Hefur enn ekki fengið svör um byssukaup Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2023 06:45 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, lagði fyrirspurn sína aftur fram á nýju þingi. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata furðar sig á því að sér hafi ekki borist svör frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn sinni um vopnakaup lögreglu. Fyrirspurnin var lögð fram í maí og svo aftur á nýju þingi. Ráðuneytið segir svara að vænta 15. nóvember, degi eftir sérstaka umræðu um málið á þingi. „Samkvæmt lögum hefur ráðherra fimmtán daga til þess að svara fyrirspurnum. Nú eru komnir fimm mánuðir síðan,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Hún óskaði í maí síðastliðnum eftir nákvæmum upplýsingum um hvaða vopn voru keypt vegna leiðtogafundarins í Hörpu, hvers vegna þau voru keypt og að fengnu mati hvers. „Það sem gerist náttúrulega í millitíðinni er að þing er rofið, en ég ítrekaði spurninguna í september og ráðuneytið hefur haft þetta inni á sínu borði síðan í maí,“ segir Arndís. Þegar fyrirspurnin var lögð fram var Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra en Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af honum þann 18. júní síðastliðinn. Í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis vegna málsins kemur fram að heimild hafi verið veitt fyrir frestun á svari á þingfundi á mánudag síðastliðinn. Unnið sé að svari í ráðuneytinu og gert sé ráð fyrir því að svarið verði tilbúið fyrir veittan frest þann 15. nóvember. „Þetta ætti náttúrulega bara að liggja fyrir,“ segir Arndís Anna. „Þetta eru spurningar um tölulegar upplýsingar og staðreyndir sem eiga að liggja fyrir.“ Það er töluverður tími síðan og ráðherraskipti í millitíðinni. Hefur þessi umræða gleymst? „Ég ímynda mér kannski að ráðherra sé að vona það. En ég held það svo sannarlega ekki. Á miðvikudag í næstu viku verður sérstök umræða í þinginu um vopnaburð lögreglu,“ segir Arndís. Hún segir það sæta furðu að svör ráðherra muni berast degi eftir þá umræðu. Ráðherra hafi vitað af umræðunni á þingi og segist Arndís ekki telja að um tilviljun sé að ræða. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Skotvopn Lögreglan Öryggis- og varnarmál Píratar Tengdar fréttir Ráðherra segir Pírata hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafnar ásökunum um að leiðtogafundur Evrópuráðsins hafi verið nýttur til að lauma auknum vígbúnaði til lögreglunnar en segir að eftir fundinn eigi Íslendingar miklu öflugra og betur búið lögreglulið að öllu leyti. 24. maí 2023 12:22 Ríkiskaup vilja skýringar á innkaupum Ríkislögreglustjóra Ríkiskaup hafa óskað eftir því að Ríkislögreglustjóri tilkynni innkaup á búnaði vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins með formlegum hætti á heimasíðu útgáfuskrifstofu Evrópusambandsins og rökstyðji val sitt á innkaupaferlinu. 9. júní 2023 07:27 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
„Samkvæmt lögum hefur ráðherra fimmtán daga til þess að svara fyrirspurnum. Nú eru komnir fimm mánuðir síðan,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Hún óskaði í maí síðastliðnum eftir nákvæmum upplýsingum um hvaða vopn voru keypt vegna leiðtogafundarins í Hörpu, hvers vegna þau voru keypt og að fengnu mati hvers. „Það sem gerist náttúrulega í millitíðinni er að þing er rofið, en ég ítrekaði spurninguna í september og ráðuneytið hefur haft þetta inni á sínu borði síðan í maí,“ segir Arndís. Þegar fyrirspurnin var lögð fram var Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra en Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af honum þann 18. júní síðastliðinn. Í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis vegna málsins kemur fram að heimild hafi verið veitt fyrir frestun á svari á þingfundi á mánudag síðastliðinn. Unnið sé að svari í ráðuneytinu og gert sé ráð fyrir því að svarið verði tilbúið fyrir veittan frest þann 15. nóvember. „Þetta ætti náttúrulega bara að liggja fyrir,“ segir Arndís Anna. „Þetta eru spurningar um tölulegar upplýsingar og staðreyndir sem eiga að liggja fyrir.“ Það er töluverður tími síðan og ráðherraskipti í millitíðinni. Hefur þessi umræða gleymst? „Ég ímynda mér kannski að ráðherra sé að vona það. En ég held það svo sannarlega ekki. Á miðvikudag í næstu viku verður sérstök umræða í þinginu um vopnaburð lögreglu,“ segir Arndís. Hún segir það sæta furðu að svör ráðherra muni berast degi eftir þá umræðu. Ráðherra hafi vitað af umræðunni á þingi og segist Arndís ekki telja að um tilviljun sé að ræða.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Skotvopn Lögreglan Öryggis- og varnarmál Píratar Tengdar fréttir Ráðherra segir Pírata hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafnar ásökunum um að leiðtogafundur Evrópuráðsins hafi verið nýttur til að lauma auknum vígbúnaði til lögreglunnar en segir að eftir fundinn eigi Íslendingar miklu öflugra og betur búið lögreglulið að öllu leyti. 24. maí 2023 12:22 Ríkiskaup vilja skýringar á innkaupum Ríkislögreglustjóra Ríkiskaup hafa óskað eftir því að Ríkislögreglustjóri tilkynni innkaup á búnaði vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins með formlegum hætti á heimasíðu útgáfuskrifstofu Evrópusambandsins og rökstyðji val sitt á innkaupaferlinu. 9. júní 2023 07:27 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Ráðherra segir Pírata hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafnar ásökunum um að leiðtogafundur Evrópuráðsins hafi verið nýttur til að lauma auknum vígbúnaði til lögreglunnar en segir að eftir fundinn eigi Íslendingar miklu öflugra og betur búið lögreglulið að öllu leyti. 24. maí 2023 12:22
Ríkiskaup vilja skýringar á innkaupum Ríkislögreglustjóra Ríkiskaup hafa óskað eftir því að Ríkislögreglustjóri tilkynni innkaup á búnaði vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins með formlegum hætti á heimasíðu útgáfuskrifstofu Evrópusambandsins og rökstyðji val sitt á innkaupaferlinu. 9. júní 2023 07:27