Innlent

Reikna frekar með dögum en klukku­stundum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ef sprunga myndi myndast á skjálftasvæðinu myndi hraun renna til suðausturs eða í vestur. Ekki til Grindavíkur að sögn Veðurstofunnar.
Ef sprunga myndi myndast á skjálftasvæðinu myndi hraun renna til suðausturs eða í vestur. Ekki til Grindavíkur að sögn Veðurstofunnar. Veðurstofa Íslands

Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegra að nokkrir dagar líði frekar en klukkustundir áður en kvika nær til yfirborðs. Ef sprunga myndi myndast þar sem skjálftavirknin er hvað mest myndi hraun renna til suðausturs og vesturs en ekki í átt til Grindavíkur.

„Skjálftavirknin sem mælist nú við Sundhnjúkagíga einskorðast við svæði sem er um 3 km norðaustur af Grindavík. Grynnstu skjálftarnir sem nú mælast eru á um 3 – 3.5 km dýpi,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Þau merki sem sjást núna við Sundhnjúkagíga séu sambærileg þeim sem sáust í aðdraganda fyrsta gossins við Fagradalsfjall 2021 og svipar mjög til skjálftavirkninnar sem mældist um mánuði fyrir gos. 

„Ef sú atburðarrás er skoðuð sem endaði í eldgosinu sem hófst 19. mars og á meðan að skjálftavirknin grynnkar ekki verulega úr því sem komið er, þá er líklegasta sviðsmyndin sú að nokkrir dagar líði frekar en klukkustundir áður en kvika nær til yfirborðs. Ef sprunga kæmi upp þar sem skjálftavirknin er hvað mest núna, myndi hraun renna til suðausturs og til vesturs en ekki í átt til Grindavíkur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×