Stjórnarþingmenn flytja tillögu um ákall eftir vopnahléi Árni Sæberg skrifar 6. nóvember 2023 15:48 Jódís og Steinunn Þóra eru þingmenn Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Hópur þingmanna hefur smíðað þingsályktunartillögu um að fordæma aðgerðir Ísraelshers í Palestínu og kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum. Tveir þingmenn Vinstri grænna eru flutningsmenn tillögunnar. „Alþingi ályktar að fela utanríkisráðherra að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara, sjúkrahús, skóla og aðra borgaralega innviði í Palestínu sem hófust 7. október 2023 í kjölfar árása Hamas-samtakanna á ísraelska borgara. Alþingi ályktar einnig að fela utanríkisráðherra að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum til þess að koma megi neyðarvistum og læknisaðstoð til íbúa Gaza og í framhaldinu stöðva átök á svæðinu, í samræmi við ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá 26. október 2023,“ svo hljóðar tillagan um þingályktun. Flutningsmenn hennar eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sem er fyrsti flutningsmaður, Kristrún Frostadóttir, Andrés Ingi Jónsson, Jódís Skúladóttir, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Logi Einarsson, Björn Leví Gunnarsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Gísli Rafn Ólafsson, Halldóra Mogensen, Oddný G. Harðardóttir, Dagbjört Hákonardóttir, Jóhann Páll Jóhannsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Öll tilheyra þau stjórnarandstöðunni nema þær Steinunn Þóra og Jódís, þær eru í Vinstri grænum. Gagnrýna eigin ríkisstjórn Ísland sat eftirminnilega hjá þegar ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, sem þingmennirnir vísa til, var samþykkt. Í greinargerð með tillögunni segja þingmennirnir að ríkisstjórnin hafi nú þegar, réttilega, fordæmt árásir Hamas-samtakanna á ísraelska borgara en látið hjá líða að fordæma viðbrögð ísraelskra stjórnvalda, sem hafi farið fram úr öllu hófi og brjóti bersýnilega gegn alþjóðlegum mannúðarlögum og öðrum alþjóðalögum. Þá hafi Ísland setið hjá í atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um ákall um tafarlaust vopnahlé á Gaza á neyðarfundi þingsins hinn 26. október síðastliðinn. „Með þingsályktunartillögu þessari vilja flutningsmenn koma afstöðu Íslands skýrlega til skila og gera afdráttarlausa kröfu um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum. Þá er nauðsynlegt að koma á framfæri fordæmingu á árásum Ísraelshers á óbreytta borgara, sjúkrahús, skóla og aðra borgaralega innviði í Palestínu.“ Alþingi Átök í Ísrael og Palestínu Vinstri græn Tengdar fréttir Segir viðbrögð Bjarna á blaðamannafundi „til skammar“ Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestínu, segir viðbrögð Bjarna skammarleg á blaðamannafundi norrænna utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í Osló í gær. 2. nóvember 2023 13:00 „Sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar?“ Svar utanríkisráðherra við spurningu fréttamanns, um aðgerðir Ísraelshers í Jabalia-flóttamannabúðunum í gær, hafa vakið athygli í Noregi. „Sagðir þú árás á flóttamannabúðir?“ spurði Bjarni Benediktsson. 1. nóvember 2023 23:55 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
„Alþingi ályktar að fela utanríkisráðherra að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara, sjúkrahús, skóla og aðra borgaralega innviði í Palestínu sem hófust 7. október 2023 í kjölfar árása Hamas-samtakanna á ísraelska borgara. Alþingi ályktar einnig að fela utanríkisráðherra að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum til þess að koma megi neyðarvistum og læknisaðstoð til íbúa Gaza og í framhaldinu stöðva átök á svæðinu, í samræmi við ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá 26. október 2023,“ svo hljóðar tillagan um þingályktun. Flutningsmenn hennar eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sem er fyrsti flutningsmaður, Kristrún Frostadóttir, Andrés Ingi Jónsson, Jódís Skúladóttir, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Logi Einarsson, Björn Leví Gunnarsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Gísli Rafn Ólafsson, Halldóra Mogensen, Oddný G. Harðardóttir, Dagbjört Hákonardóttir, Jóhann Páll Jóhannsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Öll tilheyra þau stjórnarandstöðunni nema þær Steinunn Þóra og Jódís, þær eru í Vinstri grænum. Gagnrýna eigin ríkisstjórn Ísland sat eftirminnilega hjá þegar ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, sem þingmennirnir vísa til, var samþykkt. Í greinargerð með tillögunni segja þingmennirnir að ríkisstjórnin hafi nú þegar, réttilega, fordæmt árásir Hamas-samtakanna á ísraelska borgara en látið hjá líða að fordæma viðbrögð ísraelskra stjórnvalda, sem hafi farið fram úr öllu hófi og brjóti bersýnilega gegn alþjóðlegum mannúðarlögum og öðrum alþjóðalögum. Þá hafi Ísland setið hjá í atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um ákall um tafarlaust vopnahlé á Gaza á neyðarfundi þingsins hinn 26. október síðastliðinn. „Með þingsályktunartillögu þessari vilja flutningsmenn koma afstöðu Íslands skýrlega til skila og gera afdráttarlausa kröfu um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum. Þá er nauðsynlegt að koma á framfæri fordæmingu á árásum Ísraelshers á óbreytta borgara, sjúkrahús, skóla og aðra borgaralega innviði í Palestínu.“
Alþingi Átök í Ísrael og Palestínu Vinstri græn Tengdar fréttir Segir viðbrögð Bjarna á blaðamannafundi „til skammar“ Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestínu, segir viðbrögð Bjarna skammarleg á blaðamannafundi norrænna utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í Osló í gær. 2. nóvember 2023 13:00 „Sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar?“ Svar utanríkisráðherra við spurningu fréttamanns, um aðgerðir Ísraelshers í Jabalia-flóttamannabúðunum í gær, hafa vakið athygli í Noregi. „Sagðir þú árás á flóttamannabúðir?“ spurði Bjarni Benediktsson. 1. nóvember 2023 23:55 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Segir viðbrögð Bjarna á blaðamannafundi „til skammar“ Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestínu, segir viðbrögð Bjarna skammarleg á blaðamannafundi norrænna utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í Osló í gær. 2. nóvember 2023 13:00
„Sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar?“ Svar utanríkisráðherra við spurningu fréttamanns, um aðgerðir Ísraelshers í Jabalia-flóttamannabúðunum í gær, hafa vakið athygli í Noregi. „Sagðir þú árás á flóttamannabúðir?“ spurði Bjarni Benediktsson. 1. nóvember 2023 23:55