Öld breytinga Gísli Rafn Ólafsson skrifar 1. nóvember 2023 10:01 Við lifum á öld mikilla breytinga. Það loftslag sem við og forfeður okkar hafa upplifað er að ganga í gegnum örar breytingar sem ógna framtíð barna okkar. Tæknibyltingin er að gjörbreyta menntun og vinnumarkaði. Aukið nám- og atvinnufrelsi milli landa hefur leitt til þess að við búum í fjölmenningarsamfélagi þar sem fjórðungur þjóðarinnar er af erlendu bergi brotinn. Meira ferðafrelsi og ódýrari flugsamgöngur gera það einnig að verkum að hingað til lands koma fjórfalt fleiri ferðamenn en íbúar þessa lands. Á sama tíma byggja flestir af þeim flokkum sem sitja á Alþingi stefnur sínar á því að halda í við hina gömlu tíma og það samfélag sem var hér á síðustu öld. Skiptir þar engu hvort flokkarnir eru til hægri, vinstri, eða í miðju hins pólitíska litrófs því þegar kemur að breytingum þá flokkast þeir sem íhaldsflokkar. Þetta sést í þeim þingmálum sem lögð eru fram, því flest ganga þau út á að halda í horfinu, frekar en að tækla breytta heimsmynd. Þetta sést líka í aðgerðar- og skilningsleysi þegar kemur að þeim flóknu viðfangsefnum sem við ættum að vera takast á, eins og öllu því sem snýr að loftslagsvánni. Rétt eins og Bjartur í Sumarhúsum barðist fyrir að halda sjálfstæði sínu, sama hvað gekk á, þá halda þessir flokkar í þá rómantísku sýn sem var allsráðandi á síðustu öld. Við sjáum hið sama gerast víða um heim. Í mörgum löndum hefur á undanförnum árum orðið mikið bakslag í þeim framfaraskrefum sem náðst hafa á síðustu áratugum, sér í lagi þegar kemur að mannréttindum, réttindum kvenna yfir eigin líkama og réttindum hinsegin og kynsegins fólks. Þessir flokkar ala á hræðslunni við hvers konar breytingar og allt það sem er öðruvísi í stað þess að tala fyrir samúð og auknum skilningi við hið óþekkta. Þetta sést einna helst þegar kemur að málefnum útlendinga en þar eru öll vopn notuð til þess að hræða fólk sem mest. Þau tala um að menning okkar og tungumál mun hverfa ef við leyfum framandi fólki að setjast hér að. Á sama tíma er því fólki sem hingað kemur gert mjög erfitt fyrir að læra íslensku, nema með ærnum tilkostnaði. Námskeið um íslenska menningu, haldin á tungumálum fólksins, eru heldur ekki í boði. Já, í stað þess að benda bara á áskorarnirnar við breytt samfélag og setja lög og reglur til að reyna að draga úr þeim samfélagsbreytingum sem munu eiga sér stað, óháð því hvað þessir flokkar reyna, þá ættum við einmitt að fjárfesta í aðgerðum sem hjálpa fólki að aðlagast þeim. Gott dæmi um þetta væri að bjóða fólki sem hingað kemur ókeypis kennslu í íslensku og fræðslu um íslenskt samfélag og menningu. Sama gildir þegar kemur að loftslagsvánni. Þeim mun lengur sem við stingum höfðinu í sandinn og vonum að ekkert gerist meðan við erum á lífi, þeim mun verra munu aðstæður verða fyrir börnin okkar og barnabörn. Í stað þess að kaupa losunarheimildir erlendis frá, setjum frekar markmiðið hátt og verðum fyrsta vestræna ríkið til þess að ná því markmiði að verða kolefnislaust samfélag. Til þess að ná því göfuga markmiði, þá þurfum við stjórnmálafólk sem hugsar í lausnum, en ekki í höftum og fortíð. Aðferðafræði síðustu aldar virkar einfaldlega ekki þegar kemur að því að takast á við hið ört breytilega samfélag sem við búum við í dag. Stjórnmál síðustu aldar eiga ekki lengur við, heldur er þörf á flokkum og stjórnmálafólki sem er tilbúið að takast á við breyttan heim og tryggja það að við siglum á sem öruggastan hátt í gegnum þann ólgusjó breytinga sem er framundan. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Fjölmenning Alþingi Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við lifum á öld mikilla breytinga. Það loftslag sem við og forfeður okkar hafa upplifað er að ganga í gegnum örar breytingar sem ógna framtíð barna okkar. Tæknibyltingin er að gjörbreyta menntun og vinnumarkaði. Aukið nám- og atvinnufrelsi milli landa hefur leitt til þess að við búum í fjölmenningarsamfélagi þar sem fjórðungur þjóðarinnar er af erlendu bergi brotinn. Meira ferðafrelsi og ódýrari flugsamgöngur gera það einnig að verkum að hingað til lands koma fjórfalt fleiri ferðamenn en íbúar þessa lands. Á sama tíma byggja flestir af þeim flokkum sem sitja á Alþingi stefnur sínar á því að halda í við hina gömlu tíma og það samfélag sem var hér á síðustu öld. Skiptir þar engu hvort flokkarnir eru til hægri, vinstri, eða í miðju hins pólitíska litrófs því þegar kemur að breytingum þá flokkast þeir sem íhaldsflokkar. Þetta sést í þeim þingmálum sem lögð eru fram, því flest ganga þau út á að halda í horfinu, frekar en að tækla breytta heimsmynd. Þetta sést líka í aðgerðar- og skilningsleysi þegar kemur að þeim flóknu viðfangsefnum sem við ættum að vera takast á, eins og öllu því sem snýr að loftslagsvánni. Rétt eins og Bjartur í Sumarhúsum barðist fyrir að halda sjálfstæði sínu, sama hvað gekk á, þá halda þessir flokkar í þá rómantísku sýn sem var allsráðandi á síðustu öld. Við sjáum hið sama gerast víða um heim. Í mörgum löndum hefur á undanförnum árum orðið mikið bakslag í þeim framfaraskrefum sem náðst hafa á síðustu áratugum, sér í lagi þegar kemur að mannréttindum, réttindum kvenna yfir eigin líkama og réttindum hinsegin og kynsegins fólks. Þessir flokkar ala á hræðslunni við hvers konar breytingar og allt það sem er öðruvísi í stað þess að tala fyrir samúð og auknum skilningi við hið óþekkta. Þetta sést einna helst þegar kemur að málefnum útlendinga en þar eru öll vopn notuð til þess að hræða fólk sem mest. Þau tala um að menning okkar og tungumál mun hverfa ef við leyfum framandi fólki að setjast hér að. Á sama tíma er því fólki sem hingað kemur gert mjög erfitt fyrir að læra íslensku, nema með ærnum tilkostnaði. Námskeið um íslenska menningu, haldin á tungumálum fólksins, eru heldur ekki í boði. Já, í stað þess að benda bara á áskorarnirnar við breytt samfélag og setja lög og reglur til að reyna að draga úr þeim samfélagsbreytingum sem munu eiga sér stað, óháð því hvað þessir flokkar reyna, þá ættum við einmitt að fjárfesta í aðgerðum sem hjálpa fólki að aðlagast þeim. Gott dæmi um þetta væri að bjóða fólki sem hingað kemur ókeypis kennslu í íslensku og fræðslu um íslenskt samfélag og menningu. Sama gildir þegar kemur að loftslagsvánni. Þeim mun lengur sem við stingum höfðinu í sandinn og vonum að ekkert gerist meðan við erum á lífi, þeim mun verra munu aðstæður verða fyrir börnin okkar og barnabörn. Í stað þess að kaupa losunarheimildir erlendis frá, setjum frekar markmiðið hátt og verðum fyrsta vestræna ríkið til þess að ná því markmiði að verða kolefnislaust samfélag. Til þess að ná því göfuga markmiði, þá þurfum við stjórnmálafólk sem hugsar í lausnum, en ekki í höftum og fortíð. Aðferðafræði síðustu aldar virkar einfaldlega ekki þegar kemur að því að takast á við hið ört breytilega samfélag sem við búum við í dag. Stjórnmál síðustu aldar eiga ekki lengur við, heldur er þörf á flokkum og stjórnmálafólki sem er tilbúið að takast á við breyttan heim og tryggja það að við siglum á sem öruggastan hátt í gegnum þann ólgusjó breytinga sem er framundan. Höfundur er þingmaður Pírata.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun