Lögreglan sem fer ekki að lögum um eftirlit fái auknar heimildir Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2023 12:26 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir uundrast að dómsmálaráðherra ætli að auka rannsóknarheimildir lögreglu þegar lögreglan fari ekki að lögum varðandi eftirlit með rannsóknarheimildum sem hún hafi nú þegar. Vísir Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að auka rannsóknarheimildir lögreglunnar með skipulagðri brotastarfsemi og auka um leið eftirlit með störfum lögreglunnar. Þingflokksformaður Pírata segir lögregluna hins vegar hafa hundsað lög og fyrirmæli varðandi það eftirlit sem ríkissaksóknaraembættið hefði með henni samkvæmt núgildandi lögum. Frumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum til að auka rannsóknarheimildir lögreglu er nú í samráðsgátt stjórnvalda. Jóni Gunnarssyni forvera hennar í embætti tókst ekki að koma svipuðu frumvarpi í gegnum þingið í vor. Samkvæmt frumvarpinu verður lögreglu veittar auknar rannsóknarheimildir og til eftirlits með almenningi og félagasamtökum ef grunur leikur á að verið sé að undirbúa eða skipuleggja glæpi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, vakti athygli dómsmálaráðherra á ítrekuðum athugasemdum ríkissaksóknaraembættisins við að lögreglan hefði ekki farið að lögum varðandi upplýsingar um hleranir og annað eftirlit sem hún hefði heimildir til að gera samkvæmt núgildandi lögum frá árinu 2016. En ríkissaksóknari ætti samkvæmt gildandi lögum að hafa eftirlit með þessari starfsemi lögreglunnar og gefið henni fyrirmæli um hvernig halda ætti utan um gögn varðandi hleranir. Þessu hefði lögreglan ekki hlítt. Lögreglan hefur nú þegar heimildir til eftirlits og hlerana en samkvæmt frumvarpinu á að auka og víkka út þessar heimildir.Vísir/Vilhelm „Hvernig eigum við að gefa lögreglunni frekari heimildir til eftirlits með borgurunum ef hún neitar að verða við því litla eftirliti sem hún á nú þegar að sæta. Hvað ætlar ráðherra að gera í því að lögreglan neitar að undirgangast það litla eftirlit sem hún á að sæta og virðir svona fyrirmæli ríkissaksóknara að vettugi,“ spurði Þórhildur Sunna. Dómsmálaráðherra svaraði ekki hvernig hún hygðist bregðast við því að lögreglan hefði ekki farið að fyrirmælum embættis ríkissaksóknara og ekki haldið utan um og skráð hverjir hefðu verið hleraðir og hvenær og hvort upptökum hefði verið eytt. Ráðherra sagði hins vegar mikilvægt að lögreglan hefði ekki ein eftirlit með sjálfri sér. Í væntanlegu frumvarpi væri gert ráð fyrir að komið verði á fót embætti gæðastjóra lögreglunnar og skipuð nefnd um eftirlit með lögreglu. „Í mínu ráðuneyti tökum við það að sjálfsögðu alvarlega þegar við förum fram á að lögregla fái auknar heimildir til að sinna nauðsynlegum verkefnum sem skipta máli í íslensku samfélagi, sé á sama tíma virkt og öflugt eftirlit með störfum lögreglu. Það erum við að leggja fram með þessu frumvarpi á sama tíma,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Vissi að lögreglan fylgdist með honum vegna dularfulls leka Maður sem grunaður er um skipulagða glæpastarfsemi segir vinnubrögð lögreglu í máli sínu yfirdrifin og til skammar. Alvarlegur gagnaleki úr lögreglu síðasta sumar kom sér vel fyrir manninn, sem á langan brotaferil að baki. 13. mars 2022 10:00 Segir gögnunum hafa verið lekið í nóvember Gögnum, sem varða heimildir lögreglu til hlerana og að skoða persónulega bankareikninga, var lekið til sakborninga í nóvember síðastliðnum að sögn verjanda. Sakborningarnir voru handteknir í mars á þessu ári. Hann setur spurningarmerki við verklag lögreglu í málinu. Það sé í hæsta máta undarlegt að lögregla rannsaki mögulegan leka hjá sjálfri sér. 3. júní 2021 19:01 Ríkissaksóknari fær ekki svör og segist ekki geta sinnt eftirlitsskyldum sínum Lögregla og héraðssaksóknari óskuðu 314 sinnum eftir heimild dómstóla til að beita rannsóknarúrræðum árið 2020 í alls 76 málum. Óskað var 413 aðgerða en 388 voru nýttar. Í 25 tilvikum var ekkert framkvæmt. 26. maí 2021 06:53 Ríkissaksóknari ósáttur við sein svör lögreglustjóra varðandi hleranir Lögreglan og héraðssaksóknarar notuðust 388 sinnum við símahlustanir og skyld úrræði, eins og það er kallað, í fyrra. 16. september 2020 08:05 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Frumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum til að auka rannsóknarheimildir lögreglu er nú í samráðsgátt stjórnvalda. Jóni Gunnarssyni forvera hennar í embætti tókst ekki að koma svipuðu frumvarpi í gegnum þingið í vor. Samkvæmt frumvarpinu verður lögreglu veittar auknar rannsóknarheimildir og til eftirlits með almenningi og félagasamtökum ef grunur leikur á að verið sé að undirbúa eða skipuleggja glæpi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, vakti athygli dómsmálaráðherra á ítrekuðum athugasemdum ríkissaksóknaraembættisins við að lögreglan hefði ekki farið að lögum varðandi upplýsingar um hleranir og annað eftirlit sem hún hefði heimildir til að gera samkvæmt núgildandi lögum frá árinu 2016. En ríkissaksóknari ætti samkvæmt gildandi lögum að hafa eftirlit með þessari starfsemi lögreglunnar og gefið henni fyrirmæli um hvernig halda ætti utan um gögn varðandi hleranir. Þessu hefði lögreglan ekki hlítt. Lögreglan hefur nú þegar heimildir til eftirlits og hlerana en samkvæmt frumvarpinu á að auka og víkka út þessar heimildir.Vísir/Vilhelm „Hvernig eigum við að gefa lögreglunni frekari heimildir til eftirlits með borgurunum ef hún neitar að verða við því litla eftirliti sem hún á nú þegar að sæta. Hvað ætlar ráðherra að gera í því að lögreglan neitar að undirgangast það litla eftirlit sem hún á að sæta og virðir svona fyrirmæli ríkissaksóknara að vettugi,“ spurði Þórhildur Sunna. Dómsmálaráðherra svaraði ekki hvernig hún hygðist bregðast við því að lögreglan hefði ekki farið að fyrirmælum embættis ríkissaksóknara og ekki haldið utan um og skráð hverjir hefðu verið hleraðir og hvenær og hvort upptökum hefði verið eytt. Ráðherra sagði hins vegar mikilvægt að lögreglan hefði ekki ein eftirlit með sjálfri sér. Í væntanlegu frumvarpi væri gert ráð fyrir að komið verði á fót embætti gæðastjóra lögreglunnar og skipuð nefnd um eftirlit með lögreglu. „Í mínu ráðuneyti tökum við það að sjálfsögðu alvarlega þegar við förum fram á að lögregla fái auknar heimildir til að sinna nauðsynlegum verkefnum sem skipta máli í íslensku samfélagi, sé á sama tíma virkt og öflugt eftirlit með störfum lögreglu. Það erum við að leggja fram með þessu frumvarpi á sama tíma,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Vissi að lögreglan fylgdist með honum vegna dularfulls leka Maður sem grunaður er um skipulagða glæpastarfsemi segir vinnubrögð lögreglu í máli sínu yfirdrifin og til skammar. Alvarlegur gagnaleki úr lögreglu síðasta sumar kom sér vel fyrir manninn, sem á langan brotaferil að baki. 13. mars 2022 10:00 Segir gögnunum hafa verið lekið í nóvember Gögnum, sem varða heimildir lögreglu til hlerana og að skoða persónulega bankareikninga, var lekið til sakborninga í nóvember síðastliðnum að sögn verjanda. Sakborningarnir voru handteknir í mars á þessu ári. Hann setur spurningarmerki við verklag lögreglu í málinu. Það sé í hæsta máta undarlegt að lögregla rannsaki mögulegan leka hjá sjálfri sér. 3. júní 2021 19:01 Ríkissaksóknari fær ekki svör og segist ekki geta sinnt eftirlitsskyldum sínum Lögregla og héraðssaksóknari óskuðu 314 sinnum eftir heimild dómstóla til að beita rannsóknarúrræðum árið 2020 í alls 76 málum. Óskað var 413 aðgerða en 388 voru nýttar. Í 25 tilvikum var ekkert framkvæmt. 26. maí 2021 06:53 Ríkissaksóknari ósáttur við sein svör lögreglustjóra varðandi hleranir Lögreglan og héraðssaksóknarar notuðust 388 sinnum við símahlustanir og skyld úrræði, eins og það er kallað, í fyrra. 16. september 2020 08:05 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Vissi að lögreglan fylgdist með honum vegna dularfulls leka Maður sem grunaður er um skipulagða glæpastarfsemi segir vinnubrögð lögreglu í máli sínu yfirdrifin og til skammar. Alvarlegur gagnaleki úr lögreglu síðasta sumar kom sér vel fyrir manninn, sem á langan brotaferil að baki. 13. mars 2022 10:00
Segir gögnunum hafa verið lekið í nóvember Gögnum, sem varða heimildir lögreglu til hlerana og að skoða persónulega bankareikninga, var lekið til sakborninga í nóvember síðastliðnum að sögn verjanda. Sakborningarnir voru handteknir í mars á þessu ári. Hann setur spurningarmerki við verklag lögreglu í málinu. Það sé í hæsta máta undarlegt að lögregla rannsaki mögulegan leka hjá sjálfri sér. 3. júní 2021 19:01
Ríkissaksóknari fær ekki svör og segist ekki geta sinnt eftirlitsskyldum sínum Lögregla og héraðssaksóknari óskuðu 314 sinnum eftir heimild dómstóla til að beita rannsóknarúrræðum árið 2020 í alls 76 málum. Óskað var 413 aðgerða en 388 voru nýttar. Í 25 tilvikum var ekkert framkvæmt. 26. maí 2021 06:53
Ríkissaksóknari ósáttur við sein svör lögreglustjóra varðandi hleranir Lögreglan og héraðssaksóknarar notuðust 388 sinnum við símahlustanir og skyld úrræði, eins og það er kallað, í fyrra. 16. september 2020 08:05