Innlent

Myndir úr Grinda­vík: Miklar skemmdir í bænum

Samúel Karl Ólason skrifar
Grindvíkingum hefur verið hleypt inn í bæinn til að sækja eigur sínar en þurfa að fara varlega vegna skemmda.
Grindvíkingum hefur verið hleypt inn í bæinn til að sækja eigur sínar en þurfa að fara varlega vegna skemmda. Vísir/Vilhelm

Grindvíkingum hefur verið hleypt inn í bæinn í morgun og í dag til að sækja eigur sínar. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fór einnig til Grindavíkur.

Sigdalur hefur myndast í Grindavík og hefur hann valdið töluverðum skemmdum í bænum. Gliðnun virðist hafa tekið hitaveitulagnir í sundur og myndað stóra skurði á lóðum og undir götum og jafnvel húsum.

Skjálftavirkni hefur þó verið minni í dag en hún var um helgina.

Hér að neðan má sjá myndir sem Vegagerðin birti í morgun.

Hér má sjá myndefni frá Landhelgisgæslunni, sem sýnir sprunguna í Grindavík úr lofti.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók svo meðfylgjandi myndir í og við Grindavík í morgun og í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×