Engin friðhelgi fyrir forseta Íslands og ráðherra Ástþór Magnússon skrifar 31. október 2023 15:33 Breski þingmaðurinn Crispin Blunt sem jafnframt er stjórnarmaður í Alþjóðasamtökum réttlætis fyrir Palestínu undirbýr nú aðgerðir gegn ráðamönnum fyrir að stuðla að stríðsglæpum á Gaza. Íslenskir ráðamenn verða kærðir til alþjóða stríðsglæpadómstólsins Alþjóðastofnunin Friður 2000 styður slíkar aðgerðir gegn ráðamönnum sem styðja fjöldamorðin á almennum borgurum og börnum sem við erum nú að sjá af hálfu Ísrael. Ísland grefur undan alþjóðalögum Íslenskir ráðamenn hafa verið með yfirlýsingar um að þeir standi með Ísrael og á Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna sat Ísland hjá þegar reynt var að stöðva blóðbaðið með sameiginlegri ályktun þjóða heims. Ályktunin var samþykkt. Ísland er nú í hópi útlagaþjóða sem grafa undan alþjóðalögum með stuðningi við aðskilnaðarstefnu, landrán og þjóðarmorð Ísraels gegn Palestínsku þjóðinni. Nýtt landakort Forsætisráðherra Ísrael og fylgisveinar hans fara í engar grafgötur með áætlanir sínar. Þeir vinna að því fyrir opnum tjöldum að útrýma Palestínu. S.l. september sýndi Benjamin Netanyahu nýtt kort af Ísrael á allsherjarþingi S.Þ. þar sem búið var að afmá Palestínu. Sagðist vera að endurskipuleggja mið austurlönd. Á sama tíma beittu vopnaðir Ísraelskir landtökumenn auknu ofbeldi að sölsa undir sig palestínsk heimili og ræktunarland. Þeir hafa stundað þessa iðju í áratugi, drepið þúsundir og sent milljónir á flótta. Klára verkið með þjóðarmorði Fyrrum dómsmálaráðherra Ísrael birti grein 14 júlí 2014 sem sagði að drepa ætti palestínskar mæður og leggja heimili þeirra í rúst svo þær gætu ekki fætt fleiri “snáka”. Nú, áratug síðar, ráðgerir Ísrael að klára verkið með þjóðarmorði með stuðningi Vestrænna leiðtoga m.a. Íslenskra ráðamanna sem keppast við að styðja stríðsglæpamanninn. Mannúðaraðstoð með líkkistum Hvað felst í því þegar Íslenskir ráðamenn segjast standa með Ísrael? Standa þeir með aðskilnaðarstefnu Ísrael? Standa þeir með því að ráðast inn á heimili fólks, reka það á vergang og jafna byggingar við jörðu með stórtækum vinnuvélum? Standa þeir með áformum Benjamin Netanyahu um að afmá Palestínu? Hvað þarf þetta fólk að sjá mörg börn myrt í Gaza? Hvaða mannúðaraðstoð ætlar Ísland að senda til Gaza? Líkkistur? Ekki í mínu nafni Framtíð Palestínu veltur á almennum borgurum þessa lands. Við þurfum að taka fram fyrir hendurnar á ráðamönnum sem styðja aðskilnaðarstefnu, landrán og fjöldamorð í okkar nafni. Slíkt fólk á ekki heima á Bessastöðum eða Alþingi. Vörpum þeim á dyr í næstu kosningum. Höfundur er stofnandi Friðar 2000 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Skoðun Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson skrifar Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar Skoðun Af hverju að gefa sósíalistum séns? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar Skoðun Var eitthvað sérstakt við búvörulögin? Stjórnskipunarkrísa? Jón Jónsson skrifar Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Fiskmarkaðir Kári Jónsson skrifar Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Breski þingmaðurinn Crispin Blunt sem jafnframt er stjórnarmaður í Alþjóðasamtökum réttlætis fyrir Palestínu undirbýr nú aðgerðir gegn ráðamönnum fyrir að stuðla að stríðsglæpum á Gaza. Íslenskir ráðamenn verða kærðir til alþjóða stríðsglæpadómstólsins Alþjóðastofnunin Friður 2000 styður slíkar aðgerðir gegn ráðamönnum sem styðja fjöldamorðin á almennum borgurum og börnum sem við erum nú að sjá af hálfu Ísrael. Ísland grefur undan alþjóðalögum Íslenskir ráðamenn hafa verið með yfirlýsingar um að þeir standi með Ísrael og á Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna sat Ísland hjá þegar reynt var að stöðva blóðbaðið með sameiginlegri ályktun þjóða heims. Ályktunin var samþykkt. Ísland er nú í hópi útlagaþjóða sem grafa undan alþjóðalögum með stuðningi við aðskilnaðarstefnu, landrán og þjóðarmorð Ísraels gegn Palestínsku þjóðinni. Nýtt landakort Forsætisráðherra Ísrael og fylgisveinar hans fara í engar grafgötur með áætlanir sínar. Þeir vinna að því fyrir opnum tjöldum að útrýma Palestínu. S.l. september sýndi Benjamin Netanyahu nýtt kort af Ísrael á allsherjarþingi S.Þ. þar sem búið var að afmá Palestínu. Sagðist vera að endurskipuleggja mið austurlönd. Á sama tíma beittu vopnaðir Ísraelskir landtökumenn auknu ofbeldi að sölsa undir sig palestínsk heimili og ræktunarland. Þeir hafa stundað þessa iðju í áratugi, drepið þúsundir og sent milljónir á flótta. Klára verkið með þjóðarmorði Fyrrum dómsmálaráðherra Ísrael birti grein 14 júlí 2014 sem sagði að drepa ætti palestínskar mæður og leggja heimili þeirra í rúst svo þær gætu ekki fætt fleiri “snáka”. Nú, áratug síðar, ráðgerir Ísrael að klára verkið með þjóðarmorði með stuðningi Vestrænna leiðtoga m.a. Íslenskra ráðamanna sem keppast við að styðja stríðsglæpamanninn. Mannúðaraðstoð með líkkistum Hvað felst í því þegar Íslenskir ráðamenn segjast standa með Ísrael? Standa þeir með aðskilnaðarstefnu Ísrael? Standa þeir með því að ráðast inn á heimili fólks, reka það á vergang og jafna byggingar við jörðu með stórtækum vinnuvélum? Standa þeir með áformum Benjamin Netanyahu um að afmá Palestínu? Hvað þarf þetta fólk að sjá mörg börn myrt í Gaza? Hvaða mannúðaraðstoð ætlar Ísland að senda til Gaza? Líkkistur? Ekki í mínu nafni Framtíð Palestínu veltur á almennum borgurum þessa lands. Við þurfum að taka fram fyrir hendurnar á ráðamönnum sem styðja aðskilnaðarstefnu, landrán og fjöldamorð í okkar nafni. Slíkt fólk á ekki heima á Bessastöðum eða Alþingi. Vörpum þeim á dyr í næstu kosningum. Höfundur er stofnandi Friðar 2000
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun