Stefán ætlar að hætta sem útvarpsstjóri Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2023 09:09 Stefán Eiríksson tilkynnti í morguna, í viðtali á Bítinu, nokkuð óvænt að hann hyggðist hætta um leið og skipunartími hans rennur út. rúv Stefán Eiríksson hættir sem útvarpsstjóri þegar skipunartíma hans hefur lokið. Skipunartími hans eru fimm ár þannig að hann lætur af störfum eftir um það bil eitt og hálft ár. Stefán var gestur í Bítinu í morgun og greindi frá þessu. Talsvert gekk á þegar Stefán var skipaður en hann gegndi þá stöðu borgarritara. Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. var búin að þrengja hringinn niður í fimm. Aðrir kandídatar voru Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra Vinstri grænna og Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri útgáfufélags DV og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. „Ég hef bara hugsað þetta sem fimm ára verkefni. Ég hef hugsað þetta þannig. Ég hef verið um það bil fimm til tíu ár á hverjum stað. Mér finnst það hæfilegt og eðlilegt fyrir stjórnanda; bæði fyrir viðkomandi sjálfan og ekki síður fyrir viðkomandi stofnun eða rekstur,“ sagði Stefán í samtali við Bítisfólkið. Gagnrýni á RÚV ohf. fer stöðugt harðandi. Ljóst er að mörgum þykir stofnunin taka allt of mikið til sín og hefur meðal annars Brynjar Níelsson fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra verið duglegur að benda á þetta. „Fjölmiðlar eru orðnir nokkuð þungur baggi fyrir skattgreiðendur. Þeir láta af hendi á sjöunda milljarð til RÚV á hverju ári, sem nemur nokkrum hjúkrunarheimilum,“ skrifar Brynjar meðal annars í nýrri Facebook-færslu. Og telur skattgreiðendur ekki vera að fá mikið fyrir sinn snúð. „Á RÚV fáum við að vísu gamla þætti úr safni sjónvarpsins sem sýna stemningu liðinna tíma. Má flokka þá undir menningarverðmæti og eru bæði fróðleikur og ágætis skemmtun. Þá er að finna þar skemmtiþætti þar sem stjórnandinn fær vini og félaga í heimsókn og helst þá sem geta talað illa um aðra og upphafið sjálfa sig um leið. Þess á milli reynir þáttastjórnandinn að niðurlægja eða gera lítið úr þeim sem eru honum ekki þóknanlegir á hverjum tíma og hlær mest sjálfur.“ Yfirleitt sitja menn lengur en sem nemur einu skipunartímabili og víst er að þetta verður olía á eld samsæriskenningasmiða svo sem Páls Vilhjálmssonar bloggara og framhaldsskólakennara sem hefur verið með RÚV á perunni lengi Fjölmiðlar Bítið Ríkisútvarpið Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Sjá meira
Stefán var gestur í Bítinu í morgun og greindi frá þessu. Talsvert gekk á þegar Stefán var skipaður en hann gegndi þá stöðu borgarritara. Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. var búin að þrengja hringinn niður í fimm. Aðrir kandídatar voru Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra Vinstri grænna og Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri útgáfufélags DV og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. „Ég hef bara hugsað þetta sem fimm ára verkefni. Ég hef hugsað þetta þannig. Ég hef verið um það bil fimm til tíu ár á hverjum stað. Mér finnst það hæfilegt og eðlilegt fyrir stjórnanda; bæði fyrir viðkomandi sjálfan og ekki síður fyrir viðkomandi stofnun eða rekstur,“ sagði Stefán í samtali við Bítisfólkið. Gagnrýni á RÚV ohf. fer stöðugt harðandi. Ljóst er að mörgum þykir stofnunin taka allt of mikið til sín og hefur meðal annars Brynjar Níelsson fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra verið duglegur að benda á þetta. „Fjölmiðlar eru orðnir nokkuð þungur baggi fyrir skattgreiðendur. Þeir láta af hendi á sjöunda milljarð til RÚV á hverju ári, sem nemur nokkrum hjúkrunarheimilum,“ skrifar Brynjar meðal annars í nýrri Facebook-færslu. Og telur skattgreiðendur ekki vera að fá mikið fyrir sinn snúð. „Á RÚV fáum við að vísu gamla þætti úr safni sjónvarpsins sem sýna stemningu liðinna tíma. Má flokka þá undir menningarverðmæti og eru bæði fróðleikur og ágætis skemmtun. Þá er að finna þar skemmtiþætti þar sem stjórnandinn fær vini og félaga í heimsókn og helst þá sem geta talað illa um aðra og upphafið sjálfa sig um leið. Þess á milli reynir þáttastjórnandinn að niðurlægja eða gera lítið úr þeim sem eru honum ekki þóknanlegir á hverjum tíma og hlær mest sjálfur.“ Yfirleitt sitja menn lengur en sem nemur einu skipunartímabili og víst er að þetta verður olía á eld samsæriskenningasmiða svo sem Páls Vilhjálmssonar bloggara og framhaldsskólakennara sem hefur verið með RÚV á perunni lengi
Fjölmiðlar Bítið Ríkisútvarpið Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Sjá meira