Fáein orð um hatur Sigurður Skúlason skrifar 2. nóvember 2023 07:31 Engan veginn gat mig órað fyrir þeim viðbrögðum sem grein mín, Fórnarlamb verður böðull, hefur haft frá því á sunnudagsmorgun er hún birtist hér á visir.is. Fyrst og fremst og svo til eingöngu hafa þessi viðbrögð verið óvenju jákvæð og full þakklætis og rétt er að þakka fyrir það. Einstaka útúrsnúningur og ásakanir um eitthvað sem ekki á við rök að styðjast er sjálfsagt óhjákvæmilegur fylgifiskur umræðu um eldfim efni af þessu tagi. Mig langar aðeins að ítreka: Að hata aðra manneskju er að hata sjálfan sig, því innsta eðli manneskjunnar er eitt og hið sama. Það felst í kjarna allra trúarbragða að lífið sjálft sé heilagt og þannig er enginn maður öðrum æðri og enginn maður öðrum óæðri. Ég hata ekki neina manneskju. En ég þekki hatur af eigin raun og það er sannarlega þungbær og lamandi lífsreynsla. Reynsla sem eitrar og eyðileggur líf. Við yfirvinnum ekki hatrið í sjálfum okkur nema með því að gangast við því – taka það til okkar og leysa það þannig upp. Að sjálfsögðu hef ég tilfinningar og ég get haft andúð á og jafnvel fyrirlitið framferði manna gagnvart öðrum mönnum. Framferði þar sem myrkur ræður oft för. Jesús Kristur sagði: „Ég er ljós heimsins.‟ En hann sagði líka: „Þið eruð ljós heimsins.‟ Við erum öll ljós heimsins. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Engan veginn gat mig órað fyrir þeim viðbrögðum sem grein mín, Fórnarlamb verður böðull, hefur haft frá því á sunnudagsmorgun er hún birtist hér á visir.is. Fyrst og fremst og svo til eingöngu hafa þessi viðbrögð verið óvenju jákvæð og full þakklætis og rétt er að þakka fyrir það. Einstaka útúrsnúningur og ásakanir um eitthvað sem ekki á við rök að styðjast er sjálfsagt óhjákvæmilegur fylgifiskur umræðu um eldfim efni af þessu tagi. Mig langar aðeins að ítreka: Að hata aðra manneskju er að hata sjálfan sig, því innsta eðli manneskjunnar er eitt og hið sama. Það felst í kjarna allra trúarbragða að lífið sjálft sé heilagt og þannig er enginn maður öðrum æðri og enginn maður öðrum óæðri. Ég hata ekki neina manneskju. En ég þekki hatur af eigin raun og það er sannarlega þungbær og lamandi lífsreynsla. Reynsla sem eitrar og eyðileggur líf. Við yfirvinnum ekki hatrið í sjálfum okkur nema með því að gangast við því – taka það til okkar og leysa það þannig upp. Að sjálfsögðu hef ég tilfinningar og ég get haft andúð á og jafnvel fyrirlitið framferði manna gagnvart öðrum mönnum. Framferði þar sem myrkur ræður oft för. Jesús Kristur sagði: „Ég er ljós heimsins.‟ En hann sagði líka: „Þið eruð ljós heimsins.‟ Við erum öll ljós heimsins. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar