Dæmd í sjö ára fangelsi vegna límmiða Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2023 15:31 Sasha Skochilenko er hún var leidd úr dómsal þann 13. nóvember. Hún var í dag dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að setja límmiða með slagorðum gegn innrás Rússa í Úkraínu yfir verðmerkingar í verslun í Pétursborg. AP/Dmitri Lovetsky Rússnesk kona hefur verið dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu. Sasha Skochilenko var handtekinn í Pétursborg í apríl 2022, eftir að hún setti límmiða með slagorðum gegn innrásinni yfir verðmerkingar í verslun. Skochilenko, sem er 33 ára gömul listakona, var dæmd í fangelsi á grunni nýrra laga gegn því að segja ósannindi um rússneska herinn. Þau hafa verið notuð til að banna alla neikvæða umfjöllun um stríðsrekstur Rússa og hafa lögin verið notuð til að fangelsa og dæma andstæðinga yfirvalda í Rússlandi, mannréttindafrumkvöðla og almenna borgara sem gagnrýnt hafa Kreml til margra ára fangelsisvistar. Sjá einnig: Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Meðal þess sem stóð á þessum miðum var að yfirvöld í Rússlandi væru að senda kvaðmenn til Úkraínu, sem var ólöglegt samkvæmt stjórnarskrá Rússlands. Yfirvöld í Rússlandi staðfestu seinna meir að það væri rétt hjá Skochilenko. Hún hafði einnig gagnrýnt framgang rússneska hersins í maríupól. Sjá einnig: Einn af morðingjum Politkovskayu náðaður eftir herþjónustu í Úkraínu Skochilenko lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi, samkvæmt frétt Moscow Times, og vísaði hún til þess að hún hefði ekki sagt ósátt á miðunum. Í versta falli hefði hún sagt skoðun sína og sagði hún að það væri ekki yfirvalda að segja hvað væri satt og hvað ekki með lagasetningu. Þegar úrskurðinn var kveðinn upp gaf Skochilenko út yfirlýsingu þar sem meðal annars stóð að þó hún væri á bak við lás og slá væri hún frjálsari en dómarinn og saksóknarinn, samkvæmt blaðamanni FT í Moskvu. A St Petersburg court has sentenced Russian artist Sasha Skochilenko to seven years in prison for putting up anti-war stickers one of the most draconian fake news cases since Putin invaded Ukraine. Even though I m behind bars, I m more free than you, she told the court. pic.twitter.com/vfJ63oqdkh— max seddon (@maxseddon) November 16, 2023 MT segir tugi manna hafa setið í dómsal í dag, Skochilenko til stuðnings. Eftir að úrskurðinn var kveðinn upp heyrðist fólk kalla „skömm“ í salnum og tóku einhverjir upp mótmælaskilti. Einn mótmælanda var handtekinn. Lögmenn Skochilenko segja að úrskurðinum verði áfrýjað. Sasha Skochilenko segist frjáls, þó hún sitji bakvið lás og slá.AP/Dmitri Lovetsky Erfið fangelsisvist Áður en hún var dæmd hafði Skochilenko setið í gæsluvarðhaldi í nærri því nítján mánuði og hefur hún átt erfitt vegna heilsukvilla. AP fréttaveitan segir hana með hjartagalla, geðhvarfasýki og sjúkdóm sem feli í sér að hún geti ekki borðað glúten. Henni hefur gengið erfiðlega að borða en við réttarhöldin gegn henni þurfti minnst einu sinni að kalla til sjúkrabíl vegna veikinda hennar. Þá brast hún einu sinni í grát þegar dómarinn neitaði beiðni hennar um að fá hlé til að borða eða fara á klósettið. Forsvarsmenn mannréttindasamtakanna Memorial, sem fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra, hafa skilgreint Sckochilenko sem pólitískan fanga. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira
Skochilenko, sem er 33 ára gömul listakona, var dæmd í fangelsi á grunni nýrra laga gegn því að segja ósannindi um rússneska herinn. Þau hafa verið notuð til að banna alla neikvæða umfjöllun um stríðsrekstur Rússa og hafa lögin verið notuð til að fangelsa og dæma andstæðinga yfirvalda í Rússlandi, mannréttindafrumkvöðla og almenna borgara sem gagnrýnt hafa Kreml til margra ára fangelsisvistar. Sjá einnig: Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Meðal þess sem stóð á þessum miðum var að yfirvöld í Rússlandi væru að senda kvaðmenn til Úkraínu, sem var ólöglegt samkvæmt stjórnarskrá Rússlands. Yfirvöld í Rússlandi staðfestu seinna meir að það væri rétt hjá Skochilenko. Hún hafði einnig gagnrýnt framgang rússneska hersins í maríupól. Sjá einnig: Einn af morðingjum Politkovskayu náðaður eftir herþjónustu í Úkraínu Skochilenko lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi, samkvæmt frétt Moscow Times, og vísaði hún til þess að hún hefði ekki sagt ósátt á miðunum. Í versta falli hefði hún sagt skoðun sína og sagði hún að það væri ekki yfirvalda að segja hvað væri satt og hvað ekki með lagasetningu. Þegar úrskurðinn var kveðinn upp gaf Skochilenko út yfirlýsingu þar sem meðal annars stóð að þó hún væri á bak við lás og slá væri hún frjálsari en dómarinn og saksóknarinn, samkvæmt blaðamanni FT í Moskvu. A St Petersburg court has sentenced Russian artist Sasha Skochilenko to seven years in prison for putting up anti-war stickers one of the most draconian fake news cases since Putin invaded Ukraine. Even though I m behind bars, I m more free than you, she told the court. pic.twitter.com/vfJ63oqdkh— max seddon (@maxseddon) November 16, 2023 MT segir tugi manna hafa setið í dómsal í dag, Skochilenko til stuðnings. Eftir að úrskurðinn var kveðinn upp heyrðist fólk kalla „skömm“ í salnum og tóku einhverjir upp mótmælaskilti. Einn mótmælanda var handtekinn. Lögmenn Skochilenko segja að úrskurðinum verði áfrýjað. Sasha Skochilenko segist frjáls, þó hún sitji bakvið lás og slá.AP/Dmitri Lovetsky Erfið fangelsisvist Áður en hún var dæmd hafði Skochilenko setið í gæsluvarðhaldi í nærri því nítján mánuði og hefur hún átt erfitt vegna heilsukvilla. AP fréttaveitan segir hana með hjartagalla, geðhvarfasýki og sjúkdóm sem feli í sér að hún geti ekki borðað glúten. Henni hefur gengið erfiðlega að borða en við réttarhöldin gegn henni þurfti minnst einu sinni að kalla til sjúkrabíl vegna veikinda hennar. Þá brast hún einu sinni í grát þegar dómarinn neitaði beiðni hennar um að fá hlé til að borða eða fara á klósettið. Forsvarsmenn mannréttindasamtakanna Memorial, sem fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra, hafa skilgreint Sckochilenko sem pólitískan fanga.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira