Innlent

Ró­legt yfir mælum í nótt og enginn skjálfti yfir 2,0 stig eftir mið­nætti

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Margir telja víst að töluvert landris við Þorbjörn muni enda með gosi.
Margir telja víst að töluvert landris við Þorbjörn muni enda með gosi. Stöð 2/Arnar

Það var rólegt yfir mælum Veðurstofunnar í nótt og enginn skjálfti verið yfir 2,0 stig eftir miðnætti. 

Minney Sigurðardóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur, segir þróunina í nótt hafa verið svipaða og hún var í gær, eftir að stóru hrinunni í fyrrinótt linnti.

„Bara litlir skjálftar, það er alveg virkni en töluvert minni en hún var í fyrrinótt,“ segir Minney.

Hún segir lítið hægt að lesa í breytinguna; venjan sé að virknin gangi upp og niður og komi í hviðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×