Lífið

Þegar Páll Óskar áttaði sig á því að Diljá myndi meika það

Stefán Árni Pálsson skrifar
Palli sagði skemmtilega sögu.
Palli sagði skemmtilega sögu.

Átta liða úrslitin í Kviss héldu áfram með látum á laugardagskvöldið þegar KR og Vestri mættust.

Í liði KR voru þau Saga Garðarsdóttir og Páll Óskar Hjálmtýsson. En hjá Ísfirðingum mættu söngkonurnar Sigríður Beinteinsdóttir og Dilja Pétursdóttir. Helgi Björnsson var með Siggu Beinteins í 16-liða úrslitunum en Helgi komst ekki í tökurnar og því mætti Diljá.

Keppnin var ekki ýkja spennandi og vann annað liðið 41-22 sigur og komst áfram í undanúrslitin. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta horft á þáttinn í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+.

Hér að neðan má aftur á móti sjá þegar Páll Óskar sagði söguna af því þegar hann áttaði sig á því að Diljá myndi meika það í íslenskri tónlistarsenunni.

Hann sagðist hafa séð hana flytja lagið Don't Make Me Over með Dionne Warwick í klippu á YouTube og vissi um leið að hún væri mætt til að vera.

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti en þar kemur fram hvaða lið fer áfram svo ekki horfa á myndbrotið ef þú vilt ekki sjá hvaða lið fer áfram í undanúrslitin.

Klippa: Þegar Páll Óskar áttaði sig á því að Diljá myndi meika það

Hér að neðan má sjá umrædda klippu á YouTube.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.