Opið bréf til ríkisstjórnarinnar: ákall um aðgerðir vegna ástandsins á Gaza Vera Knútsdóttir skrifar 5. nóvember 2023 08:00 Kæra ríkisstjórn, Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 9.000 Palestínumenn á Gaza látist í árásum Ísraela á Gaza. Þar af eru fleiri en 3.700 börn. Mér er mjög umhugað um stefnu Íslands gagnvart Palestínu en svo virðist sem að kúvending hafi orðið á stuðningi Íslands við Palestínu. Hvers vegna er mikilvægara að fordæma árásir Hamas þann 7. október sl. en að fara fram á tafarlaust vopnahlé á Gaza þar sem þúsundir hafa verið drepnir í árásum Ísraela. Það er nefnilega hægt að gefa út sér fordæmingu á Hamas og styðja ályktun um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum. Ætlið þið bara að sitja hjá og gera ekki neitt nema að leyfa utanríkisráðherra að þræta fyrir árásir Ísraela á almenna borgara (sbr. afneitun á árásum Ísraels á Jabaliya flóttamannabúðirnar)? Trúið þið virkilega áróðri ísrelskra stjórnvalda? Hafið þið fylgst með því sem er raunverulega að gerast í Ísrael og svo í Palestínu? Og já ætlið þið að leyfa Bjarna bara að sitja áfram í þessari ríkisstjórn? Hafið þið séð fréttirnar frá Ísrael þar sem að fólk, bæði ísraelskir gyðingar og arabar hafa misst vinnuna, verið handtekin eða vísað úr skóla fyrir að gagnrýna með einhverjum hætti (í orði, riti eða á samfélagsmiðlum) árásir stjórnvalda á almenna borgara í Gaza og óska eftir vopnahléi? Hafið þið séð fréttirnar um að lítið sem ekkert er gert við ofsóknum á aröbum í Ísrael og myndum og efnis þar sem hvatt er til útrýmingu Palestínumanna? Eruð þið búin að sjá skjölin frá ráðuneyti leyniþjónustu Ísraels sem fjalla um hvernig fjarlægja má alla Palestínumenn frá Gaza? Já eða bara fréttirnar af ólöglega landtökufólkinu á vesturbakkanum og ógeðfeldar árásir þeirra á saklausa palestínska borgara? Það eru allar teiknir á lofti að þjóðarmorð sé að eiga sér stað. Ætlið þið í alvörunni að sitja hjá og leyfa því að gerast? Ég bið ykkur um að gera það ekki. Ekki í mínu nafni. Ég dauðskammast mín fyrir ykkur! Ég er bálreið út í ykkur fyrir þetta auma aðgerðarleysi ykkar. Ísland hefur haft það á stefnu sinni að styjða við sjálfstætt ríki Palestínu og hefur jafnan sýnt stuðning sinn í verki. Er ykkur bara drullusama núna af því að Palestínumenn eru arabar og flestir múslimar? Eru líf þeirra ykkur minna virði? Hversu mörg börn þurfa að deyja þangað til að þið vaknið til lífsins og takið ykkur til við að ljá rödd ykkar við óskir um frið, réttlæti og mannúð? Við erum með þetta fína friðarsetur í Höfða, er ekki mál að standa við stóru orðin um að Ísland sé boðberi friðar í heiminum? Ég vona svo sannarlega að þið vaknið til lífsins og áttið ykkur á því að áróður Ísraels er ekkert annað en það. Nei, það breytir engu þó að IDF haldi því fram að almennir borgarar séu varaðir við og þeim sagt að fara annað því þeir drepa bara fólk á flótta. Þeir sprengja sjúkrahús, skóla, flóttamannabúðir, byggingar Sameinuðu þjóðanna. IDF er með GPS hnit af byggingum SÞ, sjúkrahúsum og öðrum augljósum stöðum þar sem almennir borgarar leita sér skjóls og aðstoðar. Það er ekkert óvart við skotmörkin sem Ísrael velur sér. Hvaða ríki sem vill selja þá ímynd út á við að þeim sé annt um almenna borgara og öryggi þeirra, sprengir bílalest sjúkrabíla? Og ef að ástæðan er sú að þið gleypið gjörsamlega við bleikþvotti Ísraela að þá vil ég bara minna ykkur á að ríkisstjórnin sem þar situr samanstendur af öfgahægri flokkum sem hafa þá stefnu að vera á móti réttindum LGBT fólks og á móti of miklum réttindum kvenna. Svona fyrir utan að vera á móti tveggja ríkja lausn í deilum Ísraels og Palestínu. Ekki má gleyma spillingu Netanyahu og dómsmálin sem höfðuð hafa verið gegn honum. Hvernig er þessi stjórn betri en t.d. Fatah á Vesturbakkanum? Haldið þið að það sé hagur almennra borgara í Ísrael að lifa við fasistastjórn, þar sem að mótmæli geta kostað þig vinnuna og jafnvel lífið? Ísraelar eiga líka að fá að búa við frið og án ótta við árásir á sig og sína. Ef þið sjáið ekki sóma ykkar í því að berjast gegn linnulausum morðum á saklausum borgurum og þjóðarmorði, í guðana bænum segið af ykkur svo að við getum kosið á ný. Þið eigið ekkert erindi í stjórnmál ef þið ætlið bara að sitja hjá á meðan að lífið er murkað úr Palestínumönnum. Höfundur er öryggis- og varnamálafræðingur og fyrrum starfskona UNRWA, í Líbanon. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Kæra ríkisstjórn, Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 9.000 Palestínumenn á Gaza látist í árásum Ísraela á Gaza. Þar af eru fleiri en 3.700 börn. Mér er mjög umhugað um stefnu Íslands gagnvart Palestínu en svo virðist sem að kúvending hafi orðið á stuðningi Íslands við Palestínu. Hvers vegna er mikilvægara að fordæma árásir Hamas þann 7. október sl. en að fara fram á tafarlaust vopnahlé á Gaza þar sem þúsundir hafa verið drepnir í árásum Ísraela. Það er nefnilega hægt að gefa út sér fordæmingu á Hamas og styðja ályktun um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum. Ætlið þið bara að sitja hjá og gera ekki neitt nema að leyfa utanríkisráðherra að þræta fyrir árásir Ísraela á almenna borgara (sbr. afneitun á árásum Ísraels á Jabaliya flóttamannabúðirnar)? Trúið þið virkilega áróðri ísrelskra stjórnvalda? Hafið þið fylgst með því sem er raunverulega að gerast í Ísrael og svo í Palestínu? Og já ætlið þið að leyfa Bjarna bara að sitja áfram í þessari ríkisstjórn? Hafið þið séð fréttirnar frá Ísrael þar sem að fólk, bæði ísraelskir gyðingar og arabar hafa misst vinnuna, verið handtekin eða vísað úr skóla fyrir að gagnrýna með einhverjum hætti (í orði, riti eða á samfélagsmiðlum) árásir stjórnvalda á almenna borgara í Gaza og óska eftir vopnahléi? Hafið þið séð fréttirnar um að lítið sem ekkert er gert við ofsóknum á aröbum í Ísrael og myndum og efnis þar sem hvatt er til útrýmingu Palestínumanna? Eruð þið búin að sjá skjölin frá ráðuneyti leyniþjónustu Ísraels sem fjalla um hvernig fjarlægja má alla Palestínumenn frá Gaza? Já eða bara fréttirnar af ólöglega landtökufólkinu á vesturbakkanum og ógeðfeldar árásir þeirra á saklausa palestínska borgara? Það eru allar teiknir á lofti að þjóðarmorð sé að eiga sér stað. Ætlið þið í alvörunni að sitja hjá og leyfa því að gerast? Ég bið ykkur um að gera það ekki. Ekki í mínu nafni. Ég dauðskammast mín fyrir ykkur! Ég er bálreið út í ykkur fyrir þetta auma aðgerðarleysi ykkar. Ísland hefur haft það á stefnu sinni að styjða við sjálfstætt ríki Palestínu og hefur jafnan sýnt stuðning sinn í verki. Er ykkur bara drullusama núna af því að Palestínumenn eru arabar og flestir múslimar? Eru líf þeirra ykkur minna virði? Hversu mörg börn þurfa að deyja þangað til að þið vaknið til lífsins og takið ykkur til við að ljá rödd ykkar við óskir um frið, réttlæti og mannúð? Við erum með þetta fína friðarsetur í Höfða, er ekki mál að standa við stóru orðin um að Ísland sé boðberi friðar í heiminum? Ég vona svo sannarlega að þið vaknið til lífsins og áttið ykkur á því að áróður Ísraels er ekkert annað en það. Nei, það breytir engu þó að IDF haldi því fram að almennir borgarar séu varaðir við og þeim sagt að fara annað því þeir drepa bara fólk á flótta. Þeir sprengja sjúkrahús, skóla, flóttamannabúðir, byggingar Sameinuðu þjóðanna. IDF er með GPS hnit af byggingum SÞ, sjúkrahúsum og öðrum augljósum stöðum þar sem almennir borgarar leita sér skjóls og aðstoðar. Það er ekkert óvart við skotmörkin sem Ísrael velur sér. Hvaða ríki sem vill selja þá ímynd út á við að þeim sé annt um almenna borgara og öryggi þeirra, sprengir bílalest sjúkrabíla? Og ef að ástæðan er sú að þið gleypið gjörsamlega við bleikþvotti Ísraela að þá vil ég bara minna ykkur á að ríkisstjórnin sem þar situr samanstendur af öfgahægri flokkum sem hafa þá stefnu að vera á móti réttindum LGBT fólks og á móti of miklum réttindum kvenna. Svona fyrir utan að vera á móti tveggja ríkja lausn í deilum Ísraels og Palestínu. Ekki má gleyma spillingu Netanyahu og dómsmálin sem höfðuð hafa verið gegn honum. Hvernig er þessi stjórn betri en t.d. Fatah á Vesturbakkanum? Haldið þið að það sé hagur almennra borgara í Ísrael að lifa við fasistastjórn, þar sem að mótmæli geta kostað þig vinnuna og jafnvel lífið? Ísraelar eiga líka að fá að búa við frið og án ótta við árásir á sig og sína. Ef þið sjáið ekki sóma ykkar í því að berjast gegn linnulausum morðum á saklausum borgurum og þjóðarmorði, í guðana bænum segið af ykkur svo að við getum kosið á ný. Þið eigið ekkert erindi í stjórnmál ef þið ætlið bara að sitja hjá á meðan að lífið er murkað úr Palestínumönnum. Höfundur er öryggis- og varnamálafræðingur og fyrrum starfskona UNRWA, í Líbanon.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun