Spennandi leikföng við allra hæfi Dótabúðin 1. nóvember 2023 12:04 Dótabúðin í Kópavogi býður upp á gott úrval af barnavörum og leikföngum frá þekktum merkjum á borð við Chicco, Zuru, Smoby og Kids. Dótabúðin opnaði í Grænatúni í Kópavogi á síðasta ári og hefur fengið góðar viðtökur að sögn Sigríðar Fanneyjar Gunnarsdóttur, sölu- og markaðsstjóra Dótabúðarinnar. „Verslunin býður upp á gott úrval af barnavörum og leikföngum frá þekktum merkjum á borð við Chicco, Zuru, Smoby og Kids. Við erum með mikið af leikföngum uppsettum hér í búðinni og því auðvelt prófa mörg þeirra. Allar vörurnar sem eru í búðinni má líka finna á vefnum okkar, dotabudin.is.“ Sigríður Fanney Gunnarsdóttir er sölu- og markaðsstjóri Dótabúðarinnar. Chicco eru ítalskar barnavörur sem sameina gæði og fallega hönnun að sögn Sigríðar. „Þessar vörur eru hannaðar í samráði við sérfræðinga eins og barnalækna, þroskaþjálfa og að sjálfsögðu foreldra. Vinsælasta leikfangið frá Chicco er án efa talandi bóndabærinn sem er einstakt leikfang sem talar bæði íslensku og ensku.“ Talandi bóndabærinn frá Chicco er einstakt leikfang sem talar bæði íslensku og ensku. Sigríður kom að íslensku talsetningunni í samráði við Chicco og tók ferlið um tvö ár að hennar sögn. „Við erum ótrúlega stolt af þessum einstaka leikfangi en það segir meira en 50 orð og setningar á íslensku og er með þrjú erfiðleikastig til að henta breiðum aldurshópum. Einnig er leikfangið frábært til þess að læra ensku en hægt er að stilla það á bæði íslensku eða ensku.“ Dótabúðin býður upp á ótrúlega mikið úrval spennandi leikfanga. Gæða leikföng frá Frakklandi og Nýja Sjálandi Smoby er franskt fyrirtæki sem bíður upp á gæðaleikföng sem flest eru framleidd í Frakklandi. „Smoby býður upp á mikið úrval af leikföngum fyrir hlutverkaleiki, eins til dæmis verkfærabekki, eldhús, dúkkuleikföng og allt í búðarleikinn. Vinsælasta leikfangið frá Smoby fyrir jólin í fyrra var Smoby Flextreme bílabrautin en hún gefur ímyndaraflinu lausan tauminn. Bílinn festist á sveigjanlegum teinum og hægt er að láta brautina fara yfir stóla, rúm og jafnvel í hringi.“ Smoby Flextreme bílabrautin gefur ímyndaraflinu lausan tauminn.Zuru er leikfangafyrirtæki frá Nýja Sjálandi sem á stuttum tíma er orðið eitt af vinsælustu leikfangafyrirtækjum í heimi. „Þau bjóða upp á mikið úrval af skemmtilegum leikföngum eins og Rainbocorn Surprise egg, Pets Alive, X-shot svampskotbyssur og Mini Brands kúlur. Ein vinsælasta jólagjöfin í fyrra frá Zuru var Metal Machine köngulóa bílahúsið sem er stórt bílahús með könguló á frábæru verði. Skemmtilegt fyrir krakkana að fá risastóran pakka undir jólatréð!“ Ein vinsælasta jólagjöfin í fyrra var Metal Machine köngulóa bílahúsið frá Zuru. Senda vörur um land allt Dótabúðin er lítið fjölskyldufyrirtæki og stendur fjölskyldan vaktina saman í versluninni. „Við höfum góða þekkingu á vörunum og leggjum mikla áherslu á persónulega og góða þjónustu. Einnig bjóðum við upp á gjafapökkun, bæði á vefsíðunni og í verslun okkar.“ Dótabúðin býður upp á heimsendingu um land allt. „Við reynum alltaf að senda pantanir frá okkur samdægurs ef pöntun berst fyrir hádegi. Það getur þó auðvitað tafist ef um stóra dagar er að ræða“ Jólavörurnar komnar í hús Það styttist óðum í jólavertíðina og segir Sigríður að þau séu búin að vera á fullu undanfarna vikur við að taka inn nýjar vörur fyrir jólin. „Núna eru allar nýju vörurnar komnar í búðina okkar og inn á dotabudin.is og chicco.is.“ Það er boðið upp á ýmsar nýjungar fyrir jólin. „Við erum með einstakt úrval af Rainbocorn eggjunum vinsælu og það er að sjálfsögðu komin ný útgáfa fyrir jólin sem er gulllitað prinsessu egg með yfir 35 óvæntum hlutum inni í eins og töfrasprota og kórónu. Gulllitaða prinsessu eggið inniheldur yfir 35 óvænta hluti. Einnig erum við mjög spennt fyrir nýjungunum í Pets Alive seríunni vinsælu og eru Pooping Puppies, eða Kúkandi hvolpar, eitt það heitasta í dag. Þeir koma í stórum bleikum „kúk“ og gefa frá sér hunda- og prumpuhljóð. Það eru óvæntir hlutir eins og hundabein sem hægt er að gefa þeim og láta þá um leið kúka beinunum. Inn í kúknum geta verið þrír mismunandi hvolpar og engin leið að vita hvaða hvolp þú færð fyrr en þú opnar kúkinn.“ Kúkandi hvolpar eru eitt það heitasta í dag. Spennandi vörur í jólapakkann Svampskot byssurnar frá X-shot eru alltaf vinsælar en þær eru á frábæru verði og með „skins“ eins og byssur í tölvuleikjum. Svampskot byssurnar frá X-shot eru alltaf vinsælar. „Við vorum að fá sendingu af byssum skreyttum með Poppy Playtime fígúrum ásamt byssum frá tölvuleikjaliðinu FaZe Clan. Ég er líka viss um að fjarstýrði dúkkubílinn frá Zuru verði í mörgum jólapökkum í ár. Honum er stýrt með töfrasprota og kemur að sjálfsögðu með öryggisbelti fyrir dúkkurnar. Fyrir krakka sem eru hrifnir af hlutverkaleikjum var að koma út ný útgáfa af sívinsæla markaðinum frá Smoby. Hann kemur með skanna með hljóðum, posa, búðarkassa og að sjálfsögðu innkaupakerru.“ Markaðurinn frá Smoby kemur með skanna með hljóðum, posa, búðarkassa og að sjálfsögðu innkaupakerru. Nánar á dotabudin.is. Börn og uppeldi Hús og heimili Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
„Verslunin býður upp á gott úrval af barnavörum og leikföngum frá þekktum merkjum á borð við Chicco, Zuru, Smoby og Kids. Við erum með mikið af leikföngum uppsettum hér í búðinni og því auðvelt prófa mörg þeirra. Allar vörurnar sem eru í búðinni má líka finna á vefnum okkar, dotabudin.is.“ Sigríður Fanney Gunnarsdóttir er sölu- og markaðsstjóri Dótabúðarinnar. Chicco eru ítalskar barnavörur sem sameina gæði og fallega hönnun að sögn Sigríðar. „Þessar vörur eru hannaðar í samráði við sérfræðinga eins og barnalækna, þroskaþjálfa og að sjálfsögðu foreldra. Vinsælasta leikfangið frá Chicco er án efa talandi bóndabærinn sem er einstakt leikfang sem talar bæði íslensku og ensku.“ Talandi bóndabærinn frá Chicco er einstakt leikfang sem talar bæði íslensku og ensku. Sigríður kom að íslensku talsetningunni í samráði við Chicco og tók ferlið um tvö ár að hennar sögn. „Við erum ótrúlega stolt af þessum einstaka leikfangi en það segir meira en 50 orð og setningar á íslensku og er með þrjú erfiðleikastig til að henta breiðum aldurshópum. Einnig er leikfangið frábært til þess að læra ensku en hægt er að stilla það á bæði íslensku eða ensku.“ Dótabúðin býður upp á ótrúlega mikið úrval spennandi leikfanga. Gæða leikföng frá Frakklandi og Nýja Sjálandi Smoby er franskt fyrirtæki sem bíður upp á gæðaleikföng sem flest eru framleidd í Frakklandi. „Smoby býður upp á mikið úrval af leikföngum fyrir hlutverkaleiki, eins til dæmis verkfærabekki, eldhús, dúkkuleikföng og allt í búðarleikinn. Vinsælasta leikfangið frá Smoby fyrir jólin í fyrra var Smoby Flextreme bílabrautin en hún gefur ímyndaraflinu lausan tauminn. Bílinn festist á sveigjanlegum teinum og hægt er að láta brautina fara yfir stóla, rúm og jafnvel í hringi.“ Smoby Flextreme bílabrautin gefur ímyndaraflinu lausan tauminn.Zuru er leikfangafyrirtæki frá Nýja Sjálandi sem á stuttum tíma er orðið eitt af vinsælustu leikfangafyrirtækjum í heimi. „Þau bjóða upp á mikið úrval af skemmtilegum leikföngum eins og Rainbocorn Surprise egg, Pets Alive, X-shot svampskotbyssur og Mini Brands kúlur. Ein vinsælasta jólagjöfin í fyrra frá Zuru var Metal Machine köngulóa bílahúsið sem er stórt bílahús með könguló á frábæru verði. Skemmtilegt fyrir krakkana að fá risastóran pakka undir jólatréð!“ Ein vinsælasta jólagjöfin í fyrra var Metal Machine köngulóa bílahúsið frá Zuru. Senda vörur um land allt Dótabúðin er lítið fjölskyldufyrirtæki og stendur fjölskyldan vaktina saman í versluninni. „Við höfum góða þekkingu á vörunum og leggjum mikla áherslu á persónulega og góða þjónustu. Einnig bjóðum við upp á gjafapökkun, bæði á vefsíðunni og í verslun okkar.“ Dótabúðin býður upp á heimsendingu um land allt. „Við reynum alltaf að senda pantanir frá okkur samdægurs ef pöntun berst fyrir hádegi. Það getur þó auðvitað tafist ef um stóra dagar er að ræða“ Jólavörurnar komnar í hús Það styttist óðum í jólavertíðina og segir Sigríður að þau séu búin að vera á fullu undanfarna vikur við að taka inn nýjar vörur fyrir jólin. „Núna eru allar nýju vörurnar komnar í búðina okkar og inn á dotabudin.is og chicco.is.“ Það er boðið upp á ýmsar nýjungar fyrir jólin. „Við erum með einstakt úrval af Rainbocorn eggjunum vinsælu og það er að sjálfsögðu komin ný útgáfa fyrir jólin sem er gulllitað prinsessu egg með yfir 35 óvæntum hlutum inni í eins og töfrasprota og kórónu. Gulllitaða prinsessu eggið inniheldur yfir 35 óvænta hluti. Einnig erum við mjög spennt fyrir nýjungunum í Pets Alive seríunni vinsælu og eru Pooping Puppies, eða Kúkandi hvolpar, eitt það heitasta í dag. Þeir koma í stórum bleikum „kúk“ og gefa frá sér hunda- og prumpuhljóð. Það eru óvæntir hlutir eins og hundabein sem hægt er að gefa þeim og láta þá um leið kúka beinunum. Inn í kúknum geta verið þrír mismunandi hvolpar og engin leið að vita hvaða hvolp þú færð fyrr en þú opnar kúkinn.“ Kúkandi hvolpar eru eitt það heitasta í dag. Spennandi vörur í jólapakkann Svampskot byssurnar frá X-shot eru alltaf vinsælar en þær eru á frábæru verði og með „skins“ eins og byssur í tölvuleikjum. Svampskot byssurnar frá X-shot eru alltaf vinsælar. „Við vorum að fá sendingu af byssum skreyttum með Poppy Playtime fígúrum ásamt byssum frá tölvuleikjaliðinu FaZe Clan. Ég er líka viss um að fjarstýrði dúkkubílinn frá Zuru verði í mörgum jólapökkum í ár. Honum er stýrt með töfrasprota og kemur að sjálfsögðu með öryggisbelti fyrir dúkkurnar. Fyrir krakka sem eru hrifnir af hlutverkaleikjum var að koma út ný útgáfa af sívinsæla markaðinum frá Smoby. Hann kemur með skanna með hljóðum, posa, búðarkassa og að sjálfsögðu innkaupakerru.“ Markaðurinn frá Smoby kemur með skanna með hljóðum, posa, búðarkassa og að sjálfsögðu innkaupakerru. Nánar á dotabudin.is.
Börn og uppeldi Hús og heimili Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira