Innlent

Vaktin: Kvikugangurinn virðist teygja sig undir Grinda­vík

Magnús Jochum Pálsson, Margrét Björk Jónsdóttir, Kolbeinn Tumi Daðason, Margrét Helga Erlingsdóttir, Bjarki Sigurðsson, Sunna Sæmundsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa
Björgunarsveitarmenn í Grindavík gengu milli húsa og úr skugga um að íbúar hefðu yfirgefið hús sín. Rýming gekk vel. 
Björgunarsveitarmenn í Grindavík gengu milli húsa og úr skugga um að íbúar hefðu yfirgefið hús sín. Rýming gekk vel.  Vísir/Vilhelm

Rýmingu í Grindavík er lokið eftir að neyðarstigi var lýst yfir fyrr í kvöld. Ástæðan er sú að ekki er hægt að útiloka að kvikugangur sem er að myndast gæti náð til Grindavíkur. 

Á mælum Veðurstofunnar eru skýr merki um myndun kvikugangs til yfirborðs. 

Rauði krossinn hefur opnað fjórar fjöldahjálparstöðvar en þær eru í íþróttahúsinu í Grindavík, Vallaskóla á Selfossi, íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og í Kórnum í Kópavogi. Íbúr í Grindavík sem fara ekki í fjöldahjálparstöðvar eru beðnir um að tilkynna sig í síma 1717.

Sérfræðingar Veðurstofunnar funduðu með almannavörnum klukkan þrjú í nótt og í kjölfarið var kalla viðbragðsaðila frá Grindavík. Lögregla mannar lokunarpósta og verður áfram með öryggisgæslu á svæðinu.

Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Þá má sjá yfir hluta skjálftasvæðisins í vefmyndavél Vísis á Þorbirni.

Ef vaktin birtist ekki hér að neðan er ráð að endurhlaða síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×