„Íbúar í Grindavík geta verið rólegir“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 21:15 Víðir segir hættumat hafa verið óbreytt síðustu sextán daga. Ekki sé tilefni til að grípa til frekari aðgerða. Vísir/Arnar HS orka undirbýr nú varnargarða vegna mögulegs eldgoss nærri Grindavík. Yfirlögregluþjónn almannavarna segir mjög litlar líkur á að gos sem hæfist núna hefði áhrif í Grindavík með stuttum fyrirvara, því geti íbúar Grindavíkur verið rólegir. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna segir að verið sé að ljúka við mat á hvort ráðist verði í byggingu varnargarðsins. „Það er búið að ljúka hönnuninni, það er búið að athuga með hvaða tæki eru til og hvaða vélar. Það er búið að setja út landamerki um hvar garðurinn á að koma þannig að við erum svona að komast að þeim stað að taka á þeirri ákvörðun um hvort það eigi að halda áfram,“ sagði Víðir í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Víðir segir fyrirhugaðan varnargarð hugsaðan til langs tíma. „Þessi garður er ekki hugsaður bara út frá þessari sviðsmynd sem við erum að fást við núna heldur fleiri, og jafnvel öðrum heldur en akkúrat þessari og er fyrst og fremst hugsað til að verja orkuverið í Svartsengi og þann búnað sem það er.“ Hættumat óbreytt frá upphafi Í dag hafa tvær fréttir þar sem rætt hefur verið við vísindamenn um málið birst á vef Vísis. Önnur þeirra ber titilinn Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér. Hin fyrirsögnin er Engin merki um að kvika sé að færast ofar þrátt fyrir stóru skjálftana. Í kvöldfréttum var Víðir beðinn um að leggja mat á þær ólíku sviðsmyndir sem hér birtast. „Ég veit ekki nákvæmlega á hverju önnur þeirra er byggð en þetta er sem sagt þannig að við vinnum hættumat á hverjum einasta degi með vísindamönnum og það er Veðurstofan sem ber ábyrgð á vöktun og viðvörunum í svona ástandi.“ Hann segir hættumatið hafa verið óbreytt frá því að jarðskjálftar hófust á ný á Reykjanesskaga fyrir sextán dögum. Ekki sé ástæða til að grípa til frekari aðgerða. Fyrirvari verði „Og það er þannig að við erum að vakta þetta allan sólarhringinn. Það er horft á þessa mæla alveg stöðugt og sífellt verið að bera saman gögnin. Ef einhver merki koma um það að kvika sé að koma til yfirborðs, þá grípum við til næstu skrefa í þessu og það er mjög ólíklegt í þessari stöðu sem er núna, að eldgos sem hæfist núna á þessum stað og þar sem umbrotin eru akkúrat í augnablikinu, myndu hafa áhrif í Grindavík með einhverjum stuttum fyrirvara,“ segir Víðir. „Þannig að íbúar í Grindavík geta verið rólegir. En ég veit að það er óþægilegt að vera þarna útaf skjálftunum, maður skilur það vel. En vegna hraunrennslis eða hættu frá eldgosinu geta þeir verið rólegir,“ segir Víðir. Þannig að þér finnst kannski vera aðeins of æsilegur tónn þarna? „Ég held að það sé verið að mistúlka jafnvel það sem er verið að segja og menn eru að fjalla auðvitað um hlutina frá sama sjónarhorninu en með sitt hvort álitið á því. En í grunninn eru allir vísindamenn sammála um þetta að þarna sé kvika á leiðinni inn og það séu engin merki um að hún sé að brjóta sér leið til yfirborðs.“ Almannavarnir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna segir að verið sé að ljúka við mat á hvort ráðist verði í byggingu varnargarðsins. „Það er búið að ljúka hönnuninni, það er búið að athuga með hvaða tæki eru til og hvaða vélar. Það er búið að setja út landamerki um hvar garðurinn á að koma þannig að við erum svona að komast að þeim stað að taka á þeirri ákvörðun um hvort það eigi að halda áfram,“ sagði Víðir í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Víðir segir fyrirhugaðan varnargarð hugsaðan til langs tíma. „Þessi garður er ekki hugsaður bara út frá þessari sviðsmynd sem við erum að fást við núna heldur fleiri, og jafnvel öðrum heldur en akkúrat þessari og er fyrst og fremst hugsað til að verja orkuverið í Svartsengi og þann búnað sem það er.“ Hættumat óbreytt frá upphafi Í dag hafa tvær fréttir þar sem rætt hefur verið við vísindamenn um málið birst á vef Vísis. Önnur þeirra ber titilinn Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér. Hin fyrirsögnin er Engin merki um að kvika sé að færast ofar þrátt fyrir stóru skjálftana. Í kvöldfréttum var Víðir beðinn um að leggja mat á þær ólíku sviðsmyndir sem hér birtast. „Ég veit ekki nákvæmlega á hverju önnur þeirra er byggð en þetta er sem sagt þannig að við vinnum hættumat á hverjum einasta degi með vísindamönnum og það er Veðurstofan sem ber ábyrgð á vöktun og viðvörunum í svona ástandi.“ Hann segir hættumatið hafa verið óbreytt frá því að jarðskjálftar hófust á ný á Reykjanesskaga fyrir sextán dögum. Ekki sé ástæða til að grípa til frekari aðgerða. Fyrirvari verði „Og það er þannig að við erum að vakta þetta allan sólarhringinn. Það er horft á þessa mæla alveg stöðugt og sífellt verið að bera saman gögnin. Ef einhver merki koma um það að kvika sé að koma til yfirborðs, þá grípum við til næstu skrefa í þessu og það er mjög ólíklegt í þessari stöðu sem er núna, að eldgos sem hæfist núna á þessum stað og þar sem umbrotin eru akkúrat í augnablikinu, myndu hafa áhrif í Grindavík með einhverjum stuttum fyrirvara,“ segir Víðir. „Þannig að íbúar í Grindavík geta verið rólegir. En ég veit að það er óþægilegt að vera þarna útaf skjálftunum, maður skilur það vel. En vegna hraunrennslis eða hættu frá eldgosinu geta þeir verið rólegir,“ segir Víðir. Þannig að þér finnst kannski vera aðeins of æsilegur tónn þarna? „Ég held að það sé verið að mistúlka jafnvel það sem er verið að segja og menn eru að fjalla auðvitað um hlutina frá sama sjónarhorninu en með sitt hvort álitið á því. En í grunninn eru allir vísindamenn sammála um þetta að þarna sé kvika á leiðinni inn og það séu engin merki um að hún sé að brjóta sér leið til yfirborðs.“
Almannavarnir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira