90 ára afmæli Hvolsvallar fagnað með rjómatertu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. nóvember 2023 13:30 Í dag búa vel yfir eitt þúsund íbúar á Hvolsvelli og líður þar mjög vel við leik og störf. Aðsend Blásið verður til mikillar afmælisveislu á morgun sunnudag á Hvolsvelli því þá verður 90 ára afmæli þorpsins fagnað. Mikil uppbygging á sér stað á Hvolsvelli og hefur sjaldan eða aldrei verið byggt eins mikið á staðnum eins og núna. Sveitarstjórn Rangárþings eystra, en Hvolsvöllur tilheyrir því sveitarfélagi hefur boðað til afmælishátíðar á morgun í Sögusetrinu á Hvolsvelli á milli tvö og fjögur þar sem fjölbreytt dagskrá verður í boði. En hver er saga þorpsins í stuttu máli. Anton Kári Halldórsson er sveitarstjóri á staðnum. „Þetta byrjar í kringum verslun en það var Kaupfélag Hallgeirseyjar, sem færði sig hingað upp á Stórólfsvöll og hefur kaupfélagsstarfsemi. Og í kringum það þróaðist byggðin í upphafi og svo náttúrulega áframhald í kringum annað, kaupfélagið sjálft, Kaupfélag Rangæinga og svo sláturfélagið og svo hvað eina fleira. Þannig að þetta já þróaðist vel í áranna rás,“ segir Anton Kári. Svo urðuð þið að sameinuðu sveitarfélagi, var það gott eða slæmt? „Já, 2002 vorum við sameinuð sex sveitarfélögum í Rangárþing eystra, sem það er í dag. Ég myndi telja já að það væri bara gott dæmi um sameiningu sveitarfélaga, sem hefur tekist einkar vel.“ En hvað er best við Hvolsvöll? „Það er allt gott við Hvolsvöll af því að það er svo gott að vera hérna. Ég myndi segja bara fólkið og samfélagið í heild,“ segir sveitarstjórinn. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra um leið og hann býður alla velkomna í 90 ára afmælið á morgun þar sem hann lofar rjómatertu með öllu tilheyrandi og skemmtilegri dagskrá í Sögusetrinu frá tvö til fjögur.Aðsend Íbúar Hvolsvallar eru vel yfir eitt þúsund í dag en mikil uppbygging á sér stað á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, sem tilheyra Rangárþingi eystra. „Já, til að mynda þá eru um 100 íbúðir í byggingu á Hvolsvelli og nágrenni í dag, þar að segja Rangárþingi eystra. Það er með ólíkindum og það er líka þannig að það er skortur, húsnæðisskortur, það vantar hús og það vantar líka á leigumarkaðinn. Hér er næg atvinna í öllum greinum og bara gott að vera,“ segir Anton Kári. Hér má sjá dagskrá afmælisins sunnudaginn 5. nóvember Rangárþing eystra Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Sveitarstjórn Rangárþings eystra, en Hvolsvöllur tilheyrir því sveitarfélagi hefur boðað til afmælishátíðar á morgun í Sögusetrinu á Hvolsvelli á milli tvö og fjögur þar sem fjölbreytt dagskrá verður í boði. En hver er saga þorpsins í stuttu máli. Anton Kári Halldórsson er sveitarstjóri á staðnum. „Þetta byrjar í kringum verslun en það var Kaupfélag Hallgeirseyjar, sem færði sig hingað upp á Stórólfsvöll og hefur kaupfélagsstarfsemi. Og í kringum það þróaðist byggðin í upphafi og svo náttúrulega áframhald í kringum annað, kaupfélagið sjálft, Kaupfélag Rangæinga og svo sláturfélagið og svo hvað eina fleira. Þannig að þetta já þróaðist vel í áranna rás,“ segir Anton Kári. Svo urðuð þið að sameinuðu sveitarfélagi, var það gott eða slæmt? „Já, 2002 vorum við sameinuð sex sveitarfélögum í Rangárþing eystra, sem það er í dag. Ég myndi telja já að það væri bara gott dæmi um sameiningu sveitarfélaga, sem hefur tekist einkar vel.“ En hvað er best við Hvolsvöll? „Það er allt gott við Hvolsvöll af því að það er svo gott að vera hérna. Ég myndi segja bara fólkið og samfélagið í heild,“ segir sveitarstjórinn. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra um leið og hann býður alla velkomna í 90 ára afmælið á morgun þar sem hann lofar rjómatertu með öllu tilheyrandi og skemmtilegri dagskrá í Sögusetrinu frá tvö til fjögur.Aðsend Íbúar Hvolsvallar eru vel yfir eitt þúsund í dag en mikil uppbygging á sér stað á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, sem tilheyra Rangárþingi eystra. „Já, til að mynda þá eru um 100 íbúðir í byggingu á Hvolsvelli og nágrenni í dag, þar að segja Rangárþingi eystra. Það er með ólíkindum og það er líka þannig að það er skortur, húsnæðisskortur, það vantar hús og það vantar líka á leigumarkaðinn. Hér er næg atvinna í öllum greinum og bara gott að vera,“ segir Anton Kári. Hér má sjá dagskrá afmælisins sunnudaginn 5. nóvember
Rangárþing eystra Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira