Vernd mannlegra innviða á Reykjanesi Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 14. nóvember 2023 10:31 Íbúar Grindavíkur eru þessa dagana að ganga í gegnum mikið sálrænt áfall. Það er búið að kippa undan þeim þeirra grunnöryggi. Jörðin hefur bókstaflega rofnað fyrir framan þau. Heimilin þeirra eru að slitna í sundur og sökkva ofan í jörðina. Ég er að reyna að ímynda mér hvernig það væri ef ég hefði þurft að ganga út af heimilinu mínu á föstudaginn sl. Og ekki vitað hvort eða hvenær ég gæti snúið til baka. Eða hvað ég myndi taka með mér ef ég hefði fengið 5 mínútur til að taka dót með mér út í óvissuna. Ofan á þetta bætist við óvissa um atvinnu og afkomuótti. Ég fæ aukinn hjartslátt bara við tilhugsunina. Við treystum á öryggi Til þess að fara í gegnum okkar lífsins daga þurfum við að treysta. Við þurfum að treysta ákveðnu lögmáli um að umhverfið og samfélagið sem við lifum í sé í grunninn réttlátt og öruggt. Við þurfum að treysta því að almennt séð sé annað fólk gott og fari eftir lögum og reglum. Við þurfum að treysta því að geta gengið um án þess að til dæmis jörðin opnist og þar myndist gat ofan í iðrar hennar. Ef það verður rof á þessu grunntrausti þá verður til áfall*. Því áfall lamar alla fyrri þekkingu um öruggan heim. Ég las færslu á Facebook hjá ungri konu úr Grindavík sem er komin í öruggt skjól með fjölskylduna sína. Hún talar um að hana langi samt bara svo heim til sín. Drekka morgun kaffibollann sinn í eldhúsinu sínu, byrja að huga að jólaskreytingum heima í stofunni, sofna og vakna í rúminu sínu. Því þetta er öryggið í hennar heimsmynd. Núna er búið að höggva á það. Það þarf líka að grípa fólk Í fréttatímum gærdagsins fengum við að sjá rifurnar og götin sem hafa myndast á húsum, götum og lóðum í Grindavík eftir jarðskjálftana sl. dagana, auk þess að sjá íbúa Grindavíkur í langri bílaröð að bíða eftir sínum 5 mínútum á heimili sínu og sækja nauðsynjar og nokkrir komu í viðtal í eðlilegri geðshræringu og töluðu um vanmáttinn sem þau upplifa. Við fengum líka fregnir af því að Alþingi hafi samþykkt frumvarp forsætisráðherra til laga um vernd innviða á Reykjanesi. Þetta er að mínu mati sjálfsagt og mikilvægt frumvarp og gott að sjá að einróma samhugur ráði ferð. Mig langar samt að biðla til ykkar sem farið með ákvörðunarvaldið í okkar landi að huga líka að vernd mannlegra innviða á Suðurnesjum. Það að fjárfesta í mannlegum innviðum borgar sig margfalt til framtíðar.. Áföll geta haft víðtækar afleiðingar, orsakað líkamlega og geðræna sjúkdóma, fíknivanda og örorku. Kostnaður samfélagsins vegna áfalla nema tæplega 100 milljarða árlega og birtist í auknum útgjöldum heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins, í félagslegri þjónustu og réttarvörslukerfinu. Íbúar Grindavíkur eru að upplifa áfall sem mun hafa áhrif á þau til frambúðar. Það getur skipt sköpum að grípa þetta fólk með markvissum sálrænum stuðningi strax og á næstu misserum. Vonandi fáum við að sjá frumvarp til laga um vernd mannlegra innviða á Reykjanesi. Höfundur er með diplómu á meistarastigi í sálgæslufræðum. *Áfall (e. trauma), er markandi upplifun/reynsla af atburði eða samskiptum (ofbeldi) þar sem sá/sú sem fyrir verður upplifir afgerandi hjálparleysi, yfirþyrmandi lífs- og öryggisógn gagnvart sjálfum sér eða öðrum án þess að geta komið nokkrum vörnum við. *Samfélagsleg áföll (e. collective trauma) aftur á móti verða vegna atburða sem hafa gífurleg áhrif á tiltekið samfélag eins og bæjarfélag eða landssvæði, með því að rjúfa eða laska verulega tengsl einstaklinga í samfélaginu og skapa aðstæður sem geta ógnað lífi og heilsu þeirra, umhverfi og eignum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Íbúar Grindavíkur eru þessa dagana að ganga í gegnum mikið sálrænt áfall. Það er búið að kippa undan þeim þeirra grunnöryggi. Jörðin hefur bókstaflega rofnað fyrir framan þau. Heimilin þeirra eru að slitna í sundur og sökkva ofan í jörðina. Ég er að reyna að ímynda mér hvernig það væri ef ég hefði þurft að ganga út af heimilinu mínu á föstudaginn sl. Og ekki vitað hvort eða hvenær ég gæti snúið til baka. Eða hvað ég myndi taka með mér ef ég hefði fengið 5 mínútur til að taka dót með mér út í óvissuna. Ofan á þetta bætist við óvissa um atvinnu og afkomuótti. Ég fæ aukinn hjartslátt bara við tilhugsunina. Við treystum á öryggi Til þess að fara í gegnum okkar lífsins daga þurfum við að treysta. Við þurfum að treysta ákveðnu lögmáli um að umhverfið og samfélagið sem við lifum í sé í grunninn réttlátt og öruggt. Við þurfum að treysta því að almennt séð sé annað fólk gott og fari eftir lögum og reglum. Við þurfum að treysta því að geta gengið um án þess að til dæmis jörðin opnist og þar myndist gat ofan í iðrar hennar. Ef það verður rof á þessu grunntrausti þá verður til áfall*. Því áfall lamar alla fyrri þekkingu um öruggan heim. Ég las færslu á Facebook hjá ungri konu úr Grindavík sem er komin í öruggt skjól með fjölskylduna sína. Hún talar um að hana langi samt bara svo heim til sín. Drekka morgun kaffibollann sinn í eldhúsinu sínu, byrja að huga að jólaskreytingum heima í stofunni, sofna og vakna í rúminu sínu. Því þetta er öryggið í hennar heimsmynd. Núna er búið að höggva á það. Það þarf líka að grípa fólk Í fréttatímum gærdagsins fengum við að sjá rifurnar og götin sem hafa myndast á húsum, götum og lóðum í Grindavík eftir jarðskjálftana sl. dagana, auk þess að sjá íbúa Grindavíkur í langri bílaröð að bíða eftir sínum 5 mínútum á heimili sínu og sækja nauðsynjar og nokkrir komu í viðtal í eðlilegri geðshræringu og töluðu um vanmáttinn sem þau upplifa. Við fengum líka fregnir af því að Alþingi hafi samþykkt frumvarp forsætisráðherra til laga um vernd innviða á Reykjanesi. Þetta er að mínu mati sjálfsagt og mikilvægt frumvarp og gott að sjá að einróma samhugur ráði ferð. Mig langar samt að biðla til ykkar sem farið með ákvörðunarvaldið í okkar landi að huga líka að vernd mannlegra innviða á Suðurnesjum. Það að fjárfesta í mannlegum innviðum borgar sig margfalt til framtíðar.. Áföll geta haft víðtækar afleiðingar, orsakað líkamlega og geðræna sjúkdóma, fíknivanda og örorku. Kostnaður samfélagsins vegna áfalla nema tæplega 100 milljarða árlega og birtist í auknum útgjöldum heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins, í félagslegri þjónustu og réttarvörslukerfinu. Íbúar Grindavíkur eru að upplifa áfall sem mun hafa áhrif á þau til frambúðar. Það getur skipt sköpum að grípa þetta fólk með markvissum sálrænum stuðningi strax og á næstu misserum. Vonandi fáum við að sjá frumvarp til laga um vernd mannlegra innviða á Reykjanesi. Höfundur er með diplómu á meistarastigi í sálgæslufræðum. *Áfall (e. trauma), er markandi upplifun/reynsla af atburði eða samskiptum (ofbeldi) þar sem sá/sú sem fyrir verður upplifir afgerandi hjálparleysi, yfirþyrmandi lífs- og öryggisógn gagnvart sjálfum sér eða öðrum án þess að geta komið nokkrum vörnum við. *Samfélagsleg áföll (e. collective trauma) aftur á móti verða vegna atburða sem hafa gífurleg áhrif á tiltekið samfélag eins og bæjarfélag eða landssvæði, með því að rjúfa eða laska verulega tengsl einstaklinga í samfélaginu og skapa aðstæður sem geta ógnað lífi og heilsu þeirra, umhverfi og eignum.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun