Kúvending á raunum Viggós sem gæti leikið með landsliðinu Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2023 07:30 Viggó Kristjánsson í leik með íslenska landsliðinu VÍSIR/VILHELM Svo gæti vel verið að Viggó Kristjánsson, leikmaður Leipzig, geti beitt sér í komandi landsleikjum íslenska landsliðsins í handbolta þrátt fyrir að hann hafi verið að glíma við meiðsli. Hann gerir nú allt sem í sínu valdi stendur til þess að verða klár því hann veit hversu mikilvægir þessir leikir eru upp á framhaldið hjá íslenska landsliðinu. Ísland tekur á móti landsliði Færeyja í tveimur æfingarleikjum í Laugardalshöllinni hér heima. Sá fyrri fer fram í kvöld á meðan að seinni leikurinn fer fram á laugardaginn kemur. Um er að ræða mikilvæga leiki í undirbúningi liðsins fyrir EM í Þýskalandi í upphafi næsta árs. Fyrstu leiki liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. „Hið upphaflega plan hefur tekið smá breytingum,“ segir Viggó í samtali við blaðamann en í upphafi verkefnisins var greint frá því að Viggó myndi ekki spila með liðinu vegna meiðsla sem hafa verið að hrjá hann „Sjúkraþjálfurunum hefur tekist að útbúa spelku á puttann sem er meiddur. Við höfum því verið að skoða málin, prófa okkur áfram. Þannig hin upphaflegu plön gætu breyst.“ Viggó Kristjánsson í kröppum dansi með landsliðinuVÍSIR/VILHELM Þannig að við gætum jafnvel séð þig innan vallar í þessum komandi æfingaleikjum? „Ég vona það. Þetta lítur vel út með þessa spelku. Ég búinn að láta aðeins reyna á hana á síðustu æfingum. Ef þetta gengur upp þá vonast ég til þess að geta verið eitthvað með um helgina.“ Undanfarnar þrjár vikur hefur Viggó verið að glíma við meiðsli á vísifingri skothandar sinnar. „Það er erfitt að útskýra þessi meiðsli en það eru einhver bönd slitin í þessum fingri. Ég hef náð að djöflast í gegnum þetta síðustu vikur úti með Leipzig. Það var gott að fá nokkurra daga hvíld fyrir þetta verkefni. Þá er að sama skapi gott að fá þessa spelku. Hún virðist hjálpa og styðja við þetta. Ég bind vonir við að þetta muni allt þróast í rétta átt á næstu dögum og vikum.“ Snorri að koma vel inn í hlutina Hann er spenntur fyrir komandi tímum með landsliðinu undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans, Snorra Steins Guðjónssonar. „Hann er að koma inn með nýjar útfærslur, bæði hvað varðar sóknar- og varnarleik okkar. Við höfum ekki náð að fara yfir mikið á þessum stutta tíma en maður sér strax að það eru að koma inn áherslubreytingar hvað varðar taktík í sókn og líka eitthvað varnarlega. Þetta er bara spennandi.“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands Vísir/Vilhelm Honum lýst vel á nýja landsliðsþjálfarann. „Jú, líst bara vel á hann,“ segir Viggó hlæjandi. „Svo verðum við bara að sjá hvað hann spilar mér mikið. Nei að öllu gamni slepptu líst mér bara vel á hann. Hann er strax byrjaður að pota í okkur varðandi smáatriði sem við getum lagað hér á æfingum. Ég fíla það. Hann er að koma mjög vel inn í þetta hingað til." Afar mikilvægur tímapunktur Íslenska landsliðið fær, líkt og fyrri ár, ekki mikinn tíma til að stilla saman strengi fyrir komandi Evrópumót í Þýskalandi í janúar. Viggó er þaulreyndur landsliðsmaður og veit hversu mikilvægir þessir dagar, sem íslenska landsliðið á saman núna, eru upp á framhaldið að gera. „Þessir dagar eru mjög mikilvægir og því er ég að reyna gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að geta tekið þátt í þessum leikjum. Það hefði verið slæmt að missa út þessa viku. Við eigum fáa daga saman og erum því að reyna fara yfir þessi atriði sem Snorri vill breyta og laga. Við þurfum að nýta tímann vel. Spila þessa leiki vel og þá getum við leyft okkur að halda bjartsýnir inn í janúar. Þakkar Rúnari traustið Viggó kemur fullur sjálfstrausts í þetta landsliðsverkefni því þó að hann hafi verið að spila meiddur undanfarnar vikur hefur hann verið einn af bestu mönnum þýska úrvalsdeildarliðsins Leipzig. Þar spilar Viggó undir stjórn Íslendingsins Rúnars Sigtryggssonar sem tók við liðinu á síðasta tímabili. Rúnar á hliðarlínunni í leik Leipzig „Ég er bara heppinn að hafa fengið Rúnar sem þjálfara í fyrra. Ég þekkti hann þannig séð ekkert fyrir þann tíma. Hann hefur gefið mér mikið traust frá því að hann tók við þjálfarastöðunni og ég hef reynt að nýta mér það. Tímabilið í ár hefur verið smá brösótt. Við vorum óheppnir í byrjun með að tapa stigum en höfum náð að rétta úr kútnum síðustu vikurnar og þurfum að halda áfram á sömu braut.“ Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn EM 2024 í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Sjá meira
Ísland tekur á móti landsliði Færeyja í tveimur æfingarleikjum í Laugardalshöllinni hér heima. Sá fyrri fer fram í kvöld á meðan að seinni leikurinn fer fram á laugardaginn kemur. Um er að ræða mikilvæga leiki í undirbúningi liðsins fyrir EM í Þýskalandi í upphafi næsta árs. Fyrstu leiki liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. „Hið upphaflega plan hefur tekið smá breytingum,“ segir Viggó í samtali við blaðamann en í upphafi verkefnisins var greint frá því að Viggó myndi ekki spila með liðinu vegna meiðsla sem hafa verið að hrjá hann „Sjúkraþjálfurunum hefur tekist að útbúa spelku á puttann sem er meiddur. Við höfum því verið að skoða málin, prófa okkur áfram. Þannig hin upphaflegu plön gætu breyst.“ Viggó Kristjánsson í kröppum dansi með landsliðinuVÍSIR/VILHELM Þannig að við gætum jafnvel séð þig innan vallar í þessum komandi æfingaleikjum? „Ég vona það. Þetta lítur vel út með þessa spelku. Ég búinn að láta aðeins reyna á hana á síðustu æfingum. Ef þetta gengur upp þá vonast ég til þess að geta verið eitthvað með um helgina.“ Undanfarnar þrjár vikur hefur Viggó verið að glíma við meiðsli á vísifingri skothandar sinnar. „Það er erfitt að útskýra þessi meiðsli en það eru einhver bönd slitin í þessum fingri. Ég hef náð að djöflast í gegnum þetta síðustu vikur úti með Leipzig. Það var gott að fá nokkurra daga hvíld fyrir þetta verkefni. Þá er að sama skapi gott að fá þessa spelku. Hún virðist hjálpa og styðja við þetta. Ég bind vonir við að þetta muni allt þróast í rétta átt á næstu dögum og vikum.“ Snorri að koma vel inn í hlutina Hann er spenntur fyrir komandi tímum með landsliðinu undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans, Snorra Steins Guðjónssonar. „Hann er að koma inn með nýjar útfærslur, bæði hvað varðar sóknar- og varnarleik okkar. Við höfum ekki náð að fara yfir mikið á þessum stutta tíma en maður sér strax að það eru að koma inn áherslubreytingar hvað varðar taktík í sókn og líka eitthvað varnarlega. Þetta er bara spennandi.“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands Vísir/Vilhelm Honum lýst vel á nýja landsliðsþjálfarann. „Jú, líst bara vel á hann,“ segir Viggó hlæjandi. „Svo verðum við bara að sjá hvað hann spilar mér mikið. Nei að öllu gamni slepptu líst mér bara vel á hann. Hann er strax byrjaður að pota í okkur varðandi smáatriði sem við getum lagað hér á æfingum. Ég fíla það. Hann er að koma mjög vel inn í þetta hingað til." Afar mikilvægur tímapunktur Íslenska landsliðið fær, líkt og fyrri ár, ekki mikinn tíma til að stilla saman strengi fyrir komandi Evrópumót í Þýskalandi í janúar. Viggó er þaulreyndur landsliðsmaður og veit hversu mikilvægir þessir dagar, sem íslenska landsliðið á saman núna, eru upp á framhaldið að gera. „Þessir dagar eru mjög mikilvægir og því er ég að reyna gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að geta tekið þátt í þessum leikjum. Það hefði verið slæmt að missa út þessa viku. Við eigum fáa daga saman og erum því að reyna fara yfir þessi atriði sem Snorri vill breyta og laga. Við þurfum að nýta tímann vel. Spila þessa leiki vel og þá getum við leyft okkur að halda bjartsýnir inn í janúar. Þakkar Rúnari traustið Viggó kemur fullur sjálfstrausts í þetta landsliðsverkefni því þó að hann hafi verið að spila meiddur undanfarnar vikur hefur hann verið einn af bestu mönnum þýska úrvalsdeildarliðsins Leipzig. Þar spilar Viggó undir stjórn Íslendingsins Rúnars Sigtryggssonar sem tók við liðinu á síðasta tímabili. Rúnar á hliðarlínunni í leik Leipzig „Ég er bara heppinn að hafa fengið Rúnar sem þjálfara í fyrra. Ég þekkti hann þannig séð ekkert fyrir þann tíma. Hann hefur gefið mér mikið traust frá því að hann tók við þjálfarastöðunni og ég hef reynt að nýta mér það. Tímabilið í ár hefur verið smá brösótt. Við vorum óheppnir í byrjun með að tapa stigum en höfum náð að rétta úr kútnum síðustu vikurnar og þurfum að halda áfram á sömu braut.“
Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn EM 2024 í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Sjá meira