Réttarholtsskóli og Háteigsskóli áfram í úrslit Skrekks Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2023 23:08 Úr atriði Háteigsskóla, Fjörutíu sekúndur. Anton Bjarni Réttarholtsskóli og Háteigsskóli komust áfram í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld. Atriði skólanna fjölluðu um sjálfsöryggi annars vegar og sjálfsvígshugsanir hins vegar. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Í kvöld fór fram þriðja og síðasta undanúrslitakvöld Skrekks. Á fyrsta undanúrslitakvöldinu á mánudag komust Seljaskóli og Landakotsskóli áfram. Í gær bættust svo Laugalækjarskóli og Hagaskóli í hóp þeirra skóla sem keppa til úrslita næstkomandi mánudag. Átta grunnskólar tóku þátt í kvöld. Það voru Fellaskóli, Foldaskóli, Háteigsskóli, Hlíðaskóli, Norðlingaskóli, Réttarholtsskóli, Sæmundarskóli og Ölduselsskóli. Úr atriði Réttarholtsskóla, Í eigin heimi.Anton Bjarni Sjálfsöryggi og erfiðar hugsanir Á vef RÚV er fjallað stuttlega um atriðin sem komust áfram í kvöld. Atriði Réttarholtsskóla ber heitið Í eigin heimi og fjallar um það sem gerist innra með ungu fólki, eftir því hvort það fullt sjálfsöryggi eða ekki. Í atriðinu sjást tveir nemendur upplifa svipaðar aðstæður, en takast á við þá á ólíkan hátt eftir því hversu öruggir þeir eru með sjálfa sig. Atriði Háteigsskóla heitir Fjörutíu sekúndur, en heitið er vísan til þess að á fjörutíu sekúndna fresti falli einhver í heiminum fyrir eigin hendi. Atriðið fjallar um sjálfsvígshugsanir og skilaboðin eru þau að allir sem glíma við slíkar hugsanir geti leitað sér hjálpar, það sé alltaf hægt að finna lausn. Úrslitakvöld Skrekks fer fram á mánudaginn og verður sýnt í beinni útsendingu á Ríkissjónvarpinu. Skrekkur Reykjavík Krakkar Grunnskólar Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Í kvöld fór fram þriðja og síðasta undanúrslitakvöld Skrekks. Á fyrsta undanúrslitakvöldinu á mánudag komust Seljaskóli og Landakotsskóli áfram. Í gær bættust svo Laugalækjarskóli og Hagaskóli í hóp þeirra skóla sem keppa til úrslita næstkomandi mánudag. Átta grunnskólar tóku þátt í kvöld. Það voru Fellaskóli, Foldaskóli, Háteigsskóli, Hlíðaskóli, Norðlingaskóli, Réttarholtsskóli, Sæmundarskóli og Ölduselsskóli. Úr atriði Réttarholtsskóla, Í eigin heimi.Anton Bjarni Sjálfsöryggi og erfiðar hugsanir Á vef RÚV er fjallað stuttlega um atriðin sem komust áfram í kvöld. Atriði Réttarholtsskóla ber heitið Í eigin heimi og fjallar um það sem gerist innra með ungu fólki, eftir því hvort það fullt sjálfsöryggi eða ekki. Í atriðinu sjást tveir nemendur upplifa svipaðar aðstæður, en takast á við þá á ólíkan hátt eftir því hversu öruggir þeir eru með sjálfa sig. Atriði Háteigsskóla heitir Fjörutíu sekúndur, en heitið er vísan til þess að á fjörutíu sekúndna fresti falli einhver í heiminum fyrir eigin hendi. Atriðið fjallar um sjálfsvígshugsanir og skilaboðin eru þau að allir sem glíma við slíkar hugsanir geti leitað sér hjálpar, það sé alltaf hægt að finna lausn. Úrslitakvöld Skrekks fer fram á mánudaginn og verður sýnt í beinni útsendingu á Ríkissjónvarpinu.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Skrekkur Reykjavík Krakkar Grunnskólar Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira