Umfjöllun og viðtal: Fram - Valur 21-26 | Valur hafði betur í Úlfarsárdalnum Andri Már Eggertsson skrifar 2. nóvember 2023 21:25 vísir/hulda margrét Valur vann fimm marka sigur gegn Fram. Leikurinn var í járnum alveg þar til um miðjan síðari hálfleik. Fram skoraði aðeins eitt mark á síðustu tólf mínútunum og Valur vann að lokum nokkuð öruggan sigur 21-26. Leikurinn fór heldur rólega af stað. Bæði lið voru í miklum vandræðum með að brjóta ísinn. Lena Margrét Valdimarsdóttir gerði fyrsta markið fyrir heimakonur eftir tæplega fjórar mínútur. Lena fylgdi þessu eftir og gerði fyrstu þrjú mörk heimakvenna en þegar að tólf mínútur voru liðnar kom mark úr annarri átt heldur en frá Lenu. Það tók Val lengri tíma að komast á blað en fyrsta mark gestanna kom eftir sjö mínútur. Valskonur voru mikið að tapa boltanum klaufalega og skjóta í hávörn Fram á meðan heimakonur voru að láta Hafdísi Renötudóttur, markmann Vals, verja frá sér. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan jöfn 5-5. Þá tók við mjög sérstakur kafli þar sem hvorugu liðinu tókst að skora. Staðan var eins í tæplega sjö mínútur en Kristrún Steinþórsdóttir skoraði loksins ellefta markið í leiknum. Fram var marki yfir í hálfleik 12-11. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleik betur og gerðu fyrstu tvö mörkin. Eins og í fyrri hálfleik var Fram í vandræðum með að skora. Það tók Fram tæplega fimm mínútur að skora fyrsta markið og það var Lena Margrét sem skoraði líkt og í fyrri hálfleik. Um miðjan síðari hálfleik hrökk Fram í gang. Heimakonur gerðu þrjú mörk í röð og komust yfir 18-17. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var nóg boðið og tók leikhlé. Eftir leikhé Ágústs var allt annað að sjá Val sem spilaði betri vörn og sóknarleikurinn fylgdi með í kjölfarið. Eftir þrjú mörk í röð frá gestunum tók Einar Jónsson, þjálfari Fram, leikhlé. Fram hélt áfram að vera í tómum vandræðum og heimakonur gátu ekki keypt sér mark. Á meðan gekk Valur á lagið. Einar brenndi annað leikhlé fjórum mínútum síðar. Valur vann að lokum fimm marka sigur 21-26. Af hverju vann Valur? Fram kastaði þessum leik frá sér síðustu tólf mínúturnar. Eftir að hafa spilað vel í 45 mínútur urðu heimakonur bensínlausar og gerðu urmul af mistökum sem kostaði leikinn. Hverjar stóðu upp úr? Það var gaman að sjá Hafdísi Renötudóttur mæta sínu gamla liði í Úlfarsárdal. Hafdís varði 14 skot og endaði með 41 prósent markvörslu. Lilja Ágústsdóttir var öflug í horninu og skoraði fimm mörk úr sex skotum. Hvað gekk illa? Síðustu tólf mínúturnar hjá Fram var hreinasta hörmung. Heimakonur skoruðu aðeins eitt mark á síðustu tólf mínútunum. Fram tapaði mikið af boltum sem varð til þess að Valur refsaði með hraðaupphlaupum. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mætast ÍR og Fram klukkan 19:30. Næsti leikur Vals er laugardaginn 11. nóvember klukkan 15:00. Olís-deild kvenna Fram Valur
Valur vann fimm marka sigur gegn Fram. Leikurinn var í járnum alveg þar til um miðjan síðari hálfleik. Fram skoraði aðeins eitt mark á síðustu tólf mínútunum og Valur vann að lokum nokkuð öruggan sigur 21-26. Leikurinn fór heldur rólega af stað. Bæði lið voru í miklum vandræðum með að brjóta ísinn. Lena Margrét Valdimarsdóttir gerði fyrsta markið fyrir heimakonur eftir tæplega fjórar mínútur. Lena fylgdi þessu eftir og gerði fyrstu þrjú mörk heimakvenna en þegar að tólf mínútur voru liðnar kom mark úr annarri átt heldur en frá Lenu. Það tók Val lengri tíma að komast á blað en fyrsta mark gestanna kom eftir sjö mínútur. Valskonur voru mikið að tapa boltanum klaufalega og skjóta í hávörn Fram á meðan heimakonur voru að láta Hafdísi Renötudóttur, markmann Vals, verja frá sér. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan jöfn 5-5. Þá tók við mjög sérstakur kafli þar sem hvorugu liðinu tókst að skora. Staðan var eins í tæplega sjö mínútur en Kristrún Steinþórsdóttir skoraði loksins ellefta markið í leiknum. Fram var marki yfir í hálfleik 12-11. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleik betur og gerðu fyrstu tvö mörkin. Eins og í fyrri hálfleik var Fram í vandræðum með að skora. Það tók Fram tæplega fimm mínútur að skora fyrsta markið og það var Lena Margrét sem skoraði líkt og í fyrri hálfleik. Um miðjan síðari hálfleik hrökk Fram í gang. Heimakonur gerðu þrjú mörk í röð og komust yfir 18-17. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var nóg boðið og tók leikhlé. Eftir leikhé Ágústs var allt annað að sjá Val sem spilaði betri vörn og sóknarleikurinn fylgdi með í kjölfarið. Eftir þrjú mörk í röð frá gestunum tók Einar Jónsson, þjálfari Fram, leikhlé. Fram hélt áfram að vera í tómum vandræðum og heimakonur gátu ekki keypt sér mark. Á meðan gekk Valur á lagið. Einar brenndi annað leikhlé fjórum mínútum síðar. Valur vann að lokum fimm marka sigur 21-26. Af hverju vann Valur? Fram kastaði þessum leik frá sér síðustu tólf mínúturnar. Eftir að hafa spilað vel í 45 mínútur urðu heimakonur bensínlausar og gerðu urmul af mistökum sem kostaði leikinn. Hverjar stóðu upp úr? Það var gaman að sjá Hafdísi Renötudóttur mæta sínu gamla liði í Úlfarsárdal. Hafdís varði 14 skot og endaði með 41 prósent markvörslu. Lilja Ágústsdóttir var öflug í horninu og skoraði fimm mörk úr sex skotum. Hvað gekk illa? Síðustu tólf mínúturnar hjá Fram var hreinasta hörmung. Heimakonur skoruðu aðeins eitt mark á síðustu tólf mínútunum. Fram tapaði mikið af boltum sem varð til þess að Valur refsaði með hraðaupphlaupum. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mætast ÍR og Fram klukkan 19:30. Næsti leikur Vals er laugardaginn 11. nóvember klukkan 15:00.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti