðvíkingar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og stal Chaz Williams boltanum og setti fyrstu stig þriðja leikhlutans. Tindastóll náðu að setja niður nokkur góð skot en það var lítið að falla með þeim varnarlega og náðu aldrei að stöðva Njarðvíkinga. Njarðvíkingar náðu góðu áhlaupi og komust í tólf stiga forskot um stund en gestirnir hleyptu þeim þó aldrei of langt frá sér og náðu leiknum niður í sex stig fyrir lok leikhlutans 67-61. Fjórði leikhlutinn byrjaði af krafti þar sem gestirnir settu tóninn snemma og voru að saxa jafn og þétt að Njarðvíkingum sem þó náðu að halda sér í fjarlægð frá gestunum lengst af. Mikil barátta einkenndi þennan leikhluta það voru þó Tindastóll sem voru hægt og rólega að ná stjórn á leiknum. Tindastóll komst yfir þegar rétt rúm mínúta var eftir. Liðin skiptust á að setja niður þrista og kom Milka heimamönnum í góða stöðu undir lok leikhlutans þegar hann setti einn slíkann niður og kom Njarðvík í 88-86 og 26 sekúndur voru eftir. Þórir Þorbjarnarson jafnaði leikinn og 9 sekúndur voru eftir á klukkunni. Njarðvíkingar komu boltanum á Chaz Williams sem náði þó ekki að koma að góðu skoti og staðan jöfn 88-88 þegar flautan gall og framlenging niðurstaðan. Tindastóll byrjuðu framlenginguna á að komast yfir en Njarðvíkingar náðu að jafna og komast yfir. Eftir að Njarðvíkingar komust yfir þá létu þeir forystuna ekki af hendi og sóttu á endanum fjögurra stiga sigur 101-97 eftir framlengdan leik. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar voru heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum þrátt fyrir að þeir hefðu hleypt gestunum inn í leikinn undir lok leiks og misst leikinn í framlengingu. Það verður samt að gefa Tindastól það hrós sem þeir eiga skilið fyrir hjartað og vinnusemina í að komast aftur í leikinn og ná framlengingunni en þegar uppi var staðið áttu Njarðvíkingar bara meira á tanknum. Hverjir stóðu upp úr? Mario Matasovic var virkilega öflugur á báðum endum vallarins hjá heimamönnum. Endar leikinn með 20 stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Callum Lawson dró vagninn fyrir Stólana í kvöld. Fékk litla hjálp í fyrri hálfleik en sem betur fyrir hann og Tindastól var annað uppi á teningnum í þeim síðari. Callum Lawson endar leikinn stigahæstur á vellinum með 28 stig, sjö fráköst og þrjár stoðsendingar. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Tindastóls sérstaklega í fyrri hálfleik var frekar einsleitur og til marks um það fóru aðeins fjórir leikmenn liðsins inn í hlé búnir að setja stig á töfluna. Var allt annað uppi á teningnum í þeim síðari sem betur fer fyrir gestina og þá var varnarleikurinn á köflum ekki nægilega góður og þeir áttu í basli með að stoppa áhlaup Njarðvíkinga. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar fá Þór Þorlákshöfn í Ljónagryfjuna í næstu umferð. Tindastóll tekur á móti Haukum í Síkinu í næstu umferð. „Ég er búin að sjá það mikið sem að við getum tekið með okkur og verður í framtíðinni“ Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls.Vísir/Hulda Margrét Tindastóll tapaði fyrir Njarðvíkingum í framlengdum leik þegar sjöunda umferð Subway deildarinnar hófst núna í kvöld. Eftir flotta baráttu og eftir að hafa náð að koma leiknum í framlengju var gríðarlega súrt að tapa leiknum. „Já, mjög.“ sagði Pavel Ermolinskij þjálfari Íslandsmeistara Tindastóls. „Hann spilaðist bara svolítið fram og tilbaka fannst mér. Mér fannst þeir kannski alltaf vera svolítið skrefinu á undan og við að berjast til baka. Það var svona takturinn í leiknum en svo ertu bara kominn í þá stöðu að hvað sem er getur gerst og hvort liðið sem er getur unnið og þá spilast leikurinn bara eins og hann spilast. “ Sagði Pavel Ermolinskij um gang leiksins. „Heilt yfir voru Njarðvík kannski ekki með tök á leiknum en þeir voru skrefinu framar en við náðum alltaf að klóra okkur einhvern veginn til baka og það var takturinn.“ Tindastóll sýndu mikinn karakter að koma til baka í leiknum og sækja framlengingu sem Pavel var stoltur af. „Já, mjög en við erum í einhverri stöðu núna sem að ég get ekki endalaust komið í þessi viðtöl og talað um karakter. Ég er mjög st0ltur af strákunum. Ég held að þeir hafi ekkert til að skammast sín fyrir og á sama tíma og ég er búin að vera segja sömu ræðuna og ég er búin að vera segja. Ég er búin að vera í dálítin tíma núna að vera reyna finna nýja ræðu fyrir strákana með hvað ég get sagt við þá.“ „Við þurfum samt að vinna leiki. Við gátum það í kvöld en við gerðum það ekki. Þetta er erfið staða fyrir okkur að vera í sem lið sem að vill gera eitthvað og er í ákveðnum aðstæðum en ég vill ekki koma hérna fram og tala um karakter og baráttu og svoleiðis.“ Það eru skörð í liði Tindastóls og er Pavel ekki viss með hvenær hann endurheimtir sína menn. „Ég bara hreinlega veit það ekki. Ekki alveg á næstunni held ég nei. Hannes var veikur í dag. Það er eitthvað í Arnar og Davis.“ Tindastóll hefur nú tapað tveim leikjum í röð sem er ekki óskastaða en Pavel líður þó vel og sér samt mikið sem hægt er að taka með út úr þessum aðstæðum. „Bæði og ef þú spyrð mig. Ekki óskastaða með sigra og töp, ég vildi að þetta væri betra en fyrir mig þá er ég búin að sjá svo ótrúlega mikið frá liðinu á þessum tíma. Mér líður bara mjög vel, ég er búin að sjá það mikið sem að við getum tekið með okkur og verður í framtíðinni að menn eru búnir að vera settir bæði sem einstaklingar og sem lið settir í ákveðnar aðstæður og höfum bara dílað við það á ótrúlega flottan og frábæran hátt þannig að mér líður vel en auðvitað þarf ég að díla við að tapa leikjum og Tindastóll þarf að vinna og allt þetta svo þetta er snúin staða til að vera í. “
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti