Ratcliffe ætlar að fá ráð hjá Sir Alex Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. nóvember 2023 07:01 Sir Jim Ratcliffe ætlar sér stóra hluti með Manchester United. Peter Byrne/Getty Images Búist er við því að Sir Jim Ratcliffe muni spyrja Sir Alex Ferguson ráða þegar kemur að því að umturna Manchester United en búist er við því að gengið verði frá kaupum Ratcliffe á 25 prósent eignarhlut í félaginu á næstu dögum. Eftir að ljóst var að Glazer-fjölskyldan hygðist ekki selja Man United, þrátt fyrir að Ratcliffe og Sheikh Jassim frá Katar hafi ítrekað hækkað boð sín í enska knattspyrnufélagið, þá ákvað Ratcliffe að fara aðra leið. Hann mun kaupa 25 prósent eignarhlut í félaginu og fær að sjá alfarið um knattspyrnuhliðina. Það virðist sem hann sé þegar byrjaður að taka til hendinni en á dögunum var tilkynnt að Richard Arnold myndi láta af störfum um árslok. Enn á eftir að ganga frá kaupum Ratcliffe á fjórðungi félagsins en það breytir því ekki að fjölmiðlar á Bretlandseyjum fjalla um málið eins og það sé frágengið. The Telegraph greinir frá því að hinn 71 árs gamli Ratcliffe ætli að leita til Sir Alex Ferguson og fá hjá honum ráð um hvernig sé best að setja upp „knattspyrnuhlið“ félagsins. Sir Alex þarf vart að kynna en hann stýrði Man United frá 1986 til 2013 og vann fjölda titla, þar af 13 Englandsmeistaratitla. Síðan hann setti þjálfaraúlpuna í skápinn hefur félagið ekki orðið enskur meistari. Exclusive: Sir Jim Ratcliffe expected to take guidance from Sir Alex Ferguson in radical overhaul of Man Utd which could be good news for Dougie Freedman, although there are other sporting director targets. @Matt_Law_DT and @Tom_Morgs#TelegraphFootball #MUFC— Telegraph Football (@TeleFootball) November 16, 2023 Búast má við fleiri breytingum hjá Man United þar sem John Murtough er yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu eins og staðan er í dag en næsta öruggt er að Ratcliffe muni skipta honum út. Richard Arnold gone, and two to follow?Major doubts are forming over the future of two more figures at the head of Man Utd as the Sir Jim Ratcliffe revolution gathers paceMore from @DiscoMirror: https://t.co/QEAFAFXom0 pic.twitter.com/EbSw1b5i1q— Mirror Football (@MirrorFootball) November 15, 2023 Man United situr í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stigum minna en topplið Man City. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Eftir að ljóst var að Glazer-fjölskyldan hygðist ekki selja Man United, þrátt fyrir að Ratcliffe og Sheikh Jassim frá Katar hafi ítrekað hækkað boð sín í enska knattspyrnufélagið, þá ákvað Ratcliffe að fara aðra leið. Hann mun kaupa 25 prósent eignarhlut í félaginu og fær að sjá alfarið um knattspyrnuhliðina. Það virðist sem hann sé þegar byrjaður að taka til hendinni en á dögunum var tilkynnt að Richard Arnold myndi láta af störfum um árslok. Enn á eftir að ganga frá kaupum Ratcliffe á fjórðungi félagsins en það breytir því ekki að fjölmiðlar á Bretlandseyjum fjalla um málið eins og það sé frágengið. The Telegraph greinir frá því að hinn 71 árs gamli Ratcliffe ætli að leita til Sir Alex Ferguson og fá hjá honum ráð um hvernig sé best að setja upp „knattspyrnuhlið“ félagsins. Sir Alex þarf vart að kynna en hann stýrði Man United frá 1986 til 2013 og vann fjölda titla, þar af 13 Englandsmeistaratitla. Síðan hann setti þjálfaraúlpuna í skápinn hefur félagið ekki orðið enskur meistari. Exclusive: Sir Jim Ratcliffe expected to take guidance from Sir Alex Ferguson in radical overhaul of Man Utd which could be good news for Dougie Freedman, although there are other sporting director targets. @Matt_Law_DT and @Tom_Morgs#TelegraphFootball #MUFC— Telegraph Football (@TeleFootball) November 16, 2023 Búast má við fleiri breytingum hjá Man United þar sem John Murtough er yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu eins og staðan er í dag en næsta öruggt er að Ratcliffe muni skipta honum út. Richard Arnold gone, and two to follow?Major doubts are forming over the future of two more figures at the head of Man Utd as the Sir Jim Ratcliffe revolution gathers paceMore from @DiscoMirror: https://t.co/QEAFAFXom0 pic.twitter.com/EbSw1b5i1q— Mirror Football (@MirrorFootball) November 15, 2023 Man United situr í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stigum minna en topplið Man City.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira