Kennarar byrjaðir að æfa sig í að nota hán og spyrja hvað kvár sé Bjarki Sigurðsson skrifar 8. nóvember 2023 12:02 Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Lilja Ósk Magnúsdóttir, verðlaunahafi hvatningarverðlaunanna, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Í dag er árlegur Dagur gegn einelti. Kennari sem fær hvatningarverðlaun fyrir störf sín í þágu hinsegin ungmenna segist vera ánægð með verðlaunin og að hún sé hvergi nærri hætt. Í tilefni Dags gegn einelti veittu samtökin Heimili og skóli hvatningarverðlaun fyrir baráttu gegn einelti. Verðlaunin voru afhent af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, í Hólabrekkuskóla í Reykjavík í morgun. Verðlaunin í þetta sinn hlaut Lilja Ósk Magnúsdóttir, verkefnastjóri forvarna- og félagsmála í Tækniskólanum, fyrir framlag sitt til eineltisforvarna í skólanum, þá sérstaklega fyrir störf sín í þágu hinsegin nemenda. Lilja segir verðlaunin vera mikil hvatning. „Þegar þú ert að vinna í svona starfi finnst þér þú aldrei gera nóg. Mér líður aldrei eins og ég hafi náð markmiðunum eða þeim draumum sem ég er með. En þetta eru líka hvatningarverðlaun, þetta eru ekki verðlaun sem segja takk fyrir góð störf, nú ert þú búin. Þetta eru verðlaun til að segja haltu áfram,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Hún segir bæði nemendur og kennara í Tækniskólanum vera mjög tilbúna í að fræðast um málefni hinsegin fólks. „Ég er ekki búin að vinna þarna lengi en ég fæ alveg ótrúlegan stuðning. Mér líður eins og það séu allir með mér í liði. Til dæmis hef ég átt geggjaðar samræður við kennara í byggingartækniskólanum um hinsegin mál þar sem þeir hafa verið að æfa sig í að nota fornafnið hán og að spyrja mig hvað kvár sé. Eru bara jafn námfúsir kennararnir og nemendurnir sjálfir,“ segir Lilja. Framhaldsskólar Félagsmál Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Hinsegin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Í tilefni Dags gegn einelti veittu samtökin Heimili og skóli hvatningarverðlaun fyrir baráttu gegn einelti. Verðlaunin voru afhent af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, í Hólabrekkuskóla í Reykjavík í morgun. Verðlaunin í þetta sinn hlaut Lilja Ósk Magnúsdóttir, verkefnastjóri forvarna- og félagsmála í Tækniskólanum, fyrir framlag sitt til eineltisforvarna í skólanum, þá sérstaklega fyrir störf sín í þágu hinsegin nemenda. Lilja segir verðlaunin vera mikil hvatning. „Þegar þú ert að vinna í svona starfi finnst þér þú aldrei gera nóg. Mér líður aldrei eins og ég hafi náð markmiðunum eða þeim draumum sem ég er með. En þetta eru líka hvatningarverðlaun, þetta eru ekki verðlaun sem segja takk fyrir góð störf, nú ert þú búin. Þetta eru verðlaun til að segja haltu áfram,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Hún segir bæði nemendur og kennara í Tækniskólanum vera mjög tilbúna í að fræðast um málefni hinsegin fólks. „Ég er ekki búin að vinna þarna lengi en ég fæ alveg ótrúlegan stuðning. Mér líður eins og það séu allir með mér í liði. Til dæmis hef ég átt geggjaðar samræður við kennara í byggingartækniskólanum um hinsegin mál þar sem þeir hafa verið að æfa sig í að nota fornafnið hán og að spyrja mig hvað kvár sé. Eru bara jafn námfúsir kennararnir og nemendurnir sjálfir,“ segir Lilja.
Framhaldsskólar Félagsmál Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Hinsegin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira