Brimbrettafólk fjölmennti í Þorlákshöfn til að mótmæla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. nóvember 2023 20:09 Hópur fólks, sem stundar brimbrettaíþróttina mætti í Ráðhús Ölfus síðdegis til að mótmæla vinnubrögðum meirihlutans í bæjarstjórn vegna landfyllingar og stækkun hafnarinnar, sem þau segja að skemmi alla aðstöðu fyrir íþróttina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hópur fólks, sem stundar brimbretti mætti á fund bæjarstjórnar Ölfuss nú síðdegis til að mótmæla fyrirhugaðri landfyllingu í höfninni í Þorlákshöfn, sem mun eyðileggja glæsilegustu brimbrettaöldu landsins og þó víðar væri leitað. Magnús Hlynur fylgdist með mótmælunum. Fundur bæjarstjórnar hófst klukkan 16:30 en fyrst var haldin fundur fyrir luktum dyrum með stjórn Brimbrettafélags Íslands. Um leið og fundurinn hófst formlega klukkan 16.30 var forseta bæjarstjórnar afhentur undirskriftalisti með 11.320 nöfnum þar sem því er mótmælt að aldan við Hafnarnesvita verði eyðilögð með landfyllingu vegna stækkunar hafnarinnar. Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar tók á móti mótmælalistanum frá Davíð Inga (t.h.) frá Brimbrettafélagi Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vona innilega að það verði hlustað á okkur. Árið er 2023, þetta er lýðræði, við þurfum að tala saman, við þurfum að taka ákvarðanir, sem byggjast á staðreyndum og staðreyndin er að þessi landfylling er ekki besta lausnin fyrir bæjarfélagið og fyrir brimbrettafélagið,” segir Davíð Ingi Bustion, sem situr í stjórn Brimbrettafélags Íslands. Davíð Ingi Bustion frá Brimbrettafélagi Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarfulltrúi í minnihlutanum er líka mjög ósáttur við stöðu málsins og hvernig meirihlutinn virðist ætla að hunsa óskir þeirra, sem stunda brimbretti á Íslandi við Þorlákshöfn, en um er að ræða 550 manna hóp, sem fer ört stækkandi. „Mér finnst þetta bara algjört klúður, ég verð bara að vera algjörlega hreinskilin með það,” segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihlutanum í Ölfusi. Hvar er hamingjan í Þorlákshöfn núna? „Hún er mjög víða en kannski ekki akkúrat inn í bæjarstjórninni í dag,” segir Ása Berglind. Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihlutanum í ÖlfusiMagnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir bæjarstjóri Ölfuss, er allt í fári í sveitarfélaginu vegna einnar öldu? „Þetta er bara eitt af þeim mörgum málum þar, sem ólík sjónarmið togast á og mikilvægt að kjörnir fulltrúar fái frið til að fara með málið af bestu vitund,” segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri. En þú sjálfur, hefur þú farið á brimbretti? „Nei, aldrei nokkurn tímann.” Heldur þú að þú eigir eftir að gera það? „Það kæmi mér á óvart að maður á háum aldrei eins og ég er og með öll þessi gráu hár færi að taka upp á því.” Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og skilaboðin voru skýr frá þeim sem vilja vernda brimbrettasvæðið við Hafnarnes í Þorlákshöfn. „Björgum öldunni.” Mótmælaspjald á lofti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Sveitarstjórnarmál Aldan í Þorlákshöfn Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Fundur bæjarstjórnar hófst klukkan 16:30 en fyrst var haldin fundur fyrir luktum dyrum með stjórn Brimbrettafélags Íslands. Um leið og fundurinn hófst formlega klukkan 16.30 var forseta bæjarstjórnar afhentur undirskriftalisti með 11.320 nöfnum þar sem því er mótmælt að aldan við Hafnarnesvita verði eyðilögð með landfyllingu vegna stækkunar hafnarinnar. Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar tók á móti mótmælalistanum frá Davíð Inga (t.h.) frá Brimbrettafélagi Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vona innilega að það verði hlustað á okkur. Árið er 2023, þetta er lýðræði, við þurfum að tala saman, við þurfum að taka ákvarðanir, sem byggjast á staðreyndum og staðreyndin er að þessi landfylling er ekki besta lausnin fyrir bæjarfélagið og fyrir brimbrettafélagið,” segir Davíð Ingi Bustion, sem situr í stjórn Brimbrettafélags Íslands. Davíð Ingi Bustion frá Brimbrettafélagi Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarfulltrúi í minnihlutanum er líka mjög ósáttur við stöðu málsins og hvernig meirihlutinn virðist ætla að hunsa óskir þeirra, sem stunda brimbretti á Íslandi við Þorlákshöfn, en um er að ræða 550 manna hóp, sem fer ört stækkandi. „Mér finnst þetta bara algjört klúður, ég verð bara að vera algjörlega hreinskilin með það,” segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihlutanum í Ölfusi. Hvar er hamingjan í Þorlákshöfn núna? „Hún er mjög víða en kannski ekki akkúrat inn í bæjarstjórninni í dag,” segir Ása Berglind. Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihlutanum í ÖlfusiMagnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir bæjarstjóri Ölfuss, er allt í fári í sveitarfélaginu vegna einnar öldu? „Þetta er bara eitt af þeim mörgum málum þar, sem ólík sjónarmið togast á og mikilvægt að kjörnir fulltrúar fái frið til að fara með málið af bestu vitund,” segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri. En þú sjálfur, hefur þú farið á brimbretti? „Nei, aldrei nokkurn tímann.” Heldur þú að þú eigir eftir að gera það? „Það kæmi mér á óvart að maður á háum aldrei eins og ég er og með öll þessi gráu hár færi að taka upp á því.” Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og skilaboðin voru skýr frá þeim sem vilja vernda brimbrettasvæðið við Hafnarnes í Þorlákshöfn. „Björgum öldunni.” Mótmælaspjald á lofti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Sveitarstjórnarmál Aldan í Þorlákshöfn Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira